Læra menn aldrei

Maður veltir því fyrir sér þegar maður sér svona fréttir, hvað sé að!

 

  1. Er það bílinn sem er svona lélegur, eins og látið er af í fréttinni
  2. Er það verkstæðið sem er svona lélegt að gera við bíla.
  3. Er það lögreglustjórinn sem kveikir ekki nein ljós, þótt bíll á hans vegum fer tæplega 60 sinnum í viðgerð, á 2 árum eða 30 sinnum á ári eða 2,5 sinum á mánuði.

 Svarið hlýtur að vera 3, enda coverar hann bæði 1 og 2.  Hann ber ábyrgð á því að bílinn fari ekki of oft á verkstæði og hann ber ábyrgð á því að kaupa nýjan bíl druslan sem þeir eru með er ónýtt.

Það er ótrúlegt að heyra í mönnum tala um þetta og að menn skuli yfir höfuð setja þetta í fréttirnar.  Ég held að þessi lögreglustjóri ætti að reyna að þaga yfir þessu, kaupa nýjan bíl og læra af þessum mistökum.  Sofandihátturinn virðist vera ótrúlegur á þeim bænum.

 

Hver borgar svo fyrir þetta? Ætli það séu nokkuð við, skattborgarar þessa lands?


mbl.is Lögreglubíllinn hefur bilað í 58 skipti á tveimur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræða um að banna flugelda

Flugeldar er besta skemmtun, en nú virðist víða komin upp umræða hvort ekki eigi að banna þá.   Menn skemmta sér mis vel, þannig hafa bændur kvarta yfir því að húsdýr hafi hræðst. Einnig mátti heyra sögur af því að gamalmenni hafi lokað sig inn á salerni til þess að loka úti hávaða og mengnun.  Í gær heyrði ég svo í konu í Árbænum sem kvartaði sáran undan hávaðanum.

Auðvitað má ekki gleyma slysunum, en tilkynnt hafði verið um 5 slys fyrir áramót. Reyndar fóru þau sjálf vel fram og fá slys voru tilkynnt. 

Ég velti fyrir mér hvort það sé einhver veruleg breyting í gangi, það hefur verið vöxtur á innflutningi ár frá ári, en aldrei verulegur breyting.  Það er merkilegt að aukningin var bara 20% en samt hefur skapast töluverð umræða um bæði hávaðann sem myndast af þessu, umhverfisáhrifin jafnvel hvort þetta sé okkur holt vegna málma sem í þessu eru og svo að sjálfsögðu svifrykið.

Væntanlega mun þessi umræða aukast á næstu árum, ég get þó ekki séð það sé stutt í að menn vogi sér í fullri alvöru að ræða um að banna þetta. Hafi rjúpnaveiðibannið verið umdeilt hjá umhverfisráðherra, má ímynda sér þá umræðu sem færi af stað ef það ætti að banna flugelda.


mbl.is Vilja banna flugeldasölu til almennings í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lagasetning

Þetta hlýtur að kalla á lagasetningu gegn sleikibrjóstsykri í landinu, ekki bara er hann skaðlegur þegar kemur að holdafari heldur greinilega stórhættulegur ökumönnum.

Fyrst við erum nú farin af stað í að banna hluti, eru nokkrir á mínum lista, sem ég treysti þér, lesandi góður ekki til að fara með.

Ég veit betur.


mbl.is Fékk 40 tonna mjólkurbíl inn í stofuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Google kikkar inn

Ég hef tekið eftir að það sem ég skrifa hérna er nokkuð fljót að lenda ofarlega á google, ofar en maður kærir sig kannski um. Þótt maður sé ánægður með að fá gesti, þá er maður ánægðari að fá inn gesti sem eru að leita að því sem maður er að skrifa.

Þannig kem ég t.d. nokkuð ofarlega þegar leitað er að Bónus, Hrafn Ingvi og Ingvi Hrafn. Bara svona nokkur sem ég hef nokkrar heimsóknir út af.

Það sem vekur kannski ekki síst athygli í þessum efnum er að nafn færslunnar er ekki í slóðinni (eins og hjá mörgum sem fá góðar leitarniðurstöður), og það hefur ekkert verið gert til að auk tengingar google við færslurnar.

Þeir sem hafa skrifað meira á blog.is hafa væntanlega meiri reynslu af þessu og fá svipuð áhrif. Þetta er mun meira en það sem ég þekki frá öðrum stöðum sem ég hef bloggað á. Þar hafa fyrst og fremst sérstakar útgáfur af orðum slegið í gegn. Þar sem aðrir leitendur eru svipað skrifblindir og ég eru að leita afbökuðum orðum eins og detta reglulega inn í texta hjá mér.


Gleðilegt nýtt ár

Ég er svo lélegur í áramótakveðjunum að ég ákvað að nota myndband frænku minnar hennar Val :) Reyndar er óvíst að hún vilji mikið kannast við mig, en það er allt í lagi því ég á annan frænda sem syngur hérna aðra áramótakveðju. Hann myndi seint afneita mér.

p.s. þess má geta að ég hef ákveðið að blogg sé ekki lengur inn, því skrifa ég ekki lengur blog heldur stuttar og langar greinar.


Erfiður morgun

Það er óhætt að segja að morguninn hafi verið erfiður, en líklega er það líka allt í lagi því hann var mun erfiðari hjá sumum. Ég hef verið að reyna að ná í fólk og víða eru menn ekki enn komnir til vinnu, en hafa ekki meldað sig inn.

Eins og önnur frí var þetta jólafrí alltof stutt.


Gangi þeim vel

Það verður væntanlega nokkuð erfitt fyrir Bandaríkjamenn að hafa upp á einhverju rúsknesku netfyrirtæki, sem skellir inn þessum lögum og lætur sig svo hverfa. Ég veðja að þeir verði komnir með someofmp3 áður en langt um líður.

Það hefur lítið heyrst hvernig baráttan gengur hérna heima, það hafa ekki verið gerðar neinar rassíur í lengri tíma og maður hefur ekki heyrt af því að neinn hafi farið á hausinn eftir að hafa verið dæmdur til að greiða himinháar bætur eftir að hafa sótt nokkur lög.
mbl.is Hljómplötuframleiðendur krefjast himinhárra sekta vegna netsölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldar mynd af frönskum rennilás

Franskir rennilásar eru örugglega eitt af undrum heims (og ekkert minna), ég hafði gaman af þessari mynd enda ótrúlega gaman að sjá hvernig hlutir virka. Ekki það að franskir rennilásara séu mjög flóknir.

http://www.flickr.com/photo_zoom.gne?id=51311029&context=set-72157594150554407&size=l


Enn nýr bloggvinur

Þrymur Sveinsson er nýjasti bloggvinur minn, eins og margir aðrir bloggvinir mínir kannast ég við Þrym úr stjórnmálastarfi mínu.   <br><br>

Sú saga fer af Þrym, að hann sé mjög öflugur liðsmaður flokksins.  Sjálfur hef ég aldrei verið svo frægur að fylgjast með Þrym, né höfum við átt mikil samskipti í gegnum flokkinn.  Við eigum samt marga sameiginlega kunningja innan flokksins.


Súpermann eða Hrói Höttur

Guðmundur Magnússon hefur verið duglegur að benda á heimskulega hluti á netinu í dag. Hann á óneitanlegu snilldarsetningu dagins um Egil Helgason:
 
Hann hefur alltaf verið kúl. Hann var Súpermann netsins. En nú vill hann frekar vera Hrói höttur
Annars er Egill búinn að svara Guðmundi og útskýra athugasemd sína um hversu heimskir KB bankamenn eru. Hann svarar hins vegar ekki umræðunni um hvort hann bloggi eður ei.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband