31.7.2007 | 18:44
Umferðaníðingar sem ljúga
Auðvitað eru menn hissa og reiðir yfir þessu og reyna að þjarka niður verðið. Það er kannski spurning að bílaleigurnar taki sér tak og setji hreinlega einhvern miða í bílinn, þannig að um leið og menn leigja bílinn kemur fram að ef þeir keyra utanvegar tapi þeir tryggingu og hins vegar að ef þeir keyra of hratt geta þeir mist skýrteinið.
Það þarf samt ekkert að vorkenna þessum vesælu útlendingum, þeir vita flestir betur.
31.7.2007 | 17:43
Jákvæðar fréttir
![]() |
Með blaðið og kaffibollann í strætó í haust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2007 | 12:56
Skiptir engu
Piff. 3.1 milljarður.
Er ekki drama drotningin löngu búinn að safna svo miklu í vasann fyrir að mæta í partý og fá greitt, taka þátt í raunveruleika þáttum og svo að ógleymdir sölunni á klámmyndbandinu að hún þarf ekki að hafa áhyggjur af þessum arfi.
Ég veit ekki hvort íslenska bankakerfið hafi gert mann ringlaðann í kollinum en eru 3,1 milljarður mikið. Þetta er nb. í íslenskum krónum. Þetta eru ekki einu sinni laun hjá einum góðum íslenskum bankastjóra þessa dagana.
![]() |
París Hilton gerð arflaus? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2007 | 09:04
Launin þín eru nú til sýnis
Borgar Þór skrifar stutta og hnitmiðaða grein í Fréttablaðið í dag, þar sem hann segir frá því að SUS ætli að setja gestabók hjá skattstjóranum þannig að þeir sem mæta geti skrifað niður nöfnin sín og hverja þeir eru að skoða.
Ég er nokkuð viss um að fáir munu rita nafn sitt í þessa ágætu gestabók, þótt það sé oft handagangur þegar menn koma með stóra lista og fletta upp fjölda manns. Þeir sem berjast fyrir því að þetta fái að vera áfram ættu að geta sætt sig við að þeir sem fara í skattinn geti gert það en að fólk þurfi þó að upplýsa hverja það er að skoða.
Ég er mjög ánægður með þessa nýjung hjá SUS, undanfarið hafa þeir setið um bækurnar en þetta vekur skapar umræðu á annan hátt en yfirsetan eins og undanfarin ár.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.7.2007 | 08:40
Fréttatengingar horfnar
vera en fréttatengingar birtast ekki lengur undir fréttunum. Ég
hef það fyrir satt að margir séu orðnir þreyttir á því að sjá bloggara
blogga um fréttir.
31.7.2007 | 00:20
Myndbandstreymi
Nú þegar ég er komin með snilldartækið frá Símanum, kemur í ljós vandamál. Boxið er fullkomlega digitalt og því er ekki hægt að setja merkið inn á hefbundnakerfi heimilisins. Lausnin sem síminn virðist bjóða upp á er að leiga annan afruglara í þeim herbergjum sem maður vill fá merkið. Fyrir utan það virðist eiginlega eina góða lausnin vera að senda merkið með vidosendi inn í hitt herbergið.
Nú er ég með tölvu við sjónvarpið og fór að velta fyrir mér hvort ekki væri til einhver góður hugbúnaður til að senda merkið inn local-netið. Svo virðist í raunninni ekki vera. Hins vegar fann ég box sem ég er í raun nokkuð hissa á að síminn skuli ekki löngu vera búinn að taka í sína notkum. Þetta er Slingbox. Ég tók eftir því að nokkur fyrirtæki í sambærilegum sporum og síminn eru þegar farin að bjóða upp á þetta. Þetta er sem sagt miklu meiri græjan en að varpa bara merkinu innan hús, eins og dugir fyrir mig amk. heldur geturðu fengið sjónvarpið þitt sent í símann þinn ásamt því að geta stjórnað á hvaða rásir er still, horft á DVD, eða þess vegna Xbox vélina þína. Það myndi augljóslega kosta fót að nota þetta hérna heima.
Þetta er auðvitað algjört overkill miðað við það ssem ég var að leita að. Ef ég sé ekki neina snilld geri ég ráð fyrir að ég muni einfaldlega hafa símadótið frammi og sætta mig við að hafa ekki sjónvarpsmerkið um alla íbúð. Þetta er nú kannski meiri nördaskapur í manni en alvöru þörf fyrir sjónvarpsmerki um alla íbúð.
30.7.2007 | 21:08
Verslunarmannahelgin komin í ljós
Þá er versluarmannahelgin komin í ljós. Tilviljun ræður því að ég verð fer í ansi gott ferðalag um verslunarmannahelgina en þýskir vinir úr JCI buðu mér í heimsókn fyrstu helgina í ágúst. Þangað verður haldið.
Flugsamgöngur buðu ekki upp á annað en að vera þar í um 5 daga, þegar mér bauðst til þess að fara til Ítalíu að skoða verksmiðju eins framleiðanda okkars var ákveðið að fljúga til Milan og keyra þaðan niður til Rómar, en borgin sem við erum að fara í er nokkurn vegin hálfa leið á milli. Við höfum 24 tíma til að fara og skoða og keyra á milli staðan. Ég gerir ráð fyrir að það verði létt verk.
Sem sagt nokkuð spennandi verslunarmannahelgi framundan án hinna íslensku skrýlsláta.
Annars held ég að ansi margir verði erlendis þessa vikuna, miðað við hversu erfitt var að fá far út. Greinilegt að marigr sem kjósa að verja þessari viku erlendis.
30.7.2007 | 12:33
Eftirminnilegur fréttamannafundur
27.7.2007 | 23:52
Á hvaða tíðni
Það er fróðlegt að vita á hvaða tíðni þetta og hvað menn eru að senda út sem er á þessari tíðni. Varla eru menn með sjónvarsútsendingar? Hvað er líka með svo miklum sendistyrk til þess að trufla jafn öflugar sendingar og sjónvarpssendingar.
Væntanlega munu útsendingar þessa búnaðar vera stöðvaðar núna. Varla eru menn að bíða eftir því að signalið tínist.
![]() |
Óleyfilegar útsendingar trufla tíðnisvið Digital Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.7.2007 | 17:58
Nýjasta tískan hjá fræga fólkinu
Það er greinilegt að það er að slá í gegn hjá fræga fólki að keyra undir áhrifum, ég tala nú ekki um að lenda smá stund í fangelsi. Best er auðvitað að fá nokkra daga. 30 dagar var kannski of mikið fyrir greyið og ekki á sig leggjandi en 4 er örugglega fullkomið. Nógu stutt til þess að fjölmiðlar geti sýnt beint frá vistinni og halda umræðunni í gangi.
![]() |
Richie hlýtur fangelsisdóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |