Flokkar

Maður sér það greinilega að það hafa ekki verið fjölmiðlamenn innan mbl, heldur tæknimenn sem hafa ráðið lögum og lofum um framsetningu blog.is.

Það er nefnilega enginn flokkur sem heitir fjölmiðlar, það er erfitt að átta sig á því að fjölmiðlamenn hefðu sleppt þeim flokki.

Hins vegar eru bæði til flokar sem heita vefurinn og tölvur og tækni.

Ég hefði gaman að því að geta búið til undirflokka. Mín eigin sér og sérlunduðu flokka.


Góð diselvélar

Ég vissi að það hefur verið mikil framþróun í díselvélum en ekki áttaði ég mig á því að þær hafi verið svona miklar, fyrir utan finnst mér sektin út í hött.  

Annars lenti ég inn í umræðu í seinasta jólaboði sem var verri en að ræða um fótbolta. Þar getur maður nú jánkað þegar einhver nefnir Manchester United og hitt fótboltanafnið sem ég kann, þessi skapvondi sífellt veinand Wane (minnisreglan).

Umræðan var sem sagt um háþrýstar bensínvélar og hvort þær væri næsta mál á dagskrá, svo hefur ford skipt um diesel vél i einum bíla sinna.  

Ég veit nú sitthvað um bíla, en ég gæti ekki verið meira sama um háþrýstarbensínvélar og róteringar á milli Ford bíla.

Hvað varð um almennilegar umræður um Dana 44 eða 60, eða hvort það væri 351 eða 302 í bílnum? 


mbl.is Sektaður fyrir að aka á „675 km hraða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn á Kanarý

Sjónvarpið sagði frá því í dag að Framsóknaflokkurinn hefur verið að sækja á gesti á Kanarý. Reyndar virðist sá sem sér um þetta hneykslaður á að ein ferðaskrifstofa neitar að dreifa þessum blöðum.

Á skúbbmælikvarða er rétt á að frétt um málið hefur áður birst á Deiglunni.


Góðar spurningar í Borgarstjórn

Ég veit ekki alveg afhverju Samfylkingin er að leita svara um Byrgið, þeir eru varla búnir að ganga út þegar þeir eru farnir að spyrja hvernig þetta var.

Hérna eru spurningarnar sem þeir eru að spyrja teknar saman og túlkaðar: 

Hvernig höfðum við eftirlit með Byrginu, hvernig var farið með peninginn á meðan við greiddum til þess, hvernig var eftirlitinu háttað á meðan við vorum að fylgjast með þeim?  

Auðvitað þarf borgin að stöðva greiðslur eins og Ríkið ef það er rétt, en spurningar Samfylkingarinnar eru alveg út í hött.
mbl.is Spyrja um fjárhagsleg samskipti Reykjavíkur og Byrgisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannes að skoðar fátækt

Rakst á þetta af vef Mannlífs, þar sem þeir slá sér upp með slúðri.

Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson var fjarri góðu gamni þegar álitsgjafar gerðu upp síðasta ár á öldum ljósvakans. Skýringin er sú að Hannes er á ferð og flugi í Suður-Ameríku þar sem hann hefur unnið að rannsóknum á fátækt og velferð, nokkuð sem Stefán Ólafsson prófessor hefur rætt mikið um opinberlega síðustu misserin. Ganga má út frá því sem vísu að Hannes öðlist aðra sýn á málin en kollegi hans í Háskólanum og eigi eftir að blanda sér ítarlega í umræðuna eftir heimkomuna en von er á honum heim um miðjan mánuð. Aftur á móti má gera ráð fyrir því að hugtökin fátækt og velferð hafi talsvert aðra merkingu í Suður-Ameríku en hér á landi.

 


Þessi ágæti maður...

.... er í dag orðinn framkvæmdarstjóri.

Ætli menn hafi frétt af þessu?

p.s. SUS afhendir svo hinn daginn Frelsisverðlaunin, sem munu bera nafn Kjartans Gunnarssonar.


Mogginn byrjar að rukka fyrir smáauglýsingar

Mogginn er byjaður að rukka fyrir smáauglýsingar á vefnum, blaðið hefur boðið upp á þessa þjónustu sem hefur notið gríðarlegra vinsælda. Ýmsir aðrir smáauglýsignavefir hafa boðið upp á auglýsingar ókeypis, og í samkeppni við mbl.is hefur þetta verið glötuð keppni.

Vandamálið hjá Mogganum hefur verið að margir hafa misnotað þessa þjónustu, á móti hafa ótrúlega margir nýtt sér þessa þjónustu, á sama tíma hafa fáar auglýsignar verið að birtast í blaðinu.

Fréttablaðið hefur ekki boðið upp á neina sambærilega þjónustu, hins vegar hafa smáauglýsignarnar verið mikið notaðar hjá þeim.

Við hjá Íshúsinu höfum mikið notað smáauglýsingar Moggans, til að auglýsa Loftkælingu, lofthreinsitæki og klakavélar.

Það kemur auðvitað ekki á óvart að á endanum hafi verið farið að rukka. Hins vegar efast ég um að nokkur muni kaupa auglýsingu bara á netinu fyrir 500 kalla, á meðan það er hægt að kaupa auglýsingu í blaðinu fyrir 750. Þannig á endanum verða þetta bara auglýsignar sem hafa áður birst í blaðinu. Auglýsingum mun sem sagt fækka mikið.

Bloggvinkona í hópinn

Þá er mín gamla bloggvinkona hún Salvör er komin í hóp bloggvina minna. Við Salvör höfur rætt saman um ýmislegt á blogginu í gegnum tíðina og meðal þess eru nýleg dæmi um ósmekkleg blogg og eldri dæmi um trukkalessur, 1.des og femínisma.

Við Salvör eigum eitt amk. sameiginlegt en það er áhugi á bloggi og bloggkerfum. 


Andskotinn

Ég var að fylla tankinn!

Ég hlýt auðvitað að gera ráð fyrir að íslensku olíufyrirtækin lækki verðið til íslenskra neytenda...

Nema æ ó, þeir voru einmitt líka að fylla sína tanka... innkaupastjórarnir virðast hafa þennan einstaka fídus að kaupa alltaf inn rétt áður en verðið lækkar.


mbl.is Olíuverð lækkaði mikið í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins!

Loksins, loksins, loksins! Nú fer maður kannski að heyra einhverjar hressari fréttir.

Það er ekki hægt að segja annað en loksins. Ég hef lesið ansi margar fréttir um þetta mál og þó nokkur blog. Ég hef ekki skilið annað en hérna væri mjög óáhugaverð kjaradeila á ferð.

Ég segi bara loksins að þessu máli sé lokið, þetta mál fer í minningarkistuna sem eitt af þessum langlokumálum.   


mbl.is Flugstoðir og FÍF skrifa undir samkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband