Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Svisnesk skúffufyrirtæki lofa öllu fögru

Fréttablaðið vekur athygli á því í dag að 2 svisnesk skúffurfyrirtæki hafa ákveðið að hefja farsímarekstur á Íslandi,  á sama tíma benda þeir á annað fyrirtæki sem hefur verið með leyfi frá árinu 2004 en seldu eingöngu örfá símakort á seinasta ári en halda enn leyfinu.

Það hlýtur að vekja athygli að svisknesk skúffufyrirtæki ákveði að gera það að sínu fyrsta verkefni að setja upp senda á hinu drefibýla Íslandi,  og á sama tíma og íslensku fyrirtæki sem sóttu um leyfin og hafa sjálf og þekkja vel inn á markaðinn treysta sér ekki til þess að ná sambærilegri dreifingu. 

Getur verið að þessum fyrirtækjum hafi verið veitt þessi leyfi án þess að fyrir hafi legið nákvæmar áætlanir hvernig þeir ætluðu að ná þessum markmiðum sínum? Dæmin á Íslandi sýna að ekkert af þessu er gert, menn komast upp með að lofa öllu fögru en gera ekki neitt eins og kom fram í Fréttablaðinu.   Aðilar sem hafa ekki enn staðið við samninga frá árinu 2000, og ekkert farið að gera.    

Það er ekkert eðlilegra en að það séu gerð útboð eins og var viðhaft núna, hins vegar er það eftirlitsþátturinn sem þarf að viðhafa.  Um leið og áætlanir ganga ekki upp er eðlilegt að menn fái viðvörun , séu hlutirnir í kjölfarið ekki leiðréttir eiga menn að missa leyfið.  Til hvers að halda útboð, ef það á aldrei að einnheimta það sem er lofað í útboðinu?

Hitt er að ef menn ætla að lofa dreifingu með því að keyra á dreifikerfi símans.  Hver sem er getur stofnað farsíma fyrirtæki ef hann nær að gera reikisamning við símann.   Sko er dæmi um fyrirtæki sem hefur gert slíka samning, en rekur sjálft enga senda.   Sko hefði verið í góðum málum í þessum samningum, með enga senda en rosalega dreifingu.

Spurningin sem Póst og fjarskiptastofnun þarf að spyrja sig er hvað liggur að baki.  Hangir eitthvað á spýtunni hjá þeim svinsnesku?  Getur verið að þetta sé fyrst og fremst gluggi fyrir þessa aðila til að geta komist inn á aðra markaði en póst og fjarskiptastofnanir í öðrum löndum taki einfaldlega í veg fyrir svona, en með leyfi upp á hönunum á Íslandi séu þeir að opna fyrir sér aðgengi á aðra markaði.

Ég hef í raun enga trú á því að þessi fyrirtæki muni reisa fleiri senda en hugsanlega í Reykjavík og Akureyrri.  Þessar hugmyndir um dreifignu sem átti að vera álíka eins og símans á örfáum árum var virkilega ótrúleg.  Um leið ætla ég rétt að vona að póst og fjarskiptastofnu taki nú á þessu máli og þessir menn verði sviftir leyfinni ef þessi spá mín rætist og við fáum inn aðila sem ætla virkilega að taka þátt í samkeppninni hér á markaðnum og bjóða upp á raunverulega samkeppni við símann og þar með lægra verð til okkar neytanda. 


Kominn á eyjuna

Ég er í hópi bloggara sem er komin á eyjuna, ég ætla að halda áfram að blogga hérna áfram en sjálfsagt verður það eitthvað öðruvísi.  Potturinn.com er það sem ég mun nota þar.

Miðað við hversu oft ég hef skrifað hérna verður hvort um sig kannski bara uppfært eins og hjá meðalbloggaranum. 


Þær eru víst heimskar!

Var að horfa á kastljósið þar sem Ragnar Reykás-kona fullyrti að kindur væru gáfaðar, þar sem hægt væri að temja þær. 

Það skal enginn segja mér að þessar skeppnur séu gáfaðar, árin í sveitinni sönnuðu það fyrir mér.  

Ég get samt alveg trúað því að það sé hægt að kenna þeim eitthvað.  Þær eiga sínar sterku hliðar eins og smjúga í gegnum girðingar. 


Ekki blogg í minn síma

Ef það er eitthvað sem mig vantar þá er það að geta sótt ákveðin blogg í símann minn.   Þetta hljómar ágætlega og kannsi ágætt síðar þegar þriðja kynslóðin er komin á fullt og maður verður beintengdur allan sólarhringinn.

Þá held ég að verði líka virkilega töff að vera bara ekki með síma. 

Annars var fyndið að þegar ég byrjaði að vera með síma, í hópi fyrstu manna, gat ég látið hann hringja í tímum en strætóbílstjórar gerðu tilraun til að stoppa mig að tala í símann í strætó þar sem það truflaði aðra farþega.


Af hverju ekki?

Ég veit svo sem ekki afhverju einhver ætti að vilja sjá hana í Playboy?  Hún hefur sýnt allt sem hægt er að sýna og það án þess að fá nokkuð greitt fyrir það.  Þetta virðist hafa verið svona dæmi, að þegar hana hefur vantað athygli þurfi bara að skella sér út nærbuxnalaus og í stuttu pilsi. Svo er það bara djúpu sætin í bensinum.

Hana vantar amk. ekki peningana.  31 milljón króna bens, eru smáaurar miðað við þær tekjur sem hún hefur haft af þessum blessuðu þáttum sínum og verkefni eins og að mæta í partý fyrir greiðslu.

Þetta er auðvitað fyrir utan alla þá peninga sem foreldrar hennar eiga.

Ef hún er alveg á staurnum þarf hún bara að láta taka af sér mynd í fangelsinu, eitthvað blaðið var tilbúið að greiða hundruð milljóna fyri að fá myndir af henni í fangelsinu. 


mbl.is Benzinn hennar Parísar gerður upptækur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

McDonaldshagfræði

Maður þarf eiginlega bara að panta einn hamborgara í einu þegar maður fer á McDonalds og viðlíka staði.  Um leið og pöntunin er orðin meira þá er það nánast undantekningarlaus að menn klúðra þessu eitthvað og það vantar eitthvað.  Aldrei hef ég fengið of mikið, nema ef vera skildi 3 servéttur frekar en 2. 

Hitt er að leggjast í rannsókn á því sem maður fær í hvert skipti.  Formið bíður kannski ekki upp á það um leið og manni er réttur pokinn út um gluggann.  Maður getur auðvitað bara beðið og svo ef það vantar eitthvað að bíða þangað til einhver lætur sjá sig eða bara bankað á gluggann.   Það er amk. alveg nauðsynlegt að gera eitthvað. 

Talandi um servéttur og McDonalds, þá virðast ungbörnin sem hafa alltaf starfað á þessum annað hvort orðin of vandlát eða of dýr í rekstri.  Ég veit ekki frá hvaða austantjaldslandi afgreiðslufólkið er niður í skeifu en ég gerið mitt ítrasta um daginn til að biðja um servéttu.  Þrátt fyrir að ég hefði talið að það hefði verið tiltölulega augljóst hvað ég var að biðja um, þá gekk þetta ekki fyrr en seint og um síðir eftir að ég var kominn hálfur inn um lúguna og farinn að benda.  Leikrænir tilburðir og segja nafnið á öllum tungumálum sem ég kann komust skilaboðin ekki á framfæri. 


Áhugaverðar niðurstöður

Þetta er mjög áhugaverð könnun fyrir marga hluta sakir. Eitt er að það kemur í ljós að það er minni launamunur hjá yngra fólki en svo vex hann og tekur risastökk um 40 eins og ég heyrði í hádegisfréttunum. Hitt er svo hversu lítill þessi launamunur er miðað við það sem áður hefur heyrst. Þetta er mun lægri tölur en það sem maður hefur heyrst og seinast í morgun var einhverstaðar frétt þar sem fullyrt var að komur fengju 60% af launum karla.

Þessu ber auðvitað að fagna og vonandi er lægri launu munur yngir hópa ábending um það sem koma skal, og að menn séu að ráða ungt fólk inn á sambærilegum launum en það taki tíma að vinda ofan af eldri samningum.
mbl.is Óútskýrður launamunur kynjanna 10-12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er moggabloggið að deyja

Sveinn Hjörtur veltir fyrir sér hvort Moggabloggið sé að deyja. Það skildi þó ekki vera að formælingar Stefáns Pálssonar sé farið að bíta á menn?

Ég held þó ekki, ég skrifaði þetta svar við færslunni hans Sveins.

Það mun alltaf koma maður í manns stað. Ég hef enga trú á því að það muni deyja eða detta uppfyrir þótt einhverjir nokkrir ákveði að hætta eða flytja sig annað.  Það er líka mjög eðlilegt að þetta gangi í bylgjum og að vinsældir bloggsins séu ekki stöðugar.  Þetta er búið að vera ofur vinsælt núna í 1-2 ár, en var það líka fyrir 3-4 árum.  Munurinn er kannski sá að núna er meir af þjóðþekktum einstaklingum að blogga, það er kannski bara eðilegt líka.  Bara hefðbundinn tæknikúrva, þar sem þeir sem eru tæknilega sinnaði ryðja brautina, en svo síðar verður þetta "almenningseign".

Ég veit ekki heldur hvort nokkrir þúsund kallar á mánuði skipti máli fyrir bloggara.  Það er eitthvað allt annað sem rekur menn áfram til að blogga en að menn séu að græða á þessu.  


Anti-sportistinn fellir tár

Þetta var mjög gaman í gær,  þetta er í fyrsta skipti sem ég horfi á Íslenskt íþróttalið og upplifi að mér finnist það virkilega gott.

Eins og ég skrifaði í gær þá fannst mér algjör sind hvað mogginn sinnti þessu illa.  Þetta hefði átt að vera fyrsta frétt á mogganum.

Ég skal fúslega viðurkenna að ég felldi ekki tár enda þótt ég hafi verið ánægður með stelpurnar næ ég nú ekki að lifa mig mikið inn í þetta.  Það falla hvorki tár né er mikið öskrað á sjónvarpið. 


mbl.is Fimm marka sigur Íslands á Serbum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saxobanki

Í fyrradag sótti ég um að fara á ráðstefnu hjá Saxóbank, en þessi ráðstenfa hefur veirð mikið auglýst í viðskiptablaðinu. Þetta var ókeypis fyrir áskrifendur viðskiptablaðsins, en ég tók nýlega tilboði um tveggja mánaða áskrift með 50% afslætti. Þetta námskeið er auglýst á FVH.is.

Ég hef lengi verið áhugamaður um veriðbréfaviðskipti þótt ég sé nú ekki virkur á markaðnum. Ég reyni hins vegar að fylgjast ágætlega með og fannst þetta námskeið áhugavert. Svo ekki sé talað um ókeypis hádegismatarins.

Að sjálfsögðu er ekkert til sem heitir ókeypis hádegismatur, enda var haft samband við mig fljótlega frá bankanum og mér boðið af opna reikning. Þrátt fyrir að ég segði þeim eins og er að ég væri nú ekki að fara að fjárfesta. Ég var upplýstur að það væri ekkert mál, ég gæti amk. byrjað að fá reikning með gervipeningum, þar sem ég gæti byrjað að trada og prufa gíranir.

Ég er nú ekki byrjaður á þessu en sótti eitthvað forrit í gær. Maður verður sjálfsagt ríkur á örskotsstundu með öllum gervipeningunum sem maður á nú.

Þekkir einhver þennan banka? Eru þetta góðir gaurar?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband