Spindoktorar á ferð

Dofri Hermansson er á góðri leið með að verða einn helsti spindoktor Samfylkingarinnar. Hann er amk. að æfa sig. Alveg frábært dæmi um hvernig Dofri reynir að snúa hlutunum á hvolf eins og þegar hann hann skrifar um óvinsældir Ingibjargar:
Umræðan var opnuð á vinsældarkönnun Capacent og enn undirstrikað að Ingibjörg Sólrún er sá stjórnmálamaður sem Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur óttast mest. 81% Sjálfstæðismanna og 62% Framsóknarmanna. Trúlega full ástæða til.
Svona menn gætu reynt að segja fólki að heitt sé kallt, og nótt sé dagur. Það er allt í einu mjög gott að Ingibjörg sé óvinsæl. Þetta sýni bara hvernig fólk óttast hana. Talandi um að finna alltaf björtu hliðarnar!

Við hljótum að heyra bráðum afhverju Samfylkingin er með svona lítið fylgi. Það er örugglega til einhver góð ástæða fyrir því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband