Hvar eru þingmenn Reykavíkur?

Nú er búið að flytja fæðingarorlofssjóð til Hvammstanga, þetta er gert í róleg heitunum án þess að það heyrist múkk frá þingmönnum Reykjavíkur.  Þetta er enn ein stofnunin sem er flutt í burtu án þess að nokkuð heyrist.

Ég sæi landsbyggðarþingmenn þegja þunnu hljóði hefði svipaður flutningur átt sér stað frá þeirra byggðarlögum og í bæinn, en þegar það er öfugt segir enginn neitt.   Það virðist vera að margir líti á höfuðborgina sem vinnubanka, þar sem hægt er að finna lausn á byggðarvandanum.  Líkt og gerðist í sumar þegar herinn fór, fyrstu hugmyndir voru að finna einhverja góða stofnun og senda suður eftir.


Hverjum er svo greiði gerður með þessu?  Hvort sem menn heita Austfirðingar, Vestfirðingar, Vestmanneyingar eða Norðlendingar þarf fólk á þessu stofnunum að halda.  Nú dugar ekki lengur að mæta með sín skjöl, fá svör strax um hvort þetta sé fullnægjandi eða ekki heldur þarf að senda og bíða svara.   Þetta er nógu flókið samt, að það þurfi ekki flækjast á milli landshluta til þess að sækja pappíra eða stöðugt að senda frekari upplýsingar í pósti.


Og að lokum auglýsi ég eftir þingmönnum Reykvíkinga. Við virðumst bara ekki eiga neina.  Út á landi eru það landsbyggðapotararnir sem ná kjöri, í Reykjavík virðist eitthvað annað gilda.


mbl.is Fæðingarorlofssjóður fluttur til Hvammstanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband