Færsluflokkur: Bloggar

Fimm milljónir á hvern Íslending

Það er áhugavert að hugsa til þess að lífeyrissjóður Íslendinga standi fyrir 5 milljónum á mann. Þetta er ekki síður áhugavert í samanburði við það að Norðmenn eiga 4 milljónir á mann í sínum fræga digra sjóði olíusjóðnum, sem svo oft hefur verið rætt um, sem óendalegan djúpur vasi.

Staðan hefur svo abatnað verulega á þessu ári, miðað við þetta. Eignirnar hafa vaxið um heil 800 þúsund á einu ári, sem hlýtur að teljast góður vöxtur.
Hreinar eignir lífeyrissjóðanna námu 1.496 milljörðum króna í árslok samkvæmt efnahagsyfirliti lífeyrissjóða sem Seðlabankinn birtir. Jukust þær um 277 milljarða á milli ára eða um 22,8 prósent.

Í Morgunkorni Glitnis er bent á að væri eignum lífeyrissjóðanna skipt upp á milli landsmanna fengi hvert mannsbarn um 4,9 milljónir króna að meðaltali í sinn hlut. Á árinu 2006 jukust eignir hvers og eins því um 800 hundruð þúsund krónur að meðaltali.

Til samanburðar benda Glitnismenn á að hver Norð-maður eigi sem svarar 3,9 milljónum króna í norska ríkislífeyris-sjóðnum, sem áður kallaðist Olíusjóðurinn.

Innlendar eignir voru 1.033 milljarðar króna og jukust um 17,2 prósent. Erlendar eignir hækkuðu mun meira, þær voru komnar í 443 milljarða sem er um 48 prósenta aukning frá árslokum 2005. Hækkun erlendu eignanna skýrist annars vegar af lækkun á gengi íslensku krónunnar og hins vegar af hækkun á erlendum hlutabréfamörkuðum í fyrra.

Síðasti mánuður ársins var góður fyrir lífeyrissjóðina en þá jukust eignir þeirra um 57,4 milljarða á milli mánaða.

Frá árslokum 2004 hafa eignir lífeyrissjóðanna aukist um 500 milljarða króna, eða um helming. Miðað hversu árið hefur farið vel af stað á hlutabréfamörkuðum má búast við góðri ávöxtun á þessu ári.

Nokkrir frægir reikningar

Það er nokkuð skemmtileg pæling að þetta sé frægasti reikningurinn, líklega er það rétt. Reikningar eiga það sem svo ekki til, svona einir og sér að gerast frægir.

Svona rétt snöggvast man ég eftir tveimur reikningasögum, önnur er af flugturninum á Akureyri, þar stóð víst 1. stk flugturn, x milljónir. Hinn er svo reikingurinn hjá píparanum, sem vann fyrir lækninn. Lækirinn greiddi píparanum svart, en taldi svo fram vinnu píparans. Þegar skatturinn fór svo í bókhald lækisins, sáu þeir að það vantaði reikning frá píparanum og gerðu ráð fyrir svartri vinnu. Þegar skatturinn hafði svo samband við píparann, þakkaði hann þeim pent fyrir sig, hann hefði einfaldlega gleymt að skrifa reikning og sendi lækninum reikning.

Ég ábyrgist hvoruga sögnuna, en datt þetta bara í hug þegar minnst var á reikninga.
mbl.is Frægasti reikningurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leið Margrétar og Félaga til Valda

Var að lesa algjöran snilldar pistil á Flugufætinum á Deiglunn. Leið Margrétar og Félaga til Valda. Mæli með þessu en eins og segir í textanum við Flugfótinn, þá er ekki er flugufótur fyrir flestu því sem fram kemur í Flugufætinum.

Ég held að þetta sé nokkuð hressari lesning en hjá Dofra á bloggi Hux. Það virðist vera ofboðslega lítið að gera í verkefastjórnuninni, eða hvaða titil hann ber hjá Samfylkingunni.

Fulli gaurinn í Kastljósi

Var að horfa á Kastljósið þar sem Andri Freyr mætti aftur eftir að hafa keyrt fullur í herminum í gær.

Held að þetta hafi verið PR - Múv ársins, eða svo gott sem, það hefur nú ekki farið fram hjá neinum "Fulligaurinn í Kastljósinu". Ég hafði amk. aldrei séð manninn á bakvið röddina, hjá Freysa eða Capone.

Nú veit þjóðin hver maðurinn er.

Fann svo áhugaverða lýsingu hér:
Reyðfirðingurinn knái Andri Freyr Viðarsson er, þrátt fyrir sláandi ungan aldur, einn af reyndari útvarpsmönnum landsins. Hann byrjaði með þáttinn Karate árið 1998 og hefur verið kenndur við útvarp æ síðan, þrátt fyrir nokkur stutt stopp á Domino´s pizza, Íslandspósti, Ferskum kjúklingum og öðrum vinnustöðum. Andri sökkti sér af fullum krafti í útvarpið aftur árið 2002 þegar hann leysti af þá félaga Sigurjón Kjartansson og Dr. Gunna, sem voru með þáttinn Zombie á sínum tíma. Þar varð til hinn goðsagnarkenndi Freysi, sem þótti algjör bylting í íslensku útvarpi og tókst honum heldur betur að hræra í samfélaginu með alls kyns sprelli og gamanmálum sem stundum þóttu fara vel yfir strikið. Þátturinn Freysi var í loftinu í u.þ.b. þrjú ár og rann sitt skeið í byrjun árs 2005. Andri lagði Freysa-nafnið á hilluna um leið og hann hóf störf á x-fm og morgunþátturinn Capone hóf göngu sína. Þar fer Andri Freyr á kostum alla virka morgna milli kl. 7 og 10 ásamt félaga sínum og æskuvini Búa Bendtsen. Andri er einnig mikill músikant og gerði hann garðinn frægan með hljómsveitum eins og Bisund, Fidel, og Prozac, sem reif nú mörg þökin af reyðfirskum skemmtistöðum á árum áður

Nafnlaus blogg

Það virðist komin einhver týska að koma með nafnlaus blogg, út af hinum ýmsumálefnum. Allt frá hina fræga orði götunnar, sem dó þegar Andrés Jónsson fékk sér vinnu eða hvað? Það var hins vegar allt hið dulafylsta mál og reynt að ala á dulúðinni.

Ég skil ekki afhverju menn þurfa að skammast sín fyrir skoðanir sínar á þennan hátt.

Tilraunir með örbylgjuofna

Ég sá Kastljósið í kvöld, þar sem fólki var kennt að gera tilraunir með örbylgju ofna. Ég geri ráð fyrir að fjölmargir heimilisfeður séu að framkvæma eitthvað af þessu tilraunum, vonandi springa ekki of margir örbylgjuofnar eftir að ljósaperan var skilin of lengi inn í ofninum.

Eða eins og þeir í Kastljóstinu myndu segja:Bara muna eftir vatnsglasinu.

Fyrir áhugamenn um örbylgjuofna og sprengingar eru hérna tvö myndbönd sem vonandi svala þörfinni.

Jón Ásgeir í RÚV

Tók eftir því að Jón Ásgeir, reyndar Sigurðsson, er að fara í stjórn RÚV. Við fyrsta lestur hélt ég að þarna væri enginn annar en Jón Ásgeir Jóhannesson á ferðinni.
mbl.is Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. kjörin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyslugrannir Eyjamenn

Heldur þykir mér Eyjamenn vera neyslugrannir, verðið fyrir mann og bíl virðist hækka um 300 krónur per ferð. Ég veit ekki hvað meða Eyjamaðurinn fer oft á milli lands og Eyja en annað hvort er maturinn svona ódýr í Eyjum eða þeir borða lítið.
mbl.is Gjaldskrárhækkun Herjólfs upphefur ávinning af matarskattslækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gekk ég kannski í Frjálslyndaflokkinn??

Það er áhugavert mál í gangi núna á málefnunum, félagi í Frjálslyndaflokknum virðist hafa upplýsingar um það að StebbiFr hafi verið skráður í flokkinn.

Þetta eru greinilega dæmi um þau makalausu vinnubrögð sem fóru fram á þessu þingi, amk. hafi einhver skráð sig á þingið í nafni Stebba og fengið að kjósa.

Það er líka áhugavert að vita til þess hversu opin flokksskráin er, þegar menn geta verið að þefa í henni finna áhugaverð nöfn og skrifa um það á netinu. Þetta er væntanlega eitthvað sem myndi bara gerast hjá Frjálslyndum.

Manni er spurn hvort maður hafi verið þarna líka? Þeir sem hafa tjáð sig um þetta mál, virðast sumir halda að þetta hafi verið vegna þess að Stebbi hafi verið að tjá sig um málefni Frjálslyndra, já og skipta sér af þeim. Ég "skipti mér" nú aldeilis aldeilis af þessu þá líka með því að blogga um þetta eins og Stebbi gerði.

Þetta er kannski einhver aðferð hjá þeim í Frjálslyndaflokknum til að fjölga í sínum röðum? Skrá fólk bara í hann.

Silvía í kynningarátaki.

Þeir mega eiga það sem standa að baki Silvíu að þeir vita hvernig á að standa að kynningarmálum. Fyrst er það þessi samningur, sem í raun engin veit hvað er eða hvort sé raunverulegur, "drotningarviðtöl" í fjölmiðlum og svo heimsóknir til bloggara.

Hvað er betra en að bögga nokkra vinsæla bloggara, sem augljóslega munu blogga um þetta. Með tugiþúsunda lesendur á viku eins og sumir eru með, er einn laugardagur á rúntinum lítil vinna fyrir mikla kynningu.

Það kom mér á óvart hvað þetta var samt lengi að berast í fjölmiðla. Ég átti von á því að svona færi inn á fyrsta degi.

Ég sé að þau hafa heimsótt nokkra framsóknarbloggara, það er spurning hvort Framsókn fái ekki þetta fólk í vinnu...

Hitt er svo annað mál, að ég á seint eftir að kaupa diskinn hennar.
mbl.is Silvía Nótt herjar á bloggara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband