Stjórnarmyndun

Það virðist fátt stoppa það að Ingibjörg og Geir nái saman, miðað við lestur á bloggum Samfó eru menn þar á bænum virkilega að setja sig í stellingar um að fá sína stóla. Viðbrögð VG og Framsóknar sýna líka svo ekki sé um villst að menn eru að sjá fram á stjórnaaðstöðu.

Stjórnarmyndunarviðræður eru merkilegt ferli, framsóknarmenn saka nú sjálfstæðisflokkinn um að hafa verið að makka bak við tjöldin en vissu þó allan tímann af því að slíkt væri í gangi. Jón Sigurðsson hamrar inn hversu mikið fífl hann var á meðan á þessu stóð.

Á hinn bóginn hefur Geir komið fram af miklum heilindum í þessu. Ef hann hefði verið að spila eitthvað spil hefði hann væntanlega beðið með að segja frá því að viðræður stæðu yfir með Samfylkingu. Ef það hefði verið spil, hefði hann látið nokkra klukku tíma líða, sagt þá að hann hefði hringt í Ingibjörgu og að lokum hitt hana um kvöldið. Hins vegar upplýsti hann strax um það, á fundinum að hann hygðist ræða við hana, skellti sér svo í að ræða við hana.

Það kemur heldur ekki á óvart að það væru umræður um að þetta hafi farið fram að hluta fyrir kosningar, en hefði stjórnin fallið og VG og Samfylkingin fengið nægan meirihluta til að fara í stjórn er ekki nokkur vafi að það hefði verið raunin frekar en að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Það eru líka mjög áhugaverðar pælingar með að þessi stjórn verði hægrisinnaðri en sú seinasta, það á auðvitað eftir að koma á daginn. Hvað eru Framsóknarmenn að meina með þessu? Að þeir séu vinstramegin við Samfylkinguna?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha ekki Baugsstjórn

leeds (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 23:03

2 identicon

Ha Baugsstjórn

leeds (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband