Umferðaníðingar sem ljúga

Það þarf enginn að segja mér að þau umferðarviðulög sem eru hér á landi séu eitthvað harkalegri en það sem gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. Fékk að reyna þetta þegar ég burraði of hratt í Svíþjóð. Sú sekt var ekkert lægri en þær sektir sem ég hef fengið hérna heima.

Auðvitað eru menn hissa og reiðir yfir þessu og reyna að þjarka niður verðið. Það er kannski spurning að bílaleigurnar taki sér tak og setji hreinlega einhvern miða í bílinn, þannig að um leið og menn leigja bílinn kemur fram að ef þeir keyra utanvegar tapi þeir tryggingu og hins vegar að ef þeir keyra of hratt geta þeir mist skýrteinið.

Það þarf samt ekkert að vorkenna þessum vesælu útlendingum, þeir vita flestir betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband