9.8.2007 | 08:31
SMS kynslóðin mætt
Það er greinilegt að irc kynslóðin er mætt, áhugaverðar styttingar.
Hvernig verður þetta þegar SMS kynslóðin mætir á svæðið? Nú þekkir maður þetta slangur ekki, en þegar 4real er komið í notkun þá hlýtur hitt að koma fljótlega.
Annars ætlaði ég að finna lista með algengum syttingum í SMSum til en ég fann það bara ekki á netinu. Það hljóta einhverjir að hafa ekkert betra að gera en að skrá þetta niður. Eða hvað?
![]() |
Ætla að gefa drengnum nafnið Superman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2007 | 20:46
Þekkingarlausi markaðsstjórinn
Mundi bendir á skemmtilega grein í vísi. Fyndið að vera markaðsstjóri, fá svona rosalega gúrkulega frétt og vita svo ekki rassgat afhverju verið var að hafa samband við mann. Þeir eru að kaupa google-adwords auglýsingar.
Það hlýtur einhver algjör strumpur að hafa skrifað þessa frétt og vita ekkert afhverju auglýsingar eru að britast á undarlegum stöðum.
8.8.2007 | 13:30
Skemmilegt ferðalag
Það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið nokkuð öðruvísi en t.d. pólförum eða fjallaklifrurum sem við höfum svo oft fengið að heyra í. Hjá þeim er mestalagi verið að ræða um hversu vel gekk að klífa seinustu 200 metrana, hvað tærnar eru frosar og hvort búið sé að fara úr einum búðum í aðrar.
Þeir fóru þúsundir kílómetra í hvert skipti, virkilega gaman að heyra margt af því sem þeir lentu í, auk þess sem ekki var stöðugt verið í beinu sambandi.
![]() |
Hnattferð vélhjólabræðra senn á enda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2007 | 10:47
Sniðug markaðsetning
Þeir eru duglegir að vekja athygli á sér þessir klámkallar. Löngu orðnir uppiskroppa með málefni til þess að fjalla um hvort sem er. Þannig að eina sem þetta getur gert er að auka vinsældir myndarinnar, sami söguþráður og vanalega bara nýtt nafn á aðlapersónuninni.
Hver er þessi Lidsay annars? Enn ein stjarnar fræg fyrir að vera fræg og stunda hneykslanlegt líferni?
![]() |
Ný klámmynd byggð á ólifnaði Lindsay Lohan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2007 | 09:02
Komin heim
Ég er komin heim eftir þetta fimm daga frí, sem var meira eins og tveggja vikna krús miðað við allt sem á daga mína hefur drifið, ég mun sjálfsagt skrifa eitthvað um það á síðunni.
Hins vegar var alveg örugglega hápunktur ferðarinnar seinasti sólarhringurinn, þar sem keyrt var frá Milan til Rómar, og kvöldverður tekinn á einum fínasta veitingastað Flórens með útsýni yfir eina Davíðsstyttuna og miðbæinn ásamt einhverju fallegastu sólsetu sem maður hefur séð.
Ólíkt því sem gengur og gerist í svona ferðum fékk ég smá lit á andlitið enda var yfir 30 stiga hiti allan tímann. Yfirleitt verð ég bara rauður, en núna er maður útitekin.
2.8.2007 | 00:47
Mannlíf birtir launin mín
Ég er á leiðinni út í nótt, þannig að ég veit ekki hvort ég eigi eftir að sjá tekjublað Mannlífs en nú þegar hef ég fengið ábendingar bæði í athugasemdum hér sem og með SMS skeytum um að ég sé hluti af því blaði. Það er spurning hvort maður reynir að pikka það upp á leiðinni út á flugvöll eða hvort það er í boði yfir höfuð núna. Ég sé það þá þegar ég kem heim eftir um viku.
Það verður gaman að sjá hverjir aðrir eru í þessu blaði, veit ekki hvað ég hef gert til að verðskulda þennan heiður. Líklega er það Eyjan.is sem má hrósa sér þennan heiður frekar en nokkuð annað, en ég veðja að nokkrir eyjubloggarar og topp moggabloggarar séu þarna.
Seint átti ég von á því að sjá sjálfan mig í þessu blaði, og verður það nú væntanlega til að herða enn róðurinn í baráttunni gegn birtingu þessara upplýsinga. Ég hef lengi verið á móti þessu, en mér hefur fundist það vera á milli starfsmanns og vinnuveitanda hvað viðkomandi fær í laun. Mun beittari aðferðir eru til þess að finna skattsvikara enda þekkist það varla að skattsvikarar finnist eftir að einhver hafi snuðrar í álagningaskránum og tilkynnt nágranna sinn. Varðandi launaleyndina má vinna allar þessar upplýsingar upp úr þessum tölum án þess að vera að nafngreina einstaklinga. Ríkið á að safna þessum upplýsingum upp til að leggja á mig skatta, en ekki til að breyta verslunarmannahelginni í Séð og heyrt hátíð, þar sem undir liðnum hver var hvar birtist nú hver græddi hvað og þjóðin smjattar á því.
Sjálfsagt er eina góða við birtingu þessara upplýsinga menn sjá að ég hef ekkert að fela. Ég vakna á morgnana og mæti til vinnu og fæ greidd laun fyrir eins og annað fólk og greiði það til fógetans sem fógetans er.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.8.2007 | 14:48
Áhugaverð samkeppni
Það verður áhugavert að fylgjast með þessu, ég hef heyrt að það sé alltaf sama fólkið ár eftir ár í blaði Frjálsar verslunnar. Fólk hafi jafnvel lent þangað inn eitthver ár eftir að hafa fengið áætlað á sig einhverjar suddalegar tölur og þeir sem skoða þessa lista hafa rekist á viðkomandi. Svo helst fólk þar ávalt inni.
Mannlíf á sjálfsagt eftir að kaupa sér gamla útgáfu af frjálsriverslun. Enda er það sjálfsagt varla vinnandi vegur að koma sér upp slíkum fjölda af fólki á smá tíma.
Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða einstaklingar verða fyrir valinu og hvort blöðunum mun þá bera saman.
![]() |
Samkeppni um tekjublað eftir hátt í 20 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2007 | 12:04
Ótrúlegar upphæðir!
![]() |
Geysir Green kaupir Jarðboranir á 14,3 milljarða króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2007 | 21:09
Alvöru svarti dauði
31.7.2007 | 18:52
Að reykja prentarann
Fyrr má nú vera þessi svakalega prentþörfin ef það er í sambærilegu magni og reykingar. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að það ógeðis ryk sem gusast upp af prentaranum um leið og maður prentar.
Ég hef nú bara keyrt lofthreinsitæki á fullu um leið, þannig að maður eyði jafnóðum þessu ógeðisryki.
Það kæmi heldur ekkert á óvart að þetta svokallaða tölvuryk væri líka krabbameinsvaldandi.
![]() |
Prentarar geta verið skaðlegir heilsu fólks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |