Er moggabloggið að deyja

Sveinn Hjörtur veltir fyrir sér hvort Moggabloggið sé að deyja. Það skildi þó ekki vera að formælingar Stefáns Pálssonar sé farið að bíta á menn?

Ég held þó ekki, ég skrifaði þetta svar við færslunni hans Sveins.

Það mun alltaf koma maður í manns stað. Ég hef enga trú á því að það muni deyja eða detta uppfyrir þótt einhverjir nokkrir ákveði að hætta eða flytja sig annað.  Það er líka mjög eðlilegt að þetta gangi í bylgjum og að vinsældir bloggsins séu ekki stöðugar.  Þetta er búið að vera ofur vinsælt núna í 1-2 ár, en var það líka fyrir 3-4 árum.  Munurinn er kannski sá að núna er meir af þjóðþekktum einstaklingum að blogga, það er kannski bara eðilegt líka.  Bara hefðbundinn tæknikúrva, þar sem þeir sem eru tæknilega sinnaði ryðja brautina, en svo síðar verður þetta "almenningseign".

Ég veit ekki heldur hvort nokkrir þúsund kallar á mánuði skipti máli fyrir bloggara.  Það er eitthvað allt annað sem rekur menn áfram til að blogga en að menn séu að græða á þessu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir pistil.  Er þér svo sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2007 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband