Færsluflokkur: Bloggar
16.2.2007 | 15:03
Geyspaði hún í alvöru?
Ég á nú ekki til orð yfir þessu, að hún skuli hafa geyspað! Ótrúlegt.
Ég sá einhverstaðar að einhver greiddi 500 dollara fyrir tyggjó frá fræga fólki. Sú manneskja var svo sannarlega engin Paris Hilton.
Hvað ætli tyggjóið hennar myndi kosta?
![]() |
Paris Hilton þreytt á óperudansleik í Vín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2007 | 14:56
Betra seint en aldrei
Það væri áhugavert að heyra af því hvort við ættum orðið okkar eigin póstsafnara.
![]() |
Gamall póstur borinn út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2007 | 14:44
Heilar 15 þúsund krónur
Hann fer sjálfsagt út að borða maðurinn í kvöld og heldur upp á þetta. Reikningurinn fyrir það verða sjálfsagt 20-30 þúsund. Nema að hann panti sér bara pizzu.
![]() |
Ker dæmt til að greiða 15 þúsund krónur í bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2007 | 00:13
Koma bankarnir fram sem móðir Teresa?
Það tók steininn úr þegar Ögmundur talaði um gjafi bankana til lista á menninga á Íslandi og hann sagði að bankarnir kæmu fram sem móðir Teresa. Hvers konar vitleysa er þetta? Hvernig er það slæmt að bankar eru að styðja við bakið á listamönnum?
Ég vona að okkur verði forðað frá því að menn eins og Ögmundur komist til valda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 23:30
Ómar flengdur
Þetta er fyrirsögn á b2 þar sem vísað er á pistil á Andríki. Í pistilinum er vitnað í Þráinn Skarphéðinsson, svæðisleiðsögumann. Þar segir hann um Ómar, sem einn virðist mega njóta nátturunnar.
Það er grátbroslegt að heyra í Ómari Ragnarssyni þessa dagana, nú ætla hann og Andri Snær að friða náttúru Íslands og úthýsa hvers konar atvinnustarfsemi í landinu. Hér á bara að vera óspillt náttúra, engir vegir eða mannvirki og fólkið í landinu á að lifa á náttúrufegurðinni og öræfaþögninni einni saman. Þessi sami Ómar stundaði ólöglegt lágflug yfir Vesturöræfum, Snæfells- og Brúaröræfum síðastliðið sumar, eins og oft áður. Það virðast engin lög ná yfir atferli þessa manns, ég varð oft vitni að þessu lágflugi Ómars yfir Hafrahvammagljúfri síðast liðið sumar, hann kom ítrekað í lágflugi aftan að fólki sem stóð á barmi gljúfursins og það var ekki honum að þakka að enginn missti fótanna. Þegar kvartað var við flugturninn í Reykjavík skelltu þeir á þegar þeir heyrðu hver flugmaðurinn var, Ómar má brjóta öll lög og allar reglur. Þessi sami Ómar er svo að blása sig út í sjónvarpsviðtali í dag (6. febrúar) að það megi ekki rjúfa öræfakyrrðina, hún er svo dýrmæt, en ekki heyrðist mannsins mál fyrir flugvélagný við Hafrahvammagljúfur í sumar og ferðafólk starði skelfingu lostið á hrægamminn sem ógnaði öryggi þeirra. Ég ber ekki mikla virðingu fyrir þeim sem boða eitt en framkvæma annað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 21:41
Krónikan
Ég er ekki sannfærður um að blaði muni ná að komast á kopinn, það er einfaldlega nægjanlegt framboð þessa dagana en ég held að fólk sé ekki að leita að svona blaði.
Egill bendir á að Helgarpósturinn hafi aldrei náð að gagna, hins vegar er var það nánast á tímum Gutenbergs og félaga. Prentun hefur auk þess lækkað gríðarlega á undanförnum árum með tæknivæðingu.
Þetta á auðvitað allt eftir að koma í ljós.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 21:30
Hversu mikið klúður?
Hversu mikið klúður er að ná ekki að yfirheyra manninn? Ég heyrði að hann hefði verið búinn að yfirheyra Jón Ásgeir í 4 daga og þetta væri líklega í fyrsta skipti sem þetta gerist á Íslandi að yfiheyrsla er stöðvuð.
![]() |
Settur saksóknari náði ekki að ljúka yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 21:23
Hresst þing
Ég get heldur ekki séð hvernig Hótel eigi að fara að neita þessu fólki að halda þingið sitt, svo lengi sem þau fara að landslögum. Það er ekki eins og þeir ætli að vera með einhverjar kvensur á fundinum eða stunda eitthvða ólöglegt.
Afhverju væri það svo meira ólöglegt þetta klám en það klám sem finnst á súlustöðum borgarinnar?
Um leið og ég segi þetta segi ég líka að ég hef aldrei nokkurntíma stigið fæti inn á svona staði.
![]() |
Klámþing verður haldið hér á landi í næsta mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 13:23
Fyndin framsetning
Með þessari fyrirsögn og inngangi má skilja að það eigi að styrkja alla dúxa landsins, en svo er alls ekki heldu er verið að styrkja þá sem fara í Háskólann í Reykjavík.
![]() |
Landsbankinn og HR styðja við bakið á dúxum landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.2.2007 | 12:19
Sterk staða Íslenska Ríkisins
Maður veit aldrei, spádómarnir gætu ræst. Það er auðvitað spurning með vorið.
Hinn 14. febrúar staðfesti matsfyrirtækið Moody´s Investors Service lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í reglubundnu mati sínu (e. credit opinion). Staðfestar voru einkunnirnar Aaa fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum og P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur eru stöðugar.
![]() |
Moody's staðfestir lánshæfismat ríkissjóðs Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)