Færsluflokkur: Bloggar

Flott hjá Miði.is

Í morgun skrifaði ég blogg um miðasölukerfi bíóanna en þau ætla að fara að nýta sér þjónustu Midi.is.

Þegar ég les fréttina var eins og eina leiðin til að fá rafræna miðann, væri í gegnum MMS. Nú eru menn eins og ég ekki mjög nútímalegir í símum, og minn er gamli jálkur er t.d. ekki með MMS. Hef amk. aldrei notað mér þann fídus, því fannst mér heldur flókið að nýta sér þetta. Síðar kemur í ljós að þetta er bara ein þjónustan, ég mun geta nýtt mér að prenta út miðann og mæta með mitt útprentaða blað.

Mér finnst flott hjá midi.is að kommentera strax á bloggið og leiðrétta miskilninginn. Þar á bæ eru menn greinilega að fylgjast með umræðunni. Flott hjá þeim.

Annars finnst mér merkilegt að ekkert bíó hérna heima skuli bjóða upp á númeruð sæti. Manni finnst alltaf hálfgerð ómenning í gangi þegar fólk er að ryðjast inn til þess að ná sér í bestu sætin. Úti í Danmörku panta menn sér sæti á netinu eða í miðsölu og fá bara sitt sæti. Svo er hægt að hafa nægan tíma til þess að kaupa sér popp án þess að standa í troðningi.

Hressandi steggjun

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem maður heyrir af svona á sér stað. Heyrði af einum sem tók sig til og labbaði yfir nokkra bíla á laugaveginum, hann þurfti ekki að kæra en hann greiddi fyrir þær skemmdir sem hann olli. Ég heyrði af öðrum sem notaði hveitibrauðsdagana til þess að bíða eftir vísareikningnum, en hann hafði greitt heldur mikið í ákveðna dansmey, nokkrum dögum fyrir giftingu.

Svo hefur maður auðivitað orðið vitni af aðilum bara klæddum í plastpoka, með vodkapela um hálsinn, vafrandi um miðbæinn.

Ég held nú samt að tími þessara ofursteggjanna sé að mestu liðinn. Þetta er amk. ekki mjög spennandi innganga í hjónabandið að þurfa að greiða háar sektir, eða eiga von á lögsóknum eftir tryllt djamm.
mbl.is Steggjunin endaði í fangaklefa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Króníkan

Ég las Krónikuna um helgina og varð fyrir nokkrum vonbrigðum.  Það var fyrst og fremst fyrir efnistökin, ég hélt að það ætti að vera fréttablað með dýpri greiningu á fréttum.  Ég get alveg eins keypt mér Mannlíf eins og að kaupa mér þetta blað.

Ég vil fá slúður, ég vil fá dýpra fréttatengt efni um málefni líðandi stundar.   Hvorugt fannst mér koma fram í þessu fyrsta tölublaði.

Ég vona að þeir endurskoði þetta og næsta útgáfa verði betri.

Spá þulan Ellý Ámansdóttir segir að þetta sé í stjörnumerkinu hjá ritstjóranum. Ég hef aldrei verið trúaður á stjörnumerki.


Gaman að hitta bloggvin

Í gær hitti ég í fyrsta skipti bloggvin minn "In real life", reyndar heilsuðumst við bara en það er gaman að hitta fólki í eigin persónu. Sú umrædda var hlaupkonan og lögfræðineminn Magga Elín.

Of flókið

Ég velti fyrir mér afhverju þeir eru að gera þetta svona flókið, af hverju er ekki hægt að láta fólk prenta þetta út og mæta með miðan útprentaðann?   Menn geta svo valið um að fá þetta í MMS símann sinn ef það er komið nálægt sýningartíma.
mbl.is Bíó: Rafrænir bíómiðar teknir í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáborgarabylting vegna klámstefnu

Pawel Bartoszek skrifar góða grein um klámráðstefnuna á Deigluna. Þessi grein hans Pawel er ansi góð og lýsir mörgu af því sem ég hef sagt hérna um þetta mál. Ótrúlegt hvað það virðist vera mikil populismi í gagni þessa dagana um þetta.

Smáborgarabylting vegna klámstefnu

X Factor

Ég horfði á fyrstu þættina af X Factor vegna þess að vinkoma mín, Ásdís Rósa, var í þáttunum. Þrátt fyrir að hafa eytt nokkrum fjölda af SMS til að styðja við hana, breytti það engu um að hún datt út.

Nú berndir Atli Fannar á að það séu skilmálar sem keppendur skrifa undir að Stöð 2 megi fitla við þessi úrslit. Í athugasemdum er bent á að þetta sé neyðarúrræði. Hvað ætli þurfi að koma fyrir til þess að þeir breyti úrslitum símakosninga? Ég sé ekki alveg hvaða ástæður séu uppi til þess að þurfi að grípa til þess ráðs.

Fyrst ég er farinn að tjá mig um X factor, þá held ég að kynnirinn geti ekki mögulega verið verri! Þeir hefðu fengið betri kynningu með því að fá Lalla Johns í hlutverkið. Allir brandararnir eru misheppnaðir.

Nýtt útlit á Deiglunni

Í kvöld var opnað nýtt útlit á Deiglunni, nýja útlitið er mjög flott.

Ólíkt mörgum vefritum er öll vinna unnin innan þess og í sjálfboðavinnu. Það er ótrúlegur styrkur að hafa yfir að ráða svona góðu tækni og hönnunarfólki að hægt sé að gera þetta.

Að þessu sinni átti ég ekkert í þessu og kom bara að þessu í kvöld eins og aðrir pennar og sá útlitið. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með þetta nýja útlit.

Svo eru nýir þættir komnir inn, Deiglumolarnir eru farnir út en í staðin er kominn liður sem heitir kýrhausinn.

Kíkið endilega á nýja útlitið.

Nýárið truflar

Um leið og maður fagnar nýja árinu fyrir hönd Kínverja, er þetta truflandi fyrir þá sem eru að stunda viðskipti við Kína, amk. gerði ég ekki ráð fyrir 2 vikna fríi.

Ég er alla vegna búinn að læra á þetta núna og verða pantanir mínar á næsta ári miðaðar við þetta.
mbl.is Ár svínsins runnið upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggarar vinna

Mogginn fagnaði miklum sigri í gær, en ég held að það sér réttara að bloggarar hafi sigrað :) Bæði Árni Torfa og svo Davíð Logi fengu verðlaun.
mbl.is Davíð Logi fær tvær viðurkenningar fyrir umfjöllun um Guantanamo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband