Færsluflokkur: Bloggar

Kastljósið

Það var gaman að sjá hvern frambjóðenda Framsóknarflokksins á fætur öðrum koma fram með þægilegar spurningar og skot á andstæðinganga. Það má auðvitað deila um gang slíkra spurninga, sérstaklega þegar menn eru kynntir inn sem frambjóðendur.

Heppinn ráðherra

Ráðherrar ferðast mikið og eru á ferðalögum landshornanna á milli. Þeir eru því svo sannarlega í áhættuhópi fyrir svona slysum, eins og sagan sýnir.  Það er mikið lán að Einar sé ekki meira slasðaur en raun ber vitni.
mbl.is Ráðherrann slapp ómeiddur úr bílveltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blogggáttin er snilld

GulliKr kommentar hér fyrir neðan á færslu hjá mér um moggabloggið og notar tækifærið og minnist á blogggáttina.

Ég nota blogggáttina oft á dag, algjör snilld.

Af hverju í veröldinni?

Afhverju í veröldinni ætti að gefa manninum upp sakir? Maðurinn er látinn fyrir mörgum árum, væntanlega hafa dómstólar meira og betra við sinn tíma en að eltast við gamlar syndir.

Tímarnir breytast og þetta var bara það tíðarfar sem var í gangi á þessum tíma. Ég efast um að minning Jims hafi skaðast af þessu.
mbl.is Vill að Jim Morrison verði gefnar upp sakir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tippa á nafnið Bílanaust

Það er mjög skiljanlegt að fyrirtækið ákveði að láta af þessu nafni miða við 50 milljónir á ári í kostnað. Haldi þeir sömu samningum þegar kemur að innkaupum, ætti þetta að vera aðgerð sem er fljót að borga sig. Ég get ekki séð að ég versli frekar hjá bílkó, olíulindinni eða bílanaust.

Ég held reyndar að þeir ættu að setja bílanaust nafnið á allan flotan, ég væri ekkert hissa þótt að þeir myndu gera það. Þetta er þekkt nafn og því ekki þörf á að kynna nafnið.
mbl.is Esso-merkið kostar fimmtíu milljónir á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú fyrst verður fjör í dallinum

Þetta hljóta að vera gleðifréttir fyrir áhugamenn um þjóðhátíð. Hægt að hanga á barnum alla leiðina og vera orðinn vel ölvaður þegar til Eyja er komið.

Ég er hissa að það skuli ekki fyrir löngu vera búið að útvega þetta leyfi um borð í ferjuna. Það gæti farið svo að það færi að verða hagnaður af bátnum.
mbl.is Sótt um áfengisleyfi um borð í Herjólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að blogga fyrir bæði lið

Nú hef ég bloggað í um 5 mánuði á blog.is og hef allan tíman verið einn virkasti bloggarinn.  Ég hef alltaf haft áhuga á bloggi en verið með blogg meira og minna síðan 1998.   Maður ætti auðvitað fyrir löngu að vera kominn í hóp valinna bloggara.  Maður hefur ekki enn komist á náðina hjá þeim sem það ákveða.

Ég hef verið að fylgjast með blogginu á vísi.is, ég stofnaði um daginn blogg þar og fór að prufa mig áfram,  fyrst og fremst til að bera saman kerfin.  Ég tók eftir því að það eru ótrúlega margir sem eru að blogga á báðum stöðum.  Þetta á sérstaklega við up pólitíkusa sem virðast vera að birta sömu færslurnar á báðum bloggunum sínum. Væntanlega í von um meiri lestur.   Hins vegar er óvíst að það borgi sig, þar sem líklega eru heimsóknir á vísisbloggið svo fáar.

Könnun mín á vísisblogginu bendir til að blogga um frétt virki alls ekki. Það er annars varla tilviljun að það er ekki einu sinni bloggað um vinsælustu fréttirnar á vísi.is? Ég var að skoða nokkrar fréttir áðan og það er hvergi bloggað um frétt. Það þýðir að lesendur vísisbloggsins njóta lítils góðs af því að vera þar, fremur en hverju öðru ókeypis bloggi.

Það er samt sniðugur fídus á vísis blogginu, að þar er listi yfir alla bloggara í stafrófsröð. Þar er einnig að finna lista með 50 vinsælustu bloggurunum. Fyrst ætlaði ég að kvarta undna því hversu lítill sá listi er, en miðað við heimsóknir á listanum bendir fátt til þess að það sé nauðsynlegt.

Það sem báðum bloggkerfunum vatnar er að bjóða upp á lista sem er nokkuð langur yfir ný uppfærð blogg. Mogginn birtir á nokkrum stöðum umþb. 10 nýuppfærð blogg en maður ætti að geta valið sjálfur 50, 100, eða 400 eins og þeir bjóða upp á með vinsæl blogg. 


Spindoktorar á ferð

Dofri Hermansson er á góðri leið með að verða einn helsti spindoktor Samfylkingarinnar. Hann er amk. að æfa sig. Alveg frábært dæmi um hvernig Dofri reynir að snúa hlutunum á hvolf eins og þegar hann hann skrifar um óvinsældir Ingibjargar:
Umræðan var opnuð á vinsældarkönnun Capacent og enn undirstrikað að Ingibjörg Sólrún er sá stjórnmálamaður sem Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur óttast mest. 81% Sjálfstæðismanna og 62% Framsóknarmanna. Trúlega full ástæða til.
Svona menn gætu reynt að segja fólki að heitt sé kallt, og nótt sé dagur. Það er allt í einu mjög gott að Ingibjörg sé óvinsæl. Þetta sýni bara hvernig fólk óttast hana. Talandi um að finna alltaf björtu hliðarnar!

Við hljótum að heyra bráðum afhverju Samfylkingin er með svona lítið fylgi. Það er örugglega til einhver góð ástæða fyrir því.

Gott hjá honum að biðjast afsökunar

Mér fannst það mjög gott hjá honum að biðjast afsökunar, þó svo að hann hafi notað Ísland sem dæmi þá var þetta mjög skýrt dæmi hjá honum. Hann hefur væntanlega verið tilbúinn með ræðuna enda nokkuð ljóst að hann myndi fá eitthvað svona yfir sit.
mbl.is Biður þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert sérstaklega fyndinn

Ég sá þennan gaur þegar hann komst í úrslitin og fannst hann hreint ekkert fyndin. Hann var ekki með fyndið atriði en dómurinn fór þannig fram að hann eftir atriðið stóðu allir og þá var klappið mælt. Þarna fór drengurinn fyrst að blómstra og gerði ýmiskonar dansatriði til að heilla fjöldann.

Það breytti því ekki að sjálft atriðið var ófyndið.
mbl.is Þórhallur fyndnastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband