Óheppillegt fyrir Samfylkinguna

Það er ekki hægt að segja annað en þetta sé nokkuð óheppilegt fyrir Samfylkinguna, sem var farin af stað með fundarherferð og auglýsingar sem beindust gegn Framsóknarflokknum.

Þetta minnir á mjög ósmekklega herferð sem ungir kratar stóðu fyrir seinasta vor, þar sem þeir lugu upp á Sjálfstæðisflokkinn einhverjum lóðaskandala. Mjög ósmekklegar auglýsingar, á sama tíma og engar hugmyndir komu úr þeim röðum, aðrar en hversu ungir Sjálfstæðismenn væru vondir. Auðvitað að ógleymdri umræðu um að Heimdellingar væru að fela eitthvað með því að setja upp sérstakan kosningavef (í stað frelsi.is). Þetta var á sama tíma og þeir voru sjálfir með nýjan og endurbættan vef pólitik.is, án eldri pistla eða amk. ekki mjög aðgengilegir. Ég vona svo sannarlega að stefnan verði ekki tekin á svona leiðindi í vor hjá neinum framboðunum. Svona skítkast er leiðinlegt.
mbl.is Segja úthlutanir úr Framkvæmdasjóði aldraðra hafi verið samkvæmt lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Það er alveg fáránlegt að tala um að menn hafi verið að fela eitthvað.  Þú veist það sjálfur líka fullvel!  Þú þarft ekki annað en að fara á Archive og finna eldri útgáfur af vefnum.  Menn "fela" ekki neitt, enda höfðu menn ekkert að fela. Menn ákveða hins vegar að fara ómálefnalegu leiðina er alltaf hægt að finna eitthvað ef menn leita vel.  

Man ekki eftir þessum auglýsingum um ESB, enda erum við að tala um sinhvorar kosningarnar.  Þetta voru einstaklega ósmekklegar auglýsingar sem voru í gangi seinasta vor.  Ég vona að enginn fari að standa í þessu núna, hvork HD, UVG eða UJ.
  
Ég veit alveg að þetta var ekki ippon eins og margir Framsóknarbloggararnir hafa verið að segja. Kemur samt óheppilega út fyrir Samfylkinguna.

TómasHa, 27.3.2007 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband