28.1.2008 | 17:30
Góð afkoma Landsbankans
Tilkynning af OMX.
Nærri 40 milljarða hagnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2008 | 16:13
Lítið notað pottasett til sölu
28.1.2008 | 14:51
Frí og mótmæli í MR
Nú er uppi umræða vegna frís sem var gefið í MR, þar sem bekkjum var gefið frí til þess að mæta á pallana. Símoni Birgissyni finnst ekki mikið til þess koma og vitnar í sinn gamla skóla n.
Almennt hefur þessu verið öðruvísi farið í MR, fyrir utan nokkur göngufrí sem Halldór þýskukennari gaf, þá iðulega til að labba út í Göthestofnun og lesa þýsk blöð og bækur, þá hefur ekki verið mikið um að gefa frí í þessum gamla skóla.
Mér er sérstaklega minnistætt í þessu samhengi þegar nemendur voru hvattir til þess að nota einn hádegismat til að mótmæla bágum kjörum kennara. Ég ásamt fjölmörgum öðrum mættum niður á Ingólfstorg og tókum þátt í þessu. Þegar ég mætti of seint í tímann, vildi kennarinn gefa mér skróp.
Eftir að hafa rætt um þetta í nokkurn tíma, þar sem ég reyndi að útskýra það sjónarmið að ég hefði verið að þessu til að aðstoða og bæta hag viðkomandi, var það útskýrt fyrir mér að um leið og viðkomandi þakkaði mér viðleitnina, þá giltu reglur Menntaskólans fyrir mig eins og aðra. Á endanum fékk ég þessu skrópi breytt í seint, þegar ég vildi vita hvaða skriflegu reglur giltu um hvenær skróp væri skróp en ekki seint.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2008 | 17:07
Mistök að hafa HR í vatnsmýrinni
Ég heyrði ekki betur en að Kjartani Magnússyni fyndust það hafa verið mistök að HR væri komið fyrir í Vatnsmýrinni. Ég hef lengi bent á að það átti að byggja HR upp í Keldnaholti, í grennd við Impru, rannsóknarmiðstöðvar atvinnulífsins. Þarna er nóg pláss og hægt að byggja upp mjög gott rannsóknarmiðstöð og þekkingarþorp.
Það sem mestu máli skiptir er að fólkið er hérna! Í Grafarholti, árbæ, Grafarvogi og Breiðholti búa í kringum 60 þúsund einstaklingar.
Hvað vit er í að senda alla vestur í bæ, þegar það er hægt að dreifa álaginu og hafa þessa stóru vinnusstaði (HÍ og HR), ekki nánast á sama blettinum.
Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2008 | 00:07
Í hvaða flokki er Margrét?
Þegar Ólafur F. hafði samið um borgarstjórastólinn studdu Frjálslyndir hann mjög dyggilega, merkilegt nokk virðist Ólafur samt hafa verið Íslandshreyfignarmaður.
Í allri umræðunni um veikindi Ólafs hefur hann verðir spurður að því hvort hann sé fyrst og fremst Íslandshreyfingarmaður. Það segir manni samt nokkuð mikið hvernig valið var í nefndir og að Jakob Frímann fjárhagslegur bakhjarl hreyfingarinnar hafi ákveðið að þiggja nefndarsæti hjá Ólafi.
Ef Ólafur er Íslandshreyfingarmaður, hvað er Margrét þá? Ætlar hún að hoppa úr enn einum flokknum sem hún hefur sjálf komið að því að skapa.
Hversu áhugaverð er sú hugsun að Margrét hoppi frá borði úr Íslandshreyfingunni? Hversu trúanleg er hún þegar hún hefur hoppað bæði frá borði Íslandshreyfingarinnar og Frjálslyndaflokksins. Það verður fróðlegt að heyra nýja ástæðu fyrir nýjum flótta.
Enn óska ég eftir því að heyra í Ómari Ragnarssyni. Maðurinn sem hefur skoðanir á öllu, og þá sérstaklega lýðræðinu hefur ekkert blogga um þetta. Hvað segir það okkur?Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.1.2008 | 16:14
Alltaf allt öðrum að kenna hjá Framsókn
Í vor var það DV sem drap Framsóknarflokkinn, en í dag er það Egill Helgason sem má bera þann kaleik. Eins og hjá DV hefur hann nú ítrekað haldið fram þessari tuggu.
Það sjá það allir hverskonar ástand er innan framsóknarflokksins þessa dagana, þeim væri nær að taka á sínum eigin málum heldur en að kasta ábyrgðina á aðra aðila.
Ótrúlega margar kenningar hafa verið í gangi ein þeirra að Halldór Ásgrímsson og Finnur Ingólfsson hafi lesið yfir bréfið góða og hafi jafnvel staðið að því.
Það sem eftir situr eru nokkuð loðin svör Binga um framtíðina, hann lokar ekki á neitt og því búast margir við að þetta sé bara biðleikur hans. Hann komi svo sprækur inn í pólitíkina aftur eftir nokkur ár, þegar allir hafa gleymt fatakaupamálinu, með afsögn þar sem hann tók stóð sína pligt og sýndi ábyrgð með því að segja af sér. Margar þessara kenninga enda á að Bingi gangi í Samfylkinguna, sem er í sjálfu sér ekkert ólíklegt en þar á bæ hafa menn keppst við að verja hann.
Átök framsóknarmanna í Reykjavík hafa jaðrað við mannvíg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2008 | 00:20
Að tala upp fjöldann
Ég hef séð nokkrar fréttirnar í kvöld af því að það hafi verið hundruð eða þúsundir gesta á borgarstjórnarfundinum í dag sem hafi verið mótmælendur. Það virðist að eftir því sem hefur liðið á daginn hefur fjöldinn aukist hjá mörgum.
Það virðist vera sá misskilningur í gangi að allir sem fóru þarna í dag hafi verið að mótmæla, en svo var alls ekki og var mín ferð og fjölmargra annarra sem ég þekkti þarna alls ekki í þeim tilgangi. Enda mótmæltum við ekki, og virtum þær reglur sem þarna gilda.
Þegar myndir af fundinum eru skoðaðar frá fundinum í dag sést augljóslega að þeir sem eru að mótmæla eru fyrst og fremst þeir sem eru standandi uppi og svo þeir sem eru til hliðanna. Það er alveg augljóst að hundruð eða þúsund manns komast ekki þarna inn.
Það er merkilegt einnig að heyra í viðtölum að menn eru að reyna að fullyrða að þetta hafi ekki verið skipulagt, heldur hafi þetta verið fyrst og fremst uppsprottin gremja. Miða við það er þessi frétt frekar undarlega, þar sem send var út í gær sameiginleg ályktun þar sem fólk var hvatt til þess að mæta.
Einnig var farið í framhaldsskóla með gjallarhorn og fólk hvatt til þess að fjölmenna.
Annað sem hefur vaxið ansi mikið er undirskriftarsöfnunin. Fullyrtu að þetta væri einsdæmi á tveimur dögum. Ég var sjálfur einn að aðsendum mótmæla gegn DV á sínum tíma. Sú könnun skilaði 32 þúsund undirskriftum á tveimur dögum, þrátt fyrir að netþjóninn hafi verið niðri í langan tíma vegna álags. Aðrar undirskriftir hafa skilað svipuðum árangri. Þessar fullyrðingar aðstandenda könnunarinnar eru því rangar.
Að lokum var ótrúlegt að heyra í Svandísi Svavarsdóttur í dag fullyrða að það hafi þurft lögregluvald til þess að rýma salinn. Aldrei nokkurn tíman sást til lögreglu en 2-3 starfsmenn borgarstjórnar rýmdu salinn, þótt það hafi tekið tíma var það alveg átakalaust. Lögreglan var vissulega á staðnum, en kom ekkert að rýmingu af hennar hálfu.
Hávær mótmæli í Ráðhúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2008 | 18:51
Útsendingar sjónvarp á EM
Það er merkilegt að RÚV skuli ekki nýta sér tæknina til að sýna aðra leiki frá EM. Þeir hafa tækifæri til þess að deila álaginu á netþjóna sýna með því að senda í gegnum myndlykla Símans, en það er ekki nýtt. Í staðin fyrir það er landinn að liggja yfir þeim leikjum sem eru ekki sýndir á netinu.
24.1.2008 | 17:41
6.527 II
Ég vil benda á ágæta grein eftir Stefán Pálsson, ég er einmitt mjög sammála þessu. Hverar skoðunar sem menn eru á þessum nýja meirihluta þá hefði þessi umræða verið allt eins gild þegar Margrét gekk úr F-listanum en sumir urðu eftir á meðan aðrir voru enn í F-listanum. Hvað hafði hún mörg atkvæði að baki sér?
Ég hef einmitt undrað mig á þessari undirskriftarsöfnun og því orðalagi sem þar er. Ég skil vel að menn vilji mótmæla þessu, en þessar forsendur eru mjög hæpnar.
24.1.2008 | 01:26
Bingi hættur - ótrúlegar fréttir
Merkilegt nokk var ég vakandi vegna þess að ég var að koma heim af góðum fundi hjá JCI Esju. Þegar ég settist fyrir framan tölvuna kíkti ég á eyjuna eins og ég geri alltaf og viti menn eftst var yfirlýsing frá Binga þá að detta inn.
Það hefur verið gaman að sjá vini og kunningja sem eru áhugamenn um pólitík detta inn á msn og gmail spjallið. Greinilegt að þessar fréttir eru að berast mjög hratt um.
Maður þorir varla að fara að sofa, maður veit ekkert hvað verður komið í fyrramálið.
Það verður fróðlegt að lesa blöðin í fyrramálið, ætli einhver prentunin hafi verið afturkölluð? Mbl.is er amk. ekki búnir að birta fréttir af þessu en hins vegar er vísir.is búinn að því.
Guðjón Ólafur hefur sjálfsagt farið í skápinn og náð sér í góða kampavínsflösku. Hann er búinn að skila hnífasettunum aftur heim til sín.