1.2.2008 | 20:45
Öryrkjablogg
31.1.2008 | 12:01
Dómurinn falinn
Ég get að sjálfsögðu ekki annað en mótmælt hugmyndum Hermundar, um að senda eigi Villa á Ræðunámskeið hjá Dale Carnegie. Að sjálfsögðu á hann að skella sér á ræðunámskeið hjá JCI :) Ekki að ég hafði séð sérstaka þörf hjá honum til þess að fara á ræðunámskeið, það eru ansi margir aðrir sem væru ofar á þeim lista.
Annars virðast spilin segja ýmislegt, meðal annars virðist vera hægt að lesa um andlega heilsu Ólafs F í spilunum.
Greinin á Vísi.is
31.1.2008 | 00:00
Hvar verður þú á morgunn?
Nú verður þetta í Háskólabíó, sem ég held að sé besti staðurinn til þess að halda þetta, en undanfarið hefur þetta verðið á Hótel Sögu. Fyrir nokkrum árum var þetta í Valsheimilinu, vegna deilna á milli skóla. Mönnum þótti þá sem hlutdeild Háskólans væri of mikil með því að halda þetta á háskólasvæðinu. Háskólinn fór af stað með eigin útgáfu sem var haldinn í Aðalbyggingunni, en þessi skipting gerði það að verkum að enginn fékk neitt úr þessu.
Það að þetta sé nú komið aftur í Háskólabíó, gerir það að verkum að von er á mun betri mætingu en verið hefur.
Aisec sem halda framadaga, eru systrasamtök JCI, og því hefur JCI tekið þátt í starfinu. Mér skilst að nokkrir félagar JCI Esju ætli að mæta og vera sýnilegur á framadögum. Þetta er alltaf góð kynning fyrir félagið.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2008 | 10:53
Gæti endað illa
Ég heyrði af þessu ótrúlega máli í gær. Maður var eiginlega bit þegar menn hugsa svona.
Hann var líklega drukkinn (var rétt undir mörkum en mældur of seint), hann á að hafa keyrt 170 km/klst þar sem 90 km/klst var hámarkshraði og svo fer hann í mál við fjölskyldu fórnarlambsins.
Af fréttum hér heima í gær eru umferðaryfirvöld að íhuga að fara í annað mál við hann, þar sem það verður farið betur í þetta og hann kærður fyrir manndráp af gáleysi. Þessi græðgi hans gæti því kostað að hann eigi eftir að sitja inni eftir allt saman verði hann fundinn sekur.
Ökumaður krefur fjölskyldu látins reiðhjólamanns um bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2008 | 10:14
Nýju fötin keisarans
Í gær var ég að kenna á ræðunámskeið og lenti í einum besta spuna sem ég hef upplifað.
Frekar á Esjublogginu.
29.1.2008 | 17:20
Ótrúleg póstþjónusta
Fyrst fékk ég pakkann til baka á minn vinustað, eftir að ég hafi bent á þetta og fengið afsökun fékk ég pakkan heim til mín! Maður á eiginlega ekki orð yfir svona vinnubrögðum. Það hefði átt hverjum læsum einstakling að vera ljóst hvert pakkinn var að fara af þeim 3 merkingum sem voru á honum. Fyrir utan að við mitt nafn stóð: sendandi. Svona svo þeir gætu skilað pakkanum viðtakandi myndi ekki finnast.
29.1.2008 | 13:48
FME stoppar samruna Kaupþings og NIBC
Áhugamenn um verðbréf fagna þessu væntanlega, sérstaklega ef skuldatrygginvarálagið mun minnka í kjölfarið.
Eftir mun væntanlega standa hver skúbbaði þessu. Það er alvegarlegt mál ef það er verið að skúbba svona hlutum áður en Kaupþingi hefur verið gert grein fyrir þessu.
29.1.2008 | 10:12
Klappa þegar Svavar er búinn
Guðmundur Magnússon skrifar skemmtilega grein frá atburðum sem áttu sér stað árið 1969, þegar vinstrimenn mættu á pallaborgarstjórna.
Umfjöllunin er í mörgu keimlik því sem er í gangi í dag á alla kannta.
Kannski er munurinn sá að menn voru ekkert að hafa fyrir því að láta miða ganga núna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2008 | 23:56
Britney 120 milljóna dala virði á ári?
Nokkuð áhugaverð grein um að Britney sé 120 milljóna dala virði á ári.
Maður veit eiginlega ekki hvort þetta sé mikið eða lítið, sérstaklega þegar hún virðist alveg búin að missa það og erfitt að sjá að það sé nokkuð til hjá henni sem heitir ferill.
28.1.2008 | 18:41
Staða Guðmundar Þóroddssonar
Það kæmi alla vegana á óvart miðað við yfirlýsingar í kjölfarið á REI málinu, þar sem mjög margir borgarfulltrúar voru mjög ósáttir við hvernig var staðið á kynningu á samruna REI og GGE.
Ég geri í sjálfu sér ráð fyrir að Guðmundur mun sjálfur sjá sér sóma í að leita annað.
Í sjálfu sér hef ég ekkert út á störf Guðmundar að setja, ég hef ekki fylgst sérstaklega með þeim. Hins vegar snýr þetta um hvað sagt var eftir slitin á meirihlutanum og þær yfirlýsingar sem komu frá borgarfulltrúum. Það væri sérstakt eftir allt sem var í gangi þá að hann færi aftur að starfa sem forstjóri OR eins og ekkert hafi í skorist.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)