25.1.2007 | 21:39
LEIÐARVÍSIR Í ÁSTAMÁLUM FYRIR UNGAR STÚLKUR
Ekki að ég hafi lesið hana en ég geri ráð fyrir að fyrirsögnin segi allt sem segja þarf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2007 | 21:36
Hvar.is snilld
Ég fór um daginn til Bandaríkjanna en þurfti á greinum að halda. Þá kom í ljós að margar þeirra voru læstar og ég gat ekki komist inn á þær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2007 | 19:03
Skattaafsláttur
Las þessa frétt á vísi.is, ég sé að rætt er um fjármagnstekjuskatt en sé ekki hvar rætt er um þenna skattaafslátt. Hvaða skattaafslátt fær þetta fólk? Borgar það ekki sína skatta eins og upp er sett?
Stöð 2, 25. jan. 2007 18:17Fá ríflegan skattafslátt en njóta allra réttinda
Eitt hundrað og fimm hjón sem höfðu lifibrauð sitt einungis af fjármagnstekjum, samkvæmt skattframtali höfðu tæpar níu milljónir á ári að meðaltali í árstekjur, en mikill munur er á þeim tekjulægstu og tekjuhæstu í hópnum. Fjármagnseigendur greiða minna en þriðjung þeirra skatta sem venjulegir launþegar þurfa að borga. Þeir njóta hins vegar sambærilegra réttinda til að fá barnabætur og vaxtabætur. Ef við skoðum þann afslátt aðeins nánar, að teknu tilliti til persónufrádráttar og tökum dæmi af tvennum hjónum með tólf milljónir í samanlagðar tekjur á ári, kemur í ljós að önnur hjónin sem vinna venjulega launavinnu borga þrjár milljónir fimm hundruð og tuttugu þúsund í tekjuskatt, útsvar og framkvæmdasjóð aldraðra.Hin hjónin, sem hafa jafnmiklar tekjur greiða einungis tæpa eina milljón í skatta.Fjármagnstekjurnar skerða hins vegar ekki barnabætur nema eins og venjuleg laun, þannig að þetta fólk fær barnabætur og vaxtabætur til jafns við hina
Sex þúsund og sexhundruð manns hafa meirihluta tekna sinna af fjármagnstekjum, þar af lifa tvö þúsund og þrjú hundruð þeirra eingöngu af fjármagnstekjum. Ríflega tvöþúsund þeirra gefa upp tekjur sem ná ekki skattleysismörkum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2007 | 18:51
Baugur.is
Það er áhugavert að Baugur Group skuli ekki hafa tryggt sér baugur.is.
Þeir nota hins vegar hið alþjóðlega lén - http://www.baugurgroup.com og baugurgroup.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2007 | 12:45
Í leit að athygli
Hérna er algjört bull á ferðinni og örugglega komið til vegna:
- vekja athygli
- Telja sig eiga inni atkvæði hjá þessum hóp um þessar mundir.
Eigum við ekki að leyfa þessum krökkum að skríða undan pilsfaldinum hjá mömmu áður en þau fara að kjósa?
![]() |
Vilja lækka kosningaaldurinn í 16 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.1.2007 | 12:35
Gaman af þessu
Þjóðin fylgist að sjálfsögðu spennt með, Magni farinn á vit ævintýranna. Okkar maður.
![]() |
Magni farinn til Bandaríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.1.2007 | 08:49
Ótrúleg harka
Það virðist alveg ótrúleg harka hlaupin í þetta og í hvert skipti sem einhver úr einum arminum segja eitthvað mæta 3 frá hinum og mótmæla.
Blaðið virðist svo komið í herferð gegn Magnúsi , alla vegna poppa alltaf nýjir og nýjir félagar úr miðstjórn tilbúnir að tala illa um Magnús.
![]() |
Ósannindum um borgarstjórnarflokk Frjálslyndra mótmælt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2007 | 23:00
Ég elska dreifbýlið
Bara ef einhver skildi ekki vita það, en menn hafa verið missáttir við færsluna mína um að "Basið" mun leysa byggðavandann.
Vandinn er víst í Reykjavík.
Ég var búinn að gleyma því hversu mikið álag höfuðborgin er á landsbyggðina. Það eru víst 30% sem búa út á landi sem vinna fyrir hinum 70% þjóðarinnar sem er á stór-Reykjavíkursvæðinu.
Ég veit að það eru langir vinnudagar úti á landi og það allt en common!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2007 | 22:56
Við fallega fólkið...
Ást við aðra sýn
Sjónvarpstöð í Hollandi hefur ákveðið að hefja upptökur á stefnumótaþætti. Það merkilega við þáttinn verður hins vegar að í hann má aðeins koma fólk sem er sjáanlega óheppið í útliti." Þátturinn á að heita Ást við aðra sýn."
Fyrsta þáttinn á að senda út þann 20. febrúar næstkomandi. Sjónvarpsstöðin auglýsir nú grimmt eftir fólki og á auglýsingu á heimasíðu hennar segir Ertu með alvarlegan útlitsgalla og ertu að leita þér að lífsförunaut?" Talsmenn stöðvarinnar segja að þátturinn eigi að vinna gegn fordómum sem beint er að fólki með alvarlega útlitsgalla.
Það sem þátturinn á að gera er að draga úr fordómum í garð þessa fólks, sjá til þess að það verði samþykkt í samfélaginu og fái þá virðingu sem það á skilið og auðvitað að hjálpa þeim að finna stóru ástina."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2007 | 22:54
Styður Röskva skólagjöld?
Mér finnst þetta fyndið. Ég veit ég á ekki að vera að koma með svona fyrirsagnir, en í gegnum tíðina hef ég heyrt oftar en ég fæ talið umræðu komna frá eldheitum Röskvumönnum þar sem fullyrt er að Vaka vilji fá skólagjöld.
Vaka hefur aldrei viljað taka upp skólagjöld, ekki frekar en Röskva.
Í dag mætti ég svo á opnun Rannsóknardaga en þar var gamli Röskvuliðinn Björgvin G. Sigurðsson. Björgvin mælti einmitt með skólagjöldum við HÍ í seinustu viku.
Í þessari er hann svo mættur upp í skóla í fylgd Röskvuliða.
Nú veit ég ekki hvað þeim fór á milli og hugsanlega var framkvæmdarstjóri stúdentaráðs að segja honum til sindanna.
Ég er samt hissa á að Röskvuliðinn hafi tekið þá áhættu að bjóða þessum gamla Röskvuliða til þessarar opnunnar, það er skrýtið að búa til tengingu á milli Röskvu og skólagjalda svona rétt fyrir kosninga. Ég veit auðvitað betur, en í hugum ýmissa er ljóst að það er ekki jafn ljóst. Framkvæmdarstjóri stúdentaráðs og þingmaðurinn sem er að mæla með skólagjöldum saman á göngu um skólann.
Ég hugsa að Röskvuliðar hafi bölvað honum í hljóði og jafnvel eitthvað upphátt. Að koma þessari umræðu af stað svo rétt fyrir kosningar og verandi gamall Röskvuliði.
[Leiðrétt]
![]() |
Stúdentar við HÍ stofna Innovit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.1.2007 kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)