27.1.2007 | 17:46
Nýr formaður fulltrúaráðsins
Hitt markvert af þessum fundi var að Kjartan Gunnnarson, en hann kallaði tæplega 30 ára veru sína í stjórn fulltrúaráðsins forrétt.
Það sem var merkilegt við þennan fund að formlega er ég ekki með neina stöðu innan flokksins annað en að vera almennur félagsmaður með setu í fulltrúaráðinu. Það var sem sagt kosið nýtt Flokksráð fh. varðar. Flokksráð hefur fundað 1 sinni þau 2 ár sem ég hef setið í því. Það vildi þannig til þann dag að ég komst ekki. Þannig að seta mín í Flokksráði voru mér ekki sérstaklega þungar byrgðar.
27.1.2007 | 17:32
Þar fór Ómarskenningin
Þar fór hugmynd mín um að Ómar Ragnarsson væri að bjóða sig fram til formensku ;) Hins vegar geri veit ég ekki en hvort Ómar ætli að bjóða sig fram á lista hjá flokkum.
Það kemur alls ekkert á óvart að það hafi verið ringlureið hjá flokknum, vegna nýskráninga á listann. Eins og ég skrifaði hérna er þetta fyrst og fremst græðgi hjá þeim til að fjölga í flokknum, hins vegar er ljóst að málefnastarfið er í algjöru smalli vegna þessa.
Það er ótrúlegt að flokkur sem vill láta taka sig alvarlega skuli bjóða upp á þessi vinnurbrög
Fyrst birt: 27.01.2007 15:55Síðast uppfært: 27.01.2007 16:52Ringulreið á landsþingi Frjálslynda flokksins
Ringulreið ríkti á Landsþingi Frjálslynda flokksins á Hótel Loftleiðum síðasta klukkutímann sem nýskráningar í flokkinn voru leyfðar en þær voru stöðvaðar kl. 15.10. Á annað þúsund manns voru á fundinum og algert skipulagsleysi ríkti. Kosning um embætti varaformanns gat því ekki hafist á réttum tíma og ekki er víst hvenær hún getur hafist.
Guðjón Arnar Kristjánsson var endurkjörinn formaður flokksins með lófataki en flestir bíða eftir úrslitum úr kosningu um varaformann flokksins þar sem þau Margrét Sverrisdóttir og Magnús Þór Hafsteinsson berjast.
Landsþingið hófst síðdegis í gær með ræðu formannsins þar sem hann fór yfir helstu stefnumálin og ræddi um átökin sem hafa verið í flokknum. 500 manns gengu í Frjálslynda flokkinn á fimmtíu dögum frá því 10. desember. Nú er innstreymið mun örara enda stendur yfir smölun vegna átaka um varaformanninn. Af Rúv
![]() |
Guðjón Arnar kjörinn formaður Frjálslynda flokksins með lófataki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 20:27
Skellum okkur í bað
Spurning um að vera á réttum stað á réttum tíma og baða sig þá í peningum.
Stöð 2, 26. jan. 2007 19:30Sturtaði evruseðlum yfir mannfjöldann
Vegfarendum í Kaiserslautern í Þýskalandi varð nokkuð hverft við í morgun þegar ský dró fyrir sólu og peningaseðlum tók að rigna. Ekki voru örlátir veðurguðir þarna á ferðinni heldur maður sem unnið hafði 100.000 evrur, jafnvirði níu milljóna króna, í útvarpshappdrætti. Hann ákvað að halda aðeins fjórðungi upphæðarinnar eftir handa sjálfum sér og hella afganginum, fimmtán þúsund fimm evruseðlum, niður úr kranabíl til fjárþurfi borgarbúa. Á fjórða þúsund manns reyndu að krækja sér í seðil þrátt fyrir að í borginni væri nístingskuldi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 19:48
Öllum er boðið
Það er með hreinum ólíkindum að flokkurinn skuli ekki vilja kjósa menn inn á þetta þing. Á þessu þingi ætla þeir ekki bara að kjósa sér varaformann, heldur ætla þeir að marka sér stefnu. Það eru ástæður fyrir að menn vilji vita fyrir hverjir ætla að mæta, menn vilja fá vinnufrið.
Aðalástæðan fyrir þessu hjá Frjálslyndum er væntanlega sú að þeir eru að reyna að smala í flokkinn.
![]() |
Viljum eiga aðild að ríkisstjórn eftir kosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 19:32
Hvaða fólk er þetta?
Það vita nú allir hverjir róling stones eru en það eru þeir sem koma á eftir sem vekja spurningar hjá mér.
Tim McGraw - Kántrý gaur
Rascal Flatt - Kántrý band
Fleiri kántrýmenn eru á þessum lista.
Þetta segir ansi mikið um vinsældir kántrýtónlistar í Bandaríkjunum. Maður þekkir varla til þessarar tónlistar hérna heima, nema eintstaka lag. Það kom mér á óvart þegar ég hef rætt við Kana, sem þekkja mjög lítið af annari tónlist nema kántrý.
![]() |
Rolling Stones þéna mest allra í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2007 | 17:35
Er öllum boðið?
Það er gríðarleg samkeppni hjá stóruflokkunum og menn eru að keppast um sætin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 15:17
Þér er ekki boðið!
Væntanlega gildir þetta um Viktoríu ef hún neitar að mæta eins og hún er beðin um.
Hvernig berst svona annars í fjölmiðla? Sendir Viktoría frá sér tilkynningu eða?
![]() |
Bleikt er ekki liturinn hennar Viktoríu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 15:11
Að taka út fréttatenginu
Ástæðan er einföld stundum dettur mér eitthvað í hug um leið og ég sé fréttina og dæli því inn. Hins vegar veit ég að það er hvorki viðbót né áhugavert fyrir þá sem eru að lesa fréttina að fá þetta.
Hins vegar vill ég
- Hafa linkinn í minni færslu
- Geta farið beint úr fréttinni og bloggað
- Ég er mjög hrifinn af þessum "blogga um frétt" fídus, reyndar blogga ég um margar aðrar fréttir en sem birtast á mbl.is en þá kópera ég yfirleitt fréttina eins og hún leggur sig.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2007 | 23:24
Alfreð illur
Veit einhver hvað var þarna í gangi. Það kom á óvart að hann var ekkert spurður út í þetta í viðtali sjónvarpsins.
Kommentið ef þið vitið eitthvað um þetta.
![]() |
HM: Logi bjartsýnn þrátt fyrir meiðsli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2007 | 23:12
Guðmundur hættur
Oft þegar bloggarar hætta er þetta í kjölfarið á því að menn dala rólega niður í ekkert eða að menn séu að skipta um vinnu og fara í vinnu sem krefst bloggleysis.
Skildi Guðmundur vera kominn með jobb?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)