Færsluflokkur: Bloggar
28.12.2006 | 23:18
Hneyksli
Það hlýtur að vera frétt til næsta bæjar þegar antisportistinn veit betur. Hvernig má það vera að árið sem allt er að gerast hjá Eið, sé hann ekki valinn íþróttamaður ársins.
Hafi Guðjón Valur gert eitthvað afbragð náði það ekki eyrum antisportistans, ólíkt því hjá Eið.
![]() |
Guðjón Valur íþróttamaður ársins 2006 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.12.2006 | 16:49
Davíð finnur fylkingar
Davíð segir að sinn þingflokkur, þingflokkur sjálfstæðismanna, hafi á hinn bóginn verið nánast algjörlega samstæður. Það voru engar fylkingar að takast á, eins og hafði gjarnan verið í Sjálfstæðisflokknum, segir hann og bætir því við að fljótt hafi tekist að ná flokknum saman, eftir formannsslaginn árið 1991. Það heyrðist aldrei talað um fylkingar meðan ég var þarna, það er aðeins farið að bera á því núna en ég vona að það verði nú ekki lengi.
Þegar Davíð er spurður hvort eitthvað sé til í því, að tvær fylkingar séu nú að takast á innan Sjálfstæðisflokksins svarar hann: Ég heyrði að ungur maður sem ætlar að verða framkvæmdastjóri flokksins, sagði að sitt fyrsta verk yrði að sameina flokkinn fyrir kosningar. Ég veit ekkert um hvað þessi ágæti maður er að tala.
![]() |
Davíð Oddsson: Óskynsamlegt að auka þróunaraðstoð Íslendinga of hratt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2006 | 15:12
Eins og fíll í postulínsbúð
Maður hefði barasta átt að skella sér, maður hefði getað skemmt liðinu enda væri maður eins og fíll í postulínsbúð með bakkana.
Hverngi ætli prófið fari fram?
Tækla ofdrykkjusjúkling, ganga á hristibretti og ýta bakka upp brekku á fullspítti?
Ætli ég sé ekki betur settur í því sem ég geri í dag. Maður þarf ekki einu sinni að taka lyfjapróf til að fá að mæta í vinnuna (eins og þeir í Norðuráli).
![]() |
900 þreyttu inntökupróf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2006 | 08:48
Margrét Eir leiðinlegust
Var að hlusta á hana á Rás 2, en var fljótur að skipta yfir á Útvarps Sögu. Þess má geta að þar var Ingibjörg Sólrún á ferð. Ótrúlegt en satt var ég bara sáttur.
Ekki rugla þessu saman við Mann Ársins en þar styðjum við Árna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2006 | 08:37
Tímaskorturinn ekki bara Norðmanna
Það er hins vegar kannski meira spurning hversu mikið Íslenski karlmenn hafa áhyggjur af því að vera ekki með fjölskyldunni. Þykir það nokkuð karmlmannlegt?
![]() |
Norðmenn hafa mestar áhyggjur af tímaskorti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.12.2006 | 00:29
Mútur
Njú hlýtur almeningsálit í Hafnarfirði að snúast á punktinum, 180° og ekkert minna. Heill geisladiskur í vasann! Auðvitað velja þeir heimamanninn Bó.
Það er gaman að fylgjast með viðbrögðum margra sem líta nánast á þetta sem mútur.
Hvað segði þetta um Hafnfirðinga ef satt væri.
Ætli þessi brandari sé viðeigandi á þessum tímapunkti?:
Kópavogsbúi, Reykjavíkingur og Hafnfirðingur, voru saman í sundi þegar þeir hittu galdramann í lauginni. Galdramaðurinn sagði við þá: Þegar þið stökkvið ofan í laugina og segið eitthvað, þá fyllist laugin af því. Þið megið eiga allt saman ". Fyrst stökk Kópavogsbúinn ofan í laugina og sagði ,,gull". Þá fylltist laugin af gulli.
Svo kom Reykjavíkingurinn og stökk ofan í laugina og sagði ,,demantar". Þá fylltist laugin af demöntum. Svo kom Hafnfirðingurinn og rann á bakkanum og sagði ,,shit" áður en hann datt ofan í laugina.
p.s. Bó er greinilega ekki sá kóngur sem okkur var gefið til kynna fyrir jól, hann á bara álrisa sem aðdáanda eða hvað? Hefði ekki verið nær að gefa honum "álplötu"?
![]() |
Alcan sendir geisladisk á hvert heimili í Hafnarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2006 | 00:09
Gróft blogg
Í dag fékk ég ákúru á mig eftir að hafa birt brandara. Brandarinn var ekki sérstaklega grófur og ekki var sýnd nein nekt, en orðið "tits" kom fyrir í brandaranum. Brandarinn hefði svo sem getað verið jafn fyndinn þótt aðrir líkamshlutar hefðu verið notaðir.
Viðkomandi forðast væntanlega nokkuð mörg blog svo ekki sé talað um hina grófu síðu barnaland. Þessi mynd fannst á svona barnasíðu og leyfi ég mér að birta hana hér, ég vona að fólk haldi ekki að síðan sé að breytast í argasta klám.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2006 | 20:30
Veljum Árna
Nú hefur Árni boðið sig fram í Mann ársins, nú þegar hefur Times valið Árna sem mann ársins og því er það líklega bara formsatriði að velja hann mann ársins á Rás 2.
Veljum Árna sem mann sem mann ársins.
![]() |
Maður ársins valinn á Rás 2 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.12.2006 | 16:55
Uss
Ég vona að þeir sem aki utanvegar fái svipaðar sendingar, það er ljóst að álfar og tröll Íslands eru ekki síður reið þeim fráu sveinum en þessari konu.
![]() |
Óttaðist reiði guðanna og skilaði hraunmolunum aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2006 | 14:01
Varúð - Mynd fyrir nörda
Sem sérlegur nörd býð ég upp á þessa mynd. Aftur sem sem sérlegur nörd, þá eru það tögin sem skipta máli.
Eftir ábendingu Salvarar ákvað ég að setja inn varúðarmerki. Ekki er ætlunin að gabba neina hingað inn, né að skaða blygðurnarkennd. Mér fannst myndin bara nördaleg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)