Að tala upp fjöldann

Ég hef séð nokkrar fréttirnar í kvöld af því að það hafi verið hundruð eða þúsundir gesta á borgarstjórnarfundinum í dag sem hafi verið mótmælendur.    Það virðist að eftir því sem hefur liðið á daginn hefur fjöldinn aukist hjá mörgum.

Það virðist vera sá misskilningur í gangi að allir sem fóru þarna í dag hafi verið að mótmæla, en svo var alls ekki og var mín ferð og fjölmargra annarra sem ég þekkti þarna alls ekki í þeim tilgangi.  Enda mótmæltum við ekki, og virtum þær reglur sem þarna gilda.

Þegar myndir af fundinum eru skoðaðar frá fundinum í dag sést augljóslega að þeir sem eru að mótmæla eru fyrst og fremst þeir sem eru standandi uppi og svo þeir sem eru til hliðanna.   Það er alveg augljóst að hundruð eða þúsund manns komast ekki þarna inn.

Það er merkilegt einnig að heyra í viðtölum að menn eru að reyna að fullyrða að þetta hafi ekki verið skipulagt, heldur hafi þetta verið fyrst og fremst uppsprottin gremja.  Miða við það er þessi frétt frekar undarlega, þar sem send var út í gær sameiginleg ályktun þar sem fólk var hvatt til þess að mæta.

Einnig var farið í framhaldsskóla með gjallarhorn og fólk hvatt til þess að fjölmenna. 

Annað sem hefur vaxið ansi mikið er undirskriftarsöfnunin.   Fullyrtu að þetta væri einsdæmi á tveimur dögum. Ég var sjálfur einn að aðsendum mótmæla gegn DV á sínum tíma.  Sú könnun skilaði 32 þúsund undirskriftum á tveimur dögum, þrátt fyrir að netþjóninn hafi verið niðri í langan tíma vegna álags.   Aðrar undirskriftir hafa skilað svipuðum árangri.  Þessar fullyrðingar aðstandenda könnunarinnar eru því rangar.

Að lokum var ótrúlegt að heyra í Svandísi Svavarsdóttur í dag fullyrða að það hafi þurft lögregluvald til þess að rýma salinn.  Aldrei nokkurn tíman sást til lögreglu en 2-3 starfsmenn borgarstjórnar rýmdu salinn, þótt það hafi tekið tíma var það alveg átakalaust.  Lögreglan var vissulega á staðnum, en kom ekkert að rýmingu af hennar hálfu.


mbl.is Hávær mótmæli í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Megnið af þessu eru illa þenkjandi drama drottningar. Málið er að þessi minnihluti þenur sig, ýkir tölur, talar hátt, lætur illa, og heldur að það sé einhverskonar sönnun fyrir réttmæti brenglunarinnar.

Hinn helmingurinn eru menntskælingar sem eru að gera eitt af tvennu:

1. Vildu losna úr tíma og gera eitthvað spennandi

2. Eru að reyna að finna sig í hópnum og það er gert með þvílíkum tilþrifum að það hálfa væri nóg. Svo þroskast þau vonandi einhverntíma og brosa í annað þegar þau hugsa um þennan tíma þar sem þau tóku þátt í "mótmælum", eins og allir þurfa að gera einhverntíma. Það er hluti af þroskaskeiðinu. Hvort "mótmælin" eru rökrétt eða bara gerð til að "gera" þau, skiptir ekki svo miklu máli í því samhengi.

Svona er þetta bara, hefur alltaf verið og mun alltaf vera. Við hin horfum á, hristum hausinn og höldum áfram.

Linda (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 09:42

2 Smámynd: Tryggvi F. Elínarson

Sumar tölu tala þó sínu máli og ég held að niðurstöður könnunarinnar sem var birt í gær séu nokkuð réttar.

Rúmlega 75% borgarbúa styðja ekki nýjan meirihluta - þó fæstir hafi mótmælt
95% borgarbúa stýja ekki nýjan borgarstjóra
Hvað er lýðræðislegt og sanngjarn við það?

 Á svona stormasömum tímum í pólitík er maður sérstaklega feginn að vera Hafnfirðingur (þrátt fyrir alla brandarana

Tryggvi F. Elínarson, 25.1.2008 kl. 10:41

3 Smámynd: TómasHa

Ég skil mjög vel að fólk sé ekki ánægt með þetta en fannst þetta ganga bara alltof langt í gær, og ýmislegt sagt sem er ekki rétt.

Þær leikreglur gilda að það eru ekki skoðanakannanir sem ráða, heldur kjörnir fulltrúar.  Menn geta haft ýmsar skoðanir á því, en þetta eru þær leikreglur sem gilda. Sjálfur hefði ég viljða kjósa strax í október, og þá með uppstokkun og uppstillingu hjá flokkunum. 

Það er klárt mál að það er á brattan að sækja hjá nýrri borgarstjórn, og vonandi verður það til þess að þeir muni spíta í lófana og vinna hlutina vel.  Miklu betur en gert var þegar Sjálfstæðisflokkurinn var seinast í meirihluta.

Það er örugglea gott að búa í Hafnarfirði, eins og í Kópavogi.  Þar virðast Sjálfstæðismenn ekki hafa borið gæfa til að sýna mikla samstöðu. 

TómasHa, 25.1.2008 kl. 12:27

4 identicon

Maður fékk svona nettan kjánahroll við að horfa á þessa uppákomu í gær, greinilega skipulögð af ungliðahreyfingum "ákveðinna stjórnmálaafla", sem eru hreinlega svekkt yfir því að hið raunverulega lýðræði nái fram að ganga.  Hey come on, það eru 15 lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar þarna og ef mér skjátlast ekki þá þarf 8 til að mynda meirihluta.  Svona er þetta bara.  Dagur Eggertsson segir að "það eigi að kjósa í Reykjavík núna!", en því miður segja lög svo fyrir að kjósa skuli á 4 ára fresti á ákveðnum degi.  Ef kjósa ætti þegar vindar henta væri Jóhanna Sigurðardóttir eflaust fyrrverandi forsætisráðherra.

Ég held að hver heilvita maður hafi séð það fyrir í október að samsteypta 4 stjórnmálaflokka sem ekki virðast geta komið sér saman um neinn skapaðan hlut, gat ekki gengið upp.  Og þetta nafn "Tjarnarkvartettinn" er ógeðslegt.

Lúðvík Þráinsson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 22:16

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Takk fyrir Sjálfstæðisflokkur fyrir að koma mínum manni að!  Ég elska ykkur. 

Björn Heiðdal, 26.1.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband