Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ógeðishornið Einkamal.is

Ég heyrði umfjöllun um Einkamál.is á zúper í morgun, ég gerði mér engan grein fyrir hvað grasserar þarna.    Miðað við mat eins sem er á vefnum, var að það væri svona 50% perrar.  Ég þekki nokkra aðila sem hafa notað vefinn til að finna makann sinn þarna.  

Ein hringdi inn og sagði frá því að hún hafði fundið  manninn sinn þarna, en hún hafi bæði hitt menn sem vildu að hún settist á andlitið á og horfðu á taka til nakta heima hjá henni.  

Hvað er að? 


Engin umfjöllun á mogganum

Það vekur athygli að Mogginn var með nánast beina lýsingu þegar íslenska karla landsliðið var rótburstað af Svíum en svo núna er ekki einu sinni frétt á forsíðunni um árangur íslensku stúlknanna.  

Ótrúlegt nokk horfði ég þó nokkrar mínútur á þennan leik áðan, það er mjög sjaldgæft.

Áfram Ísland - Áfram stelpurnar okkar :) 


Potturinn.com í vinnslu

Búinn að vera að leika mér með með wordpress fyrir potturinn.com. Maður sér hvað það er miklu skemmtilegra að eiga við eigið kerfi og stjórna öllum þáttum í því.   Nördinn í manni fílar þetta, hvað sem verður meira úr þessu.  

Það er eiginlega verst við moggabloggið hvað maður er ráðalaus, það eru bara einhverjir aðrir sem eiga færslurnar mannst og stjórna því hvernig maður birtir og hvaða fídusar eru í boði. Þeir mega eiga það að hafa gert mjög gott starf. 


Hvað er í gangi í Hafnarfirði

Það var nokkuð merkilegt að heyra viðtal við Michel Jacques, forstjóra Alcan í speglinum í dag, þar mátti heyra að Lúðvík Geirsson hafi étið úr hendinni á honum til að halda í álverið og jafnvel komið að eigin frumkvæði með hugmyndir hvernig hefði mátt spila framhjá eigin kosningu um álverið.   

Samtalið endaði svo eins og SPRON auglýsingin, "mitt fólk talar við þitt fólk", eða öðrum orðum "get lost".  

Það jákvæða fyrir bæjarstjórann er samt að þeir eru tilbúnir að vera með tvö álver og eitt í Hafnarfirði. 


Stafrænn heitur pottur?

Sá á þessum lista að meðal annars á að bjóða upp á heitan pott?   Það er allt eitthvað voða hátækni, svo er allt í einu heitur pottur..  Finnst  það ekki alveg passa inn á listann.  Þeir hljóta amk. að koma einum DVD spilar í pottinn til að fitta inn í.
mbl.is Verslun fyrir stafræn heimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn póker í kvöld

Ég skrifaði pistil fyrir Deigluna um pókermótið sem var stoppað. Reyndar var ég líka búinn að skrifa annan pistil sem ég birti ekki um hvítflibbaþjófnaðinn í kringum Samvinnusjóðinn. Ég var heldur æstur í pistlinum um Samvinnusjóðinn og það rugl sem er þar á ferðinni, svo ég ákvað að anda aðeins og geyma hann.

Enginn póker í kvöld 


Þökkum guði fyrir að vera ekki í EU

Datt inn á kristilega útvarpsrás áðan.  Ég staldraði aðeins við þar, þar sem ég heyrði um leið og ég skipti á hana: "Við þökkum guði fyrir að vera ekki í Evrópusambandinu". 

Ég veit ekki hvort það standi nokkuð í ritningunni um EU eða hvort sú starfsemi sem fer þar fram sé eitthvað andkristileg. Ég ákvað að bíða ekki eftir að heyra röksemdirnar fyrir þessu.  Það er samt greinilegt að andstæðingar EU fá þarna stuðning úr óvæntri átt. 


Uppsafnaðir kettir

Það er "þjóðþekkt" að Mundi er að safna köttum
Mundi skýrði eina í höfuð á henni Bínu minni. Það verður að viðurkennast að sú var nokkuð lík Bínu.

Pottrurinn.com endurfæddur

Ég skráði í gæri lénið potturinn.com, og skráði það í hýsingu. ég veit ekki hvað ég eftir að gera við það en til að byrja með ætla ég að prufa mig áfram með bloggkerfi að ganmig og hvaða fidusar eru í þeim.  Það er orðið svo langt síðan maður setti upp bloggkerfi.

Þess má að gamni geta að ástæðan fyrir að ég hætti að blogga seinast var að bloggkerfið hætti að virka og ég nennti ekki að laga það.  Núna er betri tíð með blóm í haga og nennu til þess að laga bloggkerfin mín.

Ég get ekki séð að þessi kerfi hafi þróast nokkuð.  Engin fleiri skemmtileg plugin heldur en þegar ég var að bardúsa í þessu fyrir um 3 árum.  Er engin þróun lengur í blogginu? 


Versta jólagjöf allra tíma

Ég held einmitt að þetta hafi verið versta jólagjöf allra tíma, en snilldra frásögn frá Bergi Ebba, söngvara sprengjuhallarinnar.

Einu sinni las ég í hlutafélagaskrá Michigan-ríkis í tvo daga samfleytt. Það fáránlegasta við þetta er að bróðir minn gaf mér síðastnefnda ritið í jólagjöf. Hann keypti það hjá varnarliðinu og þetta átti að vera dæmi um „lélegustu jólagjöf allra tíma“. Ég feisaði hann vel með því að lesa bókina.

Bergur Deiglugesturinn þar sem þessi skemmtilega staðreynd kemur fram.

Annars er hljómsveitin sprengjuhöllin einhvern veginn mjög skrýtin hljómsveit. Ég sá þá alveg ferlega hallærislega í kastljósinu, og svo eiga þeir örugglega versta sjómannalag í sögunni. Hins vegar finnst mér lagið þeira Verum í sambandi algjör snilld, amk. þegar það er flutt í útvarpi (án allrar tilgerðar eins og í Kastljósinu.



Ef einhver hefur fengið þá snilldar hugmynd að gefa mér álíka bók í jóla eða afmælisgjöf, verður mitt "feis" að henda henni í ruslið.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband