Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.6.2007 | 23:14
Ef konur réðu heiminum!
Ég vona að fólk hafi húmor fyrir þessu. Nú er bara að anda og svo skoða.
http://www.anvari.org/cols/If_Women_Ruled_the_World.html
25.6.2007 | 15:53
Í landi hinna frjálsu
![]() |
Fær ekki 3,4 milljarða í bætur fyrir horfnar buxur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2007 | 13:06
Gott hjá ungum sjálfstæðismönnum
Mér finnst þetta gott hjá ungum Sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði að halda þetta mót. Ég vona að þetta eigi eftir að leggja lóð á vogarskálarnar og verði til þess að menn skýri þær reglur sem um þetta gilda. Það er auðvitað út í hött að menn megi ekki spila svona spil, bara af því það heitir póker.
Minni á grein sem ég skrifaði um þetta fyrir nokkru á Deiglan.com
![]() |
Pókermót haldið hjá félagi ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2007 | 12:07
Hann kom og fór
Eyjan upplýsir að það hafi ekki verið fyrir tilstilli Moggans sem bloggi var lokað. Í rauninni kemur það á óvart að Mogginn er alls ekki viljugur að grípa inn í nánast sama hvað dynur á. Ég hef rætt við nokkra lögfróða menn um þetta og menn eru almennt sammála að ábyrgð moggans geti verið nokkur í svona málum.
Í rauninni þarf Mogginn að setja sér skýrar leikreglur hvað þeir ætla að bjóða upp á sínum vefjum. Í dag get ég bloggað beint inn á fréttir og saklaust fólk smellt inn á bloggið mitt, þar sem ég get boðið upp á klám og sora. Mér finnst ekkert eðlilegt við að Mogginn bjóði almennum lesendum sýnum upp á þetta. Í dag standa þeir nokkuð ráðalausir gagnvart þessu og leyfa hverju sem er að því er virðist viðgangast. Það gæti meira segja verið að þeir hampi bloggi mínu sérstaklega, með því að birta það á forsíðunni.
Um leið og maður skráir sig inn skrifar maður upp á klásúlu, í rauninni er samt engin trygging fyrir því að ég sé að nota rétt nafn og kenntitölu. Það getur því orðið þrautinni þyngra að finna mig, sé það vilji minn að koma inn á vefinn sora í gegnum moggabloggið.
Ég geri mér grein fyrir því að línan er þunn, en um leið og hver sem er getur bloggað við fréttir verða þeir að bregðast við slíkum hlutum.
25.6.2007 | 09:40
Er þetta sérsaklega ódýrt?
þessu, ætli það sé hægt að greiða fyrir umfjallanir. Hvaða mat er
það að þetta sé sérstaklega ódýrt? Ég efast um að þetta sé
einhver hreint ótrúleg útsala, miðað við verð eins og það er á
flórída.
![]() |
Fimm villur á Flórída boðnar fyrir lágt verð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2007 | 09:13
Sparkað í liggjandi mann
Ég hef fengið nokkur viðbrögð út af færslunni minn, en ég hef bloggað nokkrum sinnum um þetta mál, en hef aldrei nafngreint nokkurn. Það hefur svo sem ekki farið fram hjá fólki sem hefur lesið bloggið hver er á ferðinni. Viðbrögðin hafa bæði verið jákvæð og neikvæð.
Varðandi forvitnisjöfnunina, var það ekki ætlunin að gera lítið úr viðkomandi einstakling, hvorki vegna greindar eða annars. Ég var ekki að reyna að slá mér til riddara. Ég hef hins vegar fylgst mjög vel með þessu og sá hvernig hann færðist í aukana við hverja heimsókn og taldi það vera staðfestingu á að það sem hann var að gera væri rétt. Það er augljóst að ástandið er sjúkt, og maðurinn þarf að fá hjálp og stuðnings vina og fjölskyldu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.6.2007 | 23:33
Fór í bláalónið
Ég sá hins vegar engan sérstakan grænan lit. Það var mikið af túristum og félagið er "kassa" inn á túristum sem eru tilbúnir að greiða 1500 kall í sundið.
Starfsfólkið má eiga það að þau voru mjög hjálpsöm.
24.6.2007 | 12:14
Forvitnisjöfnun
Svona eins og þegar við keyrum á stórum jeppa og kaupum okkur kolefnisjöfnun og líður ákaflega vel á eftir. Menn keyptu sér syndaaflausn í gamla daga, nú bíð ég upp á forvitnisjöfnun.
Ég geri mér grein fyrir að margir standast ekki freistinguna og líta inn á mest umræddu síðu dagsins, ekki fyrir neitt annað en hvað viðkomandi er í virkilega sjúklegu ástandi. Það sem er verra er að með auknum vinsældum færist hann einfaldlega í veðrið og efist í þeirri trú að það sem hann er að gera sé rétt. Hann fær því einhvers konar stuðning úr meintum vinsældum.
Lausnirn er að forvitninsjafna, ef þú slysast inn á síðuna verðurðu að forvitnisjafna með því að fara líka inn á allar þessar. Ég hvet þig til að láta þetta berast.
http://aslaugosk.blog.is/blog/aslaugosk/
http://ellyarmanns.blog.is/blog/ellyarmanns/
http://stebbifr.blog.is/blog/stebbifr/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.6.2007 | 11:35
Áhugaverð skýrsla
Andríki koma með þarfa áminningu, mér finnst ekki síst aukinn hlutur sveitarfélaga í heildakökunni mjög áhugavert.
Þar sem ríkið veitir persónuafslátt af sínum hluta eru tekjur ríkis og sveitarfélaga af launum landsmanna álíka miklar þrátt fyrir hærra skatthlutfall hjá ríkinu. Ríki og sveitarfélög taka álíka mikið úr launaumslögum landsmanna um hver mánaðamót.
![]() |
Andríki: Landsmenn voru að vinna fyrir hið opinbera til 21. júní |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2007 | 23:08
Ótrúlega ánægður með nýju myndina
Eftir því sem ég horfi oftar á nýju myndina sem Halldór Baldursson teiknaði af mér verð ég ánægðari og ánægðari með hana. Ég viðurkenni fúslega að mér finnst hún ekki vitun lík mér, en þannig eru þessa myndir.
Það vill til að hún sýnir mig myndarlegri en ég raunverulega er. Ég ákvað að nota hana hérna og á Pottinum, mér er sagt að þær séu svipað ólíkar mér og þar sem ég er töluvert myndarlegri á þessari mun þessi standa.