22.5.2007 | 22:21
Ráðherralið Samfylkingarinnar
Kristján Möller hefur farið mikinn í samgöngumálum, það verður fróðlegt að sjá hvernig hann mun tækla þessi mál. Margar hugmyndir Kristján hafa mér fundist áhersla á aukin ríkisafskipti. Ég heyrði reyndar í Kristján í kvöld, fannst hann hafa nokkuð skýrar hugmyndir og held að hann eigi eftir að verða harðduglegur ráðherra.
Athygli vekur auðvitað að varaformaðurinn hafi ekki fengið ráðherrastól, þetta hljóta að vera vonbrigði fyrir hann. Mér finnst lítil rök að hann eigi að starfa að innan flokksmálum.
Annars kemur ráðherraliðið ekki mikið á óvart, Jóhanna komin á fornar slóðir, Ingibjörg sagði að þau hefðu lagt höfuð áherslu á að fá það ráðuneyti. Það veður gaman að sjá hvaða áherslubreytingar verða þar á bænum.
![]() |
Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2007 | 21:44
Minni breytingar en ég átti vona á
Ég verð að viðurkennar að ég átti von á meiri breytingum, aðalega kannski hrókeringum. Ég veit ekki hvort að Sturla hafi ekki notið sannmælis, hann hefur amk. verið heldur seinheppinn og misskilinn ráðherra. Það kemur því ekki á óvænt að hann sé ekki í ráðherraliðinu.
Nú bíður maður spenntur eftir því að heyra hverjir verða ráðherra Samfylkingarinnar.
Þegar þessu er lokið verður spennandi að sjá hverjir verða ráðnir sem aðstoðarmenn ráðherra, eins og við sjáum er það oft upphafið að pólitískum ferli, en nokkuð hátt hlutfall núverandi þingmanna byrjuðu sem aðstoðarmenn. Fyrst ekki voru meiri hrókeringar vantar tvo ráðherra aðstoðarmenn, bæði Geir og Guðlaugur.
![]() |
Guðlaugur Þór verður heilbrigðisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2007 | 20:02
Setning dagsins
Ingi Hrafn er beinskeittur, það kemur á óvart að hann skuli segja eftirfarandi um fyrverandi yfirmenn. Ég hélt alltaf að hann væri svo mikill moggamaður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2007 | 19:47
Framsókn og DV
Í seinustu borgarstjórnarkosningum tókst Framsókn að bæta við sig fylgi á loka metrunum (miðað við skoðanakannanir), en þá buðu þeir skýra valkosti. Simmi var fenginn til að lesa inn auglýsingar, og þeir buðu ungan sprækan frambjóðanda. Þeir voru með lausnir, það fór ekkert á milli mála hvað þeir ætluðu að gera, t.d. var skýrt varðandi flugvöllinn, varðandi sundabrautina og í fleiri málum. Það var ekki verið að flækja málin. Í alþingiskosningunum 2003, voru þeir líka með skýra kosti. Hvernig sem spilaðist úr þeim málum, voru margir sem vildu fá þessi lán og kusu flokkinn.
Hvað sat eftir núna? Engir skýrir kostir, heldur fyrst og fremst verið að skjóta á aðra (VG) og formaður sem var í sundi. Þeir lentu líka í erfiðum málum rétt fyrir kosningar, það stimplaði inn þá ímynd sem fólk hefur af flokknum sem sérhagsmuna flokki.
Framsóknarmenn þurfa að setjast niður og fara yfir eigin mál. Reyndar mega þeir eiga að þeir eru að koma sprækir inn, t.d. í spuna með Baugsstjórn og svo núna þar sem þeir kalla þessa stjórn frjálshyggjustjórn, þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé að fara í bandalag með flokk sem er lengra til vinstri en Framsóknarflokkinn. Er framsóknarflokkurinn lengra til vinstri en Samfylkingin að þeirra eigin mati?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2007 | 19:27
Flokksráð og flokkstjórn
Ég geri ekki ráð fyrir að þeir hafi breytt nafninu seinustu daga, þrátt fyrir samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.
![]() |
Sjálfstæðismönnum og Samfylkingu kynntur stjórnarsamningurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2007 | 13:02
Óeðlilegt að kynferði ráði hlutunum
Samfylkingin er með þetta í sínum reglum, og því bundin af þessu. Hins vegar er ljóst að þau geta verið að líta fram hjá mjög hæfum karlmönnum.
Sjálfum finnst mér mjög óeðlilegt að vera með svona reglur, sérstaklega á þessu stigi málsins. Af hverju voru þau ekki með þetta bara strax í uppstillingu, eitthvað til að hvetja konur til að taka þátt. Konur komu almennt frekar illa út úr prófkjörum hjá þeim, en núna allt í einu er jafnréttinu hampað. Hefðu þau ekki átt að hafa kerfið þannig að hæfar konur sæktust strax eftir því að komast að fyrst þau ætla að gera þetta á slíkum jafnréttissjónarmiðum?
Fyrir utan það á hæfni mann einfallega að ráð ferð en ekki kynferði. Maður myndi ætla að konum ætti fá í hlut svipuðum fjöldar ráðherrastólum og þær eru í þingflokkunum.
![]() |
Ingibjörg Sólrún: Skipting kynja í ráðherraembættum jöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
21.5.2007 | 22:15
Merkileg yfirlýsing
- Hann ekki að segja af taka ákvörðun þegar stjórnamyndun líkur
- Hann ætlar að segja framsóknarmönnum fyrst frá þessu
![]() |
Fullyrt að Jón Sigurðsson ætli að segja af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2007 | 21:24
Ekki bugast
Það er nú varla neitt skrýtið að menn taki nokkra daga í stjórnarviðræður.
Kannski að menn trúi því raunverulega að þetta hafi verið frágengið fyrir kosningar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 18:25
Lén dagins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2007 | 16:11
Kolviður sniðugur
Bílafyrirtækin hafa gripið boltann og auglýsa nú í gríð og erg að þau selja grænabíla, tiltölulega ódýrt auglýsingartrikk þar sem þeir greiða um 5000 þúsund kall af hverjum bíl og kolefnisjafna hann á í ár. Sjálfsagt væri betra og eðlilegra að fjárfesta hybrid bíl eða virkilega sparneytnum bíl.
Hvað sem er hægt að segja um raunveruleg áhrif þess er loksins komin áhugaverð leið til að styðja við bakið á landvernd á Íslandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)