Í hvaða flokki er Margrét?

Þegar Ólafur F. hafði samið um borgarstjórastólinn studdu Frjálslyndir hann mjög dyggilega, merkilegt nokk virðist Ólafur samt hafa verið Íslandshreyfignarmaður.  

Í allri umræðunni um veikindi Ólafs hefur hann verðir spurður að því hvort hann sé fyrst og fremst Íslandshreyfingarmaður.  Það segir manni samt nokkuð mikið hvernig valið var í nefndir og að Jakob Frímann fjárhagslegur bakhjarl hreyfingarinnar hafi ákveðið að þiggja nefndarsæti hjá Ólafi.

Ef Ólafur er Íslandshreyfingarmaður, hvað er Margrét þá?  Ætlar hún að hoppa úr enn einum flokknum sem hún hefur sjálf komið að því að skapa.

Hversu áhugaverð er sú hugsun að Margrét hoppi frá borði úr Íslandshreyfingunni?  Hversu trúanleg er hún þegar hún hefur hoppað bæði frá borði Íslandshreyfingarinnar og Frjálslyndaflokksins.  Það verður fróðlegt að heyra nýja ástæðu fyrir nýjum flótta. 

Enn óska ég eftir því að heyra í Ómari Ragnarssyni.  Maðurinn sem hefur skoðanir á öllu, og þá sérstaklega lýðræðinu hefur ekkert blogga  um þetta.  Hvað segir það okkur?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er einfalt og auðvelt að svara spurningu þinni.  Fólkið sem þú nefnir, Margrét Sverrisdóttir, Ólafur F. Magnússon og Jakob Frímannsson eru öll í Íslandshreyfingunni.

Ómar Ragnarsson, 26.1.2008 kl. 01:19

2 Smámynd: Halla Rut

Er Íslandshreyfingin yfirleitt starfandi? Flokkurinn fær 12 milljónir á ári frá ríkinu svo það er nú þess virði að halda henni gangandi. 

Það er rétt hjá þér að það sést vel á vali Ólafs í nefndir að hann er og verður í Íslandshreyfingunni. Flokksforusta Frjálslyndra studdi á engan hátt Ólaf til þeirra verka sem hann hefur nú unnið og hafa þeir ekki lýst yfir stuðningi við hann. Þeir hafa ekki einu sinni talað við hann.

Nokkrir Frjálslyndir hafa verið beðnir að sitja i nefndum og tóku þeir það að sér.  Þessar stöður eru flestar til vara og í áhrifaminni nefndum. 

Margrét fer í Samfylkinguna, vitið til. 

Halla Rut , 26.1.2008 kl. 02:29

3 Smámynd: TómasHa

Er þá ekki rétt hjá formanni Íslandshreyfingarinnar að fagna því að borgarstjóri sé úr þeirra röðum?

TómasHa, 26.1.2008 kl. 11:40

4 Smámynd: Vignir Bjarnason

Áhugaverð spurningin um stöðu Margrétar. Þegar hún tók stöðu á lista Frjálslyndra og óháðra var sameinast um ákveðin stefnumál. Ætlar hún að segja nú að hún sé ósammála þeim stefnumálum ? Af hverju tók hún sæti á þessum lista ? Kannski var hún bara góð pabbastelpa og var að gera þetta fyrir hann þó hún hafi allt aðrar skoðanir sjálf ?? Hvers vegna er hún í stjórnmálum, ef engin eru stefnumálin ?

Vignir Bjarnason, 26.1.2008 kl. 12:04

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

bíddu! færi Íslandshreyfingin 12 milljónir á ári frá ríkinu? why?

Brjánn Guðjónsson, 26.1.2008 kl. 13:58

6 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Það er morgunljóst að Margrét Sverrisdóttir er búin að kljúfa sig úr tveimur flokkum á innan við ári. Hún átti aðild að stofnun beggja. Þó er hún enn varaformaður "Íslandshreyfingarinnar" og varamaður flokksfélaga síns sem nú er orðinn borgarstjóri.

Ég veit ekki hvaðan hún hefur umboð til að vera varaformaður "Íslandshreyfingarinnar" frekar en ég veit hvaðan Ómar þiggur umboð sitt sem formaður í þessum einkennilega félagsskap. Þar hafa aldrei farið fram kosningar né landsþing eins og tíðkast í stjórnmálaflokkum. Samt þiggur þessi klúbbur 12 milljónir úr vösum skattgreiðenda árlega næstu fjögur árin. Það eru þá tæpar 50 millur.

En Margrét hefur umboð til að vera varaborgarfulltrúi. Hún fékk það í sveitarstjórnarkosningum 2006 þar sem hún var í framboði fyrir stjórnmálaflokk sem hún var skráður félagi í eins og borgarstjórinn vinur hennar og nær allt það fólk sem var á framboðslistanum F.

Ég velti því hins vegar hvaðan fólk eins og Maria Elvira Mendez Pinedo,  Jakob Frímann Magnússon og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir þiggja umboð sitt úr höndum kjósenda í Reykjavík til að sitja nú sem aðalmenn í þungum nefndum á vegum F - lista? Maria er í mannréttindaráði, Jakob Frímann í menninga- og ferðamálaráði og Ólöf Guðný í skipulagsráði. Ekkert af þessu fólki kom nálægt framboði F - listans en tvö þau fyrstnefndu voru hins vegar í framboði fyrir Íslandahreyfinguna til Alþingis í vor.

Svo velti ég því fyrir mér hvernig ákveðið var hvaða fólk tæki að sér nefndastörf fyrir F-listann? Hélt fólkið sem var á listanum í framboði fund, eða ákvað Ólafur F. þetta sjálfur- kannski í félagi við Ómar vin sinn og örfáa fleiri sem hittust á lokuðum klíkufundi? Hversu vel er þá komið fyrir lýðræðislegu umboði rúmlega 6.000 íbúa í Reykjavík þegar því er ráðstafað með slíkum hætti?

Og það er rétt sem Halla Rut segir. Frjálslyndi flokkurinn ber ekki á neinn hátt ábyrgð á Ólafi F. Magnússyni og hefur ekki gert síðan hann sagði sig án skýringa úr flokknum örfáum dögum fyrir alþingiskosningar í vor til að vinna gegn því fólki sem stutt hafði hann með ráðum og dáð á allan hátt í baráttu hans í borgarmálunum allar götur frá vorinu 2002 og tvívegis gert honum kleift að ná kjöri sem borgarfulltrúi.

Magnús Þór Hafsteinsson, 26.1.2008 kl. 14:12

7 Smámynd: Björn Heiðdal

Magnús Þór brandarakall, ekki fer ég að kalla hann brandarakerlingu!  Er óhress með að fólk sem ekki hefur verið að vinna fyrir F listann sé kosið í nefndir og ráð.  Á Magnús ekki bara að vera ánægður með að gott fólk sé að sinna þessum málum?

Björn Heiðdal, 26.1.2008 kl. 17:28

8 Smámynd: TómasHa

Orðið á götunni spáir því að Margrét verði innan skamms komin í lið með Samfylkingunni.   

Þeir óska líka eftir að fá afstöðu Ómars til þessa máls. 

http://eyjan.is/ordid/2008/01/26/loks-getur-margret-gengi%c3%b0-i-samfylkinguna/ 

TómasHa, 26.1.2008 kl. 19:32

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við skulum hafa nokkra hluti á hreinu.

Það hefur verið alfarið mál fulltrúanna sjálfra á F-listanum að skipa fólki í nefndir og ég hef þar hvergi komið nálægt. Íslandshreyfingin hefur enga yfirlýsingu gefið um þessi álitamál sem nú er tekist á um og ekki skipt sér af því enda heitir þessi umræddi listi "F-listi, listi frjálslyndra og óháðra".

Þegar listinn var borinn fram var Íslandshreyfingin ekki til og átti því ekki aðild að honum, né heldur átti fólk þess kost að kjósa Íslandshreyfinguna þá.

Margir kusu F-listann vafalaust út á "óháða", og þeir efstu fjórir, sem nú eru á listanum og eru félagar í Íslandshreyfingunni, líta á sig sem óháða.  

Af þessum sökum hefur Íslandshreyfingin ekki skipt sér af þessum málum og getur ekki gert að því að félagar hennar, sem vegna reynslu sinnar, menntunar og hæfni hafa verið kallaðir til nefndarstarfa fyrir borgina.  

Magnús Þór á líka að vita að það er borgaraleg skylda að taka þátt í nefndarstörfum ef sem beðinn er um það, getur það.

Það er broslegt að sjá fulltrúa eins af fimm-flokkunum,sem stóðu að lögum sem veittu þeim sjálfum hundruð milljóna króna og höfðu úr margfalt meira fjármagni að spila en Íslandshreyfingin, koma nú og fjargviðrast yfir því að I-listinn eigi þess kost að borga skuldirnar sem á honum hvíla eftir kosningar, þar sem hinir flokkarnir höfðu forskot upp á tugi milljóna hver en Íslandshreyfingin byrjaði með tvær hendur tómar. 

Og þegar þessi fulltrúar fimm-flokksins tala um að þessi staða sé ósanngjörf að því leyti að um sé að ræða flokk sem á engan þingmann, þá hælast þeir um að hafa rænt kjósendur I-listans tveimur þingmönnum, sem þeim bar ef eðlilegum lýðræðisreglum hefði verið fylgt í kosningalögum.

Ómar Ragnarsson, 27.1.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband