Færsluflokkur: Bloggar

Hvar eru aldraðir og öryrkjar

Aldraðir og öryrkjar eru með sitt framboð en sjónvarpið virðist hafa sleppt að boða þau. Við eigum örugglega eftir að heyra eitthvað um þetta.

Ekki það að ég er ekki hissa að stjórnendur sjónvarpsins hafa ekki áhuga á fá þau inn.

Iceland Express birtir verð án skatta

Flugleiðir voru grillaðir fyrir skemmstu fyrir að birta verð án skatta, þetta var talið lögbrot og samgönguráðuneytið ætlaði í málið.

Samkeppnisaðilinn Iceland Expres hefur kvartað undan óbilgjarnri samkeppni af hálfu Icelandair, nú bregður svo við að þegar Icelandair breytir rétt gerir Iceland Express ekkert og britir enn verðin án skattanna. Þar með eru þeir að rugla neytendur.

Merkilegt að Iceland Express skuli halda áfram að brjóta lög.

Nær væri að segja að hann væri að bjarga

Ég held að bretar séu komnir með upp í kok af bresku konuingsfjölskyldunni, svon a hressleiki sem sýnir að þau eru bara mannleg eru nú líklegri til þess að bjarga heiðrinum. Miðað við hvað Charles þykir ofboðslega leiðinlegur er merkilegt hvað er að rætast úr þessum sonum hans. Bara áfram Villi og Harrý.
mbl.is Harry prins er landi og þjóð „til skammar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóriðjustoppið grafið og gleymt

Hvað kallaði Samfylkingin aftur stefnuna sína? Fagra Ísland var það ekki? Var ekki verið að tala um stóriðju stopp?

Vill einhver segja Jóni Gunnarssyni frá þessu.

Það er kannski ekkert að marka þetta plagg?

Jón Ársæll fyrirgefur fyir hönd þjóðarinnar

Það var ekki leiðinlegt að fylgjast með Jóni Ársæli fyrirgefa Kristjáni Jóhanssyni fyrir hönd þjóðarinnar. Mikið er vald Jóns.

Tilbúin salerni

Í fréttunum í kvöld var greint frá innflutum salernum í Grand Hótel. Tilbúin og bara plögga inn. Það sem kom mest á óvart var ekki að þau hafi verið flutt inn, heldur að það hafi borgað sig að flytja þau inn frá Svíþjóð af öllum löndum. Hefði veðjað á austur Evrópu eða Kína.

Rosaleg offita

Hverngi má það vera að fólk verður svona feitt? Maður hefði haldið að menn væru búnir að leita sér hjálpar fyrir löngu, fara í svona bypass aðgerð eða einhver önnur ráð. Það er varla mikið líf að vera fastur inn í íbúið allt sitt líf vegna offitu.
mbl.is 318 kg konu bjargað af baðherberginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er svona spennandi að gera það í flugvél?

Hef aldrei skilið hvað er svona spennandi við að gera það í flugvél. Ég skil nú ekki einu sinni hvernig tveir einstaklingar komast inn í þessi salerni, hvað gert einhverjar æfingar til þess að njóta ásta. Ég hef flogið með ýmsum flugvélum og minnist svo sem ekki eftir því að þetta hafi verið nein rúmgóð salerni með king size rúmmi.

Hvað þessa konu varðar þá getur svona skyndileg fjölmiðlaumfjöllun auðvitað leitt til þess að fólk lendi í svona, ekki myndi ég amk. vilja lenda í öllum fjölmiðlum landsins með eitthvað svona mál. Það er þá spurning að hafa góða að til að styðja við bakið á manni og hjálpa manni í gegnum hlutina.
mbl.is Ástarfundur í flugvél hafði slæm eftirköst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúðurinn Össur

Össur er ótrúlega hress penni, vandamálið er að það er eins langt og það nær. Hann er bekkjartrúðurinn, sem öllum finnst skemmtilegur en enginn treystir.

Nú á Össur enn einn brandarann þegar talar um að Samfylkingin taki flug. Enn einn brandarinn frá Össuri.

Kemur lítið á óvart

Það kemur lítið á óvart að fólk skuli treysta Geir, enda mjög traustur stjórnmálamaður á ferðinni. Hins vegar vekur meiri spurningar lélegur útkoma Ingibjargar Sólrúnar og það sérstaklega hjá konum.

Þegar á botnin er hvolft er það spurning hverjum þú treystir best og greinilegt að Geir hefur vinninginn.
mbl.is Geir nýtur mestra vinsælda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband