Færsluflokkur: Bloggar

Situr í nýrunum

Maður hefur heyrt allskonar skemmtilegar sögur um þá sem nota sykurskertar vörur, þessar vörur eiga að vera krabbameinsvaldandi eða safnast fyrir í líkamanum.

Ég hef ekki látið þetta hafa mikið áhrif á mig, enda ekki mikill diet maður.

Hins vegar hefur mér aldrei dottið í hug að þetta væri eitthvað minna holt fyrir tennurnar mínar, en nú er það ljóst. Þetta er óhollt.
mbl.is Sykurskertir gosdrykkir jafn skaðlegir og þeir sykruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljótasta jólaskreytingin 2006

Spurningar sem ég hef fengið:

1. Mynd úr GSM síma er alveg nóg, bara að skreytingin sé greinileg.

2. Tekið verður á móti myndum til miðnættis 30. desemeber.


Og hvað annað er að frétta?

Það liggur við að það þurfi ekki að setja þetta í fréttirnar. Hver bjóst ekki við þessu?  Þetta var meira spurning hversu alvarlegur böggurinn myndi verða.
mbl.is Öryggisgallar finnast í Windows Vista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmar vinsælasastur

Rétt í þessu var verið að benda mér á að RÚV spyrilinn Sigmar er orðinn vinsælastur á blog.is. Skildu skúbbinn vera farin að þynnast?

Þegar stórt er spurt...

Óvæntur fylgihlutur

Væntanlega hafa kaupendur þessarar kerru verið frekar hissa þegar þeir opnuðu kerruna. Ég fann þessa ágætu mynd hjá einum þýskum kerrusala, það fylgdi ekki sölunni hvað kerran kostaði með eða án fylgihlutanna. Fyrir áhugamenn um kerrukaup, þá er þetta síðan sem býður upp á kerrurnar.

Mynd úr kerru


Ingvi Hrafn og nýja stöðin

Töluverða athygli hefur vakið að Ingvi Hrafn er byrjaður að blogga og er að koma með nýja Sjónvarpsstöð. Ég hef sjálfur bloggað um málið, með efasemdir um gang sjóvarpsstöðvarinnar. Það skal þó tekið fram að þetta var fyrst og fremst fjárhagslegar efasemdir um gang hennar. Þeir eru að fara út á ný mið og með tækni sem ég held að of fá viðtæki séu í boði til að auglýsendur muni hoppa með.

Hins vegar sé ég þegar ég les bloggið hans, hversu margir hafa sterkar tilfinningar gegn honum. Ótrúlega margir sem óska honum alls ills. Ég er ekki í þeim hópi, enda fíla ég að hlusta á Hrafnaþingið. Það er líklega spennandi hluti þess að þessi nýja sjónvarpsstöð er að koma fram.

Flott hjá FL Group

Íslenska útrásin hefur verið mjög takmörkuð til Ameríku og þær tilraunir sem ég mann eftir hafa verið frekar misheppnaðar og kostnaðarsamar. Amk. hefur gangurinn ekki verið neitt í líkingu við aðrar útrásartilraunir Íslendinga.

Nú hefur maður kannski ekki fylgst nægjanlega vel með hverju einasta flugfélagi í Bandaríkjunum en þær frettir sem hafa borist hafa verið heldur neikvæðar, í ljós olíuverðs og mikillar samkeppni á þessum mörkuðum.

Fl Group hafa verið mjög útsjónasamir í að finna góð tækifæri, Hannes bjó lengi í bandaríkjunum og er með prófgráðu þaðan, maður gerir því ráð fyrir að hann viti hvað hann er að gera.
mbl.is FL Group kaupir nærri 6% hlut í móðurfélagi American Airlines
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann lifir

Held að það liggi alveg fyrir að hann muni lifa, og það verði Valdemort sem mun láta lífið.

Ég hef lesið fyrstu 3 bækurnar, en síðan hafa þær orðið of þykkar til þess að ég nenni að lesa þær. Ég vil samt endilega lesa þessar bækur áður en ég sé myndirnar, enda skemmtilegra að vera búinn að sjá sjálfur um að matreiða hlutina áður en Hollywood sér um það.

Varðandi seinustu bókina held ég að þetta sé fyrst og fremst sniðugt publicity stönt og ætlað til að halda áfram að vekja athygli á bókunum. Ég held því að það séu nánast engar líkur á að Potter muni falla.
mbl.is Veðjað um andlát Harry Potter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyrnaklóran

Glingur við GSM sem er víst að slá í gegn í Asíu. Margnota eyrklóra, sem ku vera góð gegn eyrnamerg. Eyr klóran

Wiki - flopp

Það verður gaman að fylgjast með þessu en nú þegar eru einhverjir úr hópi wikipedia farnir að þróa næstu útgáfu af wiki sem á að vera með meira af sérfræðingum.

Oft eru svona gaurar "one time wonders", og það sem kemur í kjölfarið vitavonlaust. Ég efast um stórsigra í þessum efnum, frekar en hjá leitarvél Microsoft sem er helst notað að fólki sem kann ekki að breyta úr default heimasíðu á Internet Explorer (eða svo got sem).
mbl.is Stofnandi Wikipedia þróar leitarvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband