Launin þín eru nú til sýnis

Borgar Þór skrifar stutta og hnitmiðaða grein í Fréttablaðið í dag, þar sem hann segir frá því að SUS ætli að setja gestabók hjá skattstjóranum þannig að þeir sem mæta geti skrifað niður nöfnin sín og hverja þeir eru að skoða.

Ég er nokkuð viss um að fáir munu rita nafn sitt í þessa ágætu gestabók, þótt það sé oft handagangur þegar menn koma með stóra lista og fletta upp fjölda manns.  Þeir sem berjast fyrir því að þetta fái að vera áfram ættu að geta sætt sig við að þeir sem fara í skattinn geti gert það en að fólk þurfi þó að upplýsa hverja það er að skoða.

Ég er mjög ánægður með þessa nýjung hjá SUS, undanfarið hafa þeir setið um bækurnar en þetta vekur skapar umræðu á annan hátt en yfirsetan eins og undanfarin ár.

Grein Borgars Þórs 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður er grein Borgars Þórs mjög villandi. Engin laun eru til sýnis. Frekar þá tekjur. Til sýnis er álagning. Einnig er mjög villandi að segja "í boði ríkisins". Ríkið er fólkið, er þjóðin. Fyrirkomulagið var tekið upp af fulltrúum fólksins og fyrirkomulagið nýtur stuðnings meirihluta fólksins og meirihluta fulltrúa fólksins. Fósturfaðir Borgars Þórs, forsætisráðherra, hefur verið í úrvalsaðstöðu til að hnekkja þessum vilja, en hefur ekki gert það. Áður reyndi meðal annars Friðrik Sophusson að setja arfavitlausa reglugerð sem bannaði fólki að reikna! Það er enn fremur villandi hjá Borgari Þór að "laun" allra séu þarna til sýnis. Undir forystu flokksbræðra Borgars Þórs hefur verið búið til og ýtt undir samfélag, þar sem auðugustu menn landsins skrá sig erlendis til að kosna við skatta og gjöld. "Laun" t.d. Björgólfs Thors billjarðamærings eru ekki til sýnis. Af einkaþotum hans og föður hans eru engin gjöld greidd til þjóðarinnar, heldur til Cayman Islands. Rétt að Borgar Þór viti af því.

Friðrik Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 12:19

2 Smámynd: Daði Einarsson

Kannski óþarfi að taka fram en í ljósi kommentsins hér að ofan þá er mikilvægt í allri umræðu að hafa í huga að ríkið er ekki þjóðin eða samasem þjóðin. Ríkið er stofnun sem þjóðin hefur skapað með einum eða öðrum hætti. Ríkisvaldið í allri sinni mynd er skapað af þjóð og gildir þá einu hvort við tölum um löggjafar-, dóms- eða framkvæmdavald.  

Daði Einarsson, 31.7.2007 kl. 12:42

3 Smámynd: TómasHa

Það er rétt að launin sem slík eru ekki sýnd en það er fáum til trafala að reikna launin mjög nákvæmlega út. 

Borgar má væntanlega hafa hugsjónir og berjast fyrir sínum málum þótt fósturfaðir hans sé sá sem hann er.  Þeir eru ekki einn og sami og ekki hægt að segja að þótt Borgar sé þessarar skoðunar eigi geir að framkvæma.  Þetta er augljóslega ekki síður aðgerð til að pressa á eigi flokk.

Það er algjört grín að segja að auðugustumenn landsins séu að fara með peningana úr landi þar sem það hafi verið ýtt á þá.  Þvert á móti hafa menn verið að koma heim með peninga sem áður voru geymdir erlendis.  Það eru ekki mörg ár síðan það þótti nokkuð eðlilegt að fólk sem seldi húsið sitt færi með peningana úr landi.  Hvar eru þessir peningar í dag?    Hvað með fyrirtækin sem þessir auðugu menn eiga og reka hér? Það hefur nú aldeilisi verið tilkynnt um skattagreiðslur þeirra.

TómasHa, 31.7.2007 kl. 13:37

4 identicon

Daði: Ríkið er víst þjóðin. Ríkið er summa þjóðarinnar. Ríkið er birtingamynd þjóðarinnar (eða meirihluta hennar að minnsta kosti). Ríkiseign er þjóðareign.

Tómas: Borgar Þór er vissulega óháður fósturföður sínum í skoðunum og baráttumálum, þó nú væri. Og það er rétt metið hjá þér; hann er fyrst og fremst að þrýsta á eigin flokk. Gott væri að fá rök og ástæður fyrir því að "báknið burt" kynslóð flokksins, menn eins og Davíð, Friðrik, Þorsteinn og Geir, hafi ekki breytt því fyrirkomulagi að sýna "laun" fólksins, þótt flokkurinn hafi verið leiðandi í ríkisstjórn og fjármálaráðuneytinu óslitið frá 1991 og raunar megnið af lýðveldistímabilinu. Í millitíðinni liggja fyrir lögbundnar heimildir til að skoða álagningaskrár, frelsi sem ungir sjálfstæðismenn vilja ekki una. Klassísk skilgreining á frelsi: Að mega gera hvaðeina það sem ekki skerðir frelsi annarra.

Friðrik Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 14:59

5 Smámynd: TómasHa

Þetta er nú eitthvað sem ég myndi vilja fá líka.  Nú eru meira að segja komnir ungir menn á þing sem fyrir ekki svo löngu tóku þátt í þessu.  

Það virðist vera að það sé einhverju blandað í vatnið hjá mörgum á kosningarnótt, gleymskan verður alveg ógurleg. 

TómasHa, 31.7.2007 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband