Færsluflokkur: Bloggar

Ekkert grín

Ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með það hvernig moggamenn eru að taka á þessu klúðri. Þetta er umþb eins stórt og hægt er að verða. Notendur nota sömu lykilorð víða, ég get t.d. upplýst að ég nota passwordið sem ég var með hérna á öðrum stöðum. Í frétt á vísi mátti lesa að þetta væri bara hjá sumum notendum: Starfsmaður mbl bloggsins sagði í samtali við Vísi að lykilorðin hefðu birst á meðan verið var að uppfæra hugbúnað á netþjónum bloggþjónustunnar. Lykilorðið var að finna neðst á síðum notenda. Hann sagði einnig að þetta hefði ekki komið fyrir hjá öllum notendum og að þeim notendum sem þetta kom fyrir hjá hefði verið bent á að breyta lykilorði sínu hið fyrsta. Hins vegar var greinilega keyrt skripta og öllum passwordum notenda breytt, notendur voru ekkert beðnir eða bent á að breyta lykilorðum sínum. Ég sé það að á blogginu sem kerfisstjórar halda úti, að þetta sé ekki dulkóðað vegna þess að þá er ekki hægt að senda notendum sitt eigið password. Aðrir vefir leysa þeta með því að senda nýtt password, alveg það sama og moginn gerði í dag! Það er því með öllu óskiljanlegt afhverju mogginn er að geyma þessi password ódulkóðuð. Hverjir geta svo lesið þetta password?
mbl.is Lykilorð sýnileg á blog.is fyrir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djíbútímenn og orkumálin

Fylgdist í fyrradag með Djíbútímönnum í fylgd lögreglu fara upp í Orkuveitu. Það má segja að þessi fyrirtæki hafi náð ótrúlegum árangri. Þá rifjaðist upp fyrir mér hvað Íslendingar eru að gera góða hluti í orkumálum, það er ekki bara þessi eina litla þjóð sem svo fáir hafa heyrt um, við erum að taka þátt í mun fleiri verkefnum.

Við erum svo að kenna í jarðvarmaskóla Sameiuðuþjóðanna, og hér er földi manns á hverju ári að læra af Íslendingum. Ég sit núna tíma með góðum hóp úr þessum skóla og eru þau öll "top of there class", í þeirri eftirsóttu stöðu að fá að koma hingað til lands.

Íslensku útrásar fyrirtækin eru að gera mjög góða hluti og eru eftirsótt. Má nefna dæmi eins og Enex, sem er að reisa virkjanir um allan heim og nú seinast í Kína. Svo eysir green Engergy, og Hydro kraft.

Þetta eru bara nokkur af þeim verkefnum sem ég veit um, ég hef frétt af öðrum þar sem Íslendingar hafa verið að vinna að því að bæta vatnsaflvirkjanir á erlendri grundu, þannig að nýtni þeirra eykst.

Í öllum þessum verkefnum eru Íslendingar að vinna að umhverfisvænum orkumálu, það er alltaf verið að mála eitthvað svartnætti í orkumálum Íslendinga, hversu miklir umhverfissóðar við séum. Við erum nú ekki meiri sóðar en það að þekking okkar er eftirsótt víða um heim, í þeim tilgangi að bæta umgengni við náttúrúna.


Báru ekki ábyrgð, rukkuðu ekki en selja núna dót

Manni finnst það nokkuð skondið að þessi rakarastofa segist ekkert hafa rukkað meðal annars því hún vildi ekki bera ábyrgð á þessu, en núna er hún farin að selja dót vegna rakstursins meðal annars hárin, rakvélina, kveikjara og bjórdós.

Hérna er hægt að bjóða í lokk, ég veit ekki hvort þetta er raunverulega orginal lokkur, en verðmæti hársins er sagt vera 1 milljón dollarar. Tja.... ef þessi hágreiðslustofa fær ekki ágætlega greitt fyrir klippinguna þá veit ég ekki hvað.

Sjálfu hef ég ekki í huga að bjóða í þennan lokk.
mbl.is Varað við sviknum hárlengingum af Spears
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldarumræða

Ótrúlega skemmtileg umræða sem er þarna í gangi.  Það er auðvitað aðalatriði hvort hérna sé mús eða kartafla.  

Mér finnst hann hafa verið snöggur til, með ástæðu á reiðum höndum.  Hressar þessar kartöflur.   Mæli með þessu í sýning, þetta er sýnt í 55:56 í þessu myndbandi.

 


mbl.is Kartöflumús í Bónus?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu tímabært

Það er löngu tímabært að Ísland fái nýja tengdason, það er orðið ansi langt síðan við fengum alvöru tengdason.  Þetta hafa bara verið einhver fling. 

Það er eiginlega orðið svo langt síðan seinasti alvöru tengdasonur Íslands var á ferðinni að Jerry Seinfeld kemur í hugann.  Hefur ekki allt annað verið bara svona "one night stand" í boði Flugleiða?


mbl.is The Sun fjallar um Jude og Höllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðkennislykillinn góði

Ég velti fyrir mér hvernig það má vera að auðkennislykillinn sé uppseldur á Íslandi, vel skilgreint verkefni, fjöldinn vel þekktur og undirbúningstími langur. Þess vegna er mjög undarlegt að það hafi ekki verið löngu til sá fjöldi sem þurfti.

Hitt er svo annað mál að þessir lyklar eru algjört drasl. Þetta hangir á lyklakippunni hjá manni, sem verður fyrir hinum ýmsu höggum. Nú þegar er einn lykill ónýtur hjá mér. Það á eftir að koma í ljós hvað ég þarf að bíða lengi eftir nýjum, eða hvort heimabankinn minn sé bara læstur á meðan.

Ég hef gert ýmsra tilraunir með þetta undanfarið, en það virðist þurfa að ýta ansi oft á takann til þess að læsa mann úti, random númerið virkaði þó ekki og að lokum þá virkaði ekki að nota annan lykil. Þannig að eitthvað vit virðist vera í þessu.

Kostar ekkert að menga?

Hvað á fólk við að það kosti ekkert að menga? Er það svo að það kostar jafn mikið að aka um á Ford F-350 eða Austin Mini? Hefur það eitthvað breytt eða er meiri hluti verðs á elsneyti í raun skattar á vegum ríkisins, er þar með ekki verið að rukka menn fyrir að menga. Fáir mengandi hlutir eru jafn mikið skattlagðir og eldsneyti. Annar kostnaður við rekstur bifreiðar er nánast hverfandi miðað við áfengiskostnaðinn.

Athygli skal vakin á að það var bara verið að ræða um rekstrarkostnað, innkaups verð er annað mál. Þar eru örugglega tækifæri til að lækka gjöld og álögur á bifreiðar.

Umfjöllun um kynlífsráðstefnuna

Egill Helgason skrifaði mjög áhugaverðan pistil um klámráðsetefnuna.  Hvernig verið er að bendla þetta fólk við barnaklám, án þess að fyrir því liggi nokkuð annað en það að skapa viðbjóð hjá fólki, hitt hvernig sumir tala um að loka eigi landinu.  Hvernig er hægt að taka mark á svona fólki, þegar það er að tala um málefni sem venjulegt fólk er sammála? Má búast við því að allur málflutningur þeirra sé litaður á þennan hátt? 

Ég las svo á Bloggi Rósu Erlingsdóttur í dag, eftirfarandi:


Auðvitað fór það svo að tæknilega er ekki hægt að stoppa ráðstefnu klámhunda á Íslandi. Ekki má ganga gegn helstu rökum frjálshyggjunnar um frelsi einstaklingsins og hefta för klámframleiðenda þó þeir hafi játað á sig lögbrot í fréttum Ríkisútvarpsins.
Ætli víkingasveitin verði send að njósna þegar farið verður á skíði á afvikna staði? Verður fróðlegt að fylgjast með hvernig og hvenær verði gripið til aðgerða ef einhver grunur leikur á lögbrotum.

Er nú svo hægt að fara að um bæinn að handtaka fólk út af einhverju sem það hefur hugsanlega ætlað að gera? Það er hangið á þessu eina hálmstrái, til þess að gera þetta all voðalega tortryggilegt.

Á nú að fara að ráðast inn í svefnherbergi hjá fólki í leit að myndavélum?  Það er vel þekkt að af einhverjum ástæðum sem ég skil ekki tekur sumt fólk myndir af sér stunda kynlíf, hérna er um hreint klám á ferðinni samkvæmt þessu. Og  hvað með það þótt að það verði ákveðið að taka mynd af nöktu fólki í einhverjum afviknum dal, hvern sakar það?

Svo var nú merkilegt að lesa á sama bloggi rétt á eftir hvernig Steingrímur J, var máluð sem einhver karlremba. Sem höfundur skrifaði reyndar ekki sjálf sagði að væri eins og mælt úr hennar munni. Skildu aðrir femínista úr VG kvitta upp á þetta?



Guð almáttugur bjarga okkur frá Össuri

Var að lesa bloggið hans Össurar þar vill hann breyta lögum um gjaldþrotaskitpi, þannig að kröfur á hendur þeim, sem sætir gjaldþroti, falli niður við lok skipta, ef ekki fæst fullnusta þeirra við gjaldþrotaskiptin.

Undir lokin segir hann:

Þessu ætla ég semsagt að breyta þegar mínir menn fara í ríkisstjórn – og guð forði bönkunum frá því að gera annaðhvort mig eða Jóhönnu Sigurðardóttur að arftaka Árna Matt.

Guðmundur Magnússon fyrrum bloggari var fljótur til og svarar:

Megi Guð almáttugur bjarga okkur öllum frá því,ekki bara bönkunum.

Þetta er auðvitað mjög fyndið hjá Guðmundi, en samt nokkur sannleikur til í þessu hjá honum. Án þess að ég sé nokkuð að blanda Guði inn í þetta finnst mér ekki spennandi að hugsa til þess að annað hvort Jóhanna eða Össur verði fjármálaráðherrar.

Það er samt gott að vita hverjir eru fjármálaráðherraefni þeirra. Ég tek undir með Össuri að það veiti ekki af því að breyta þessum, ef hann verði fjármálaráðherra.

Samfylkingin hlýtur að ráða yfir betri fjármálaráðherraefnum en þessum tveimur.

Hið eina rétta

Auðvitað getum við ekki stöðvað ferðalög fólksins hingað til lands, hins vegar geta menn tekið á því ef þetta fólk fer að brjóta einhver lög.

Við getum ekki takmarkað ferðir fólks bara af því við höldum að það ætli að gera eitthvað ólöglegt.

Þetta er mun eðlilegri afstaða heldur en margra annarra sem hafa lagt til að landinu verði lokað, í einhverjum popúlisma.


mbl.is Ekki hægt að hefta för klámframleiðenda hingað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband