Færsluflokkur: Matur og drykkur

Campri og Samfó

Jón Axel birtir brandara um Samfylkinguna í dag. Brandarinn er svo hljóðandi:

"Veistu hver er munurinn á Campari og Samfylkingunni? Bæði rauð og bitur, en Campari nær samt 21%"

 

Alltaf gaman af svona bröndurum. Væntanlega á þessi eftir að flakka um kaffistofur næstu daga.

Kúrbítur

Ármann bendir á orðið Kúrbítur.
Minnir á dýr eða vélindabakflæði. Ekki langar mig mikið að borða neitt sem heitir þetta.

Mikið er ég sammála Ármanni. Ekki mjög gott orð á mat.

20% fækkun hjá hernum

Ein af þeim jákvæðu fréttum sem birtust í fjölmiðlum nú um jólin er fækkun gesta á hernum, en í ár voru 120 gestir á hernum en í fyrra voru þeir 150.

Herin hefur verið að gera ótrúlega gott starf með því að bjóða hverjum sem er að koma í sínar margréttuðu máltíðir og pakka á eftir.

Ís með dýfu og saurgerlum

Þetta hlýtur að vera fyrirsögn dagsins, en hún er í Blaðinu í dag. Maður fær bara vatn í muninn að heyra þetta. Er að hugsa um að skella mér út í ísbúð og biðja hátt og skýrt um:
Einn ís með dýfu og saurgerlum

Það væri nú gaman að sjá viðbrögðin hjá afgreiðslufólkinu, sem væntanlega myndi henda manni út, ef maður yrði bara ekki hreinlega laminn á staðnum.

Blaðið birtir í dag mikla greinargerð um þetta og birtir nöfn staðanna. Væntanlega á eftir að koma einhver umræða um það að nöfn þessara staða hafi verið birt. Áður höfðu þessar niðurstöður birst en ekki með nöfnun staðanna, þetta að sjálfsögðu skapaði tortryggni allra staða. Nú liggur þetta fyrir og ég og fleiri vitum hvar við eigum að kaupa ísinn okkar.

Pantaðir skartgripir á netinu

Sá auglýsingu á demantur.is, held að það sé ekki málið að kaupa sér skartgripi í gengum netið.

Nú er maður áhugamaður og hefur keypt ýmislegt í gegnum netið en ég held að það sé langt þangað til að maður kaupi nokkra hluti beint í gegnum netið.  

Meðal þess eru föt, maður vill bara geta farið og mátað. Einu undantekningarnar á þessu væri á tegundum sem maður þekkir til. Gæti sjálfsagt keypt mér Levis buxur eins og þær sem ég á, en myndi seint kaupa mér t.d. jakkaföt.

Hitt eru nú skartgripir, þetta er eitthvað svona persónulegt sem maður vill fara á staðinn og skoða og velta fyrir sér.

Auðvitað er ansi margt sem maður myndi aldrei kaupa á netinu, þetta voru nú bara þeir hlutir sem mér datt í hug núna.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband