29.1.2007 | 15:55
Heppinn!
Rosalega er þessi maður heppinn!
Þetta er auðvitað út í hött, auðvitað mun það skaða flokkinn ef Margrét og hennar fólk hverfur á braut. Hvernig má tala um þetta að þetta væri ekki klofningur!
Ég hlustaði á Magnús tala við Sigurð G. Tómasson í morgun og hafði gaman af. Ég held að Magnús hefði átt að halda sig við Fiskifræðin. Hann veit sitthvað um veiðar og sjómennsku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2007 | 15:52
10 kg grennri
Sannið til, að þessi spegill mun líka sýna fólk 10 kg grennri en það raunverulega er. Þegar það er komin tölva til þess að reikna föt á þig þá er engin ástæða til annars en að hún muni reikna þig grennri.
Mér fannst spegillinn sem gat tekið mynd og sent til vina alveg nóg fyrir minn smekk.
![]() |
Sýndarmátun nýjasta tækniundrið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2007 | 13:22
Skemmtilegir þrífarar

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2007 | 10:32
Skelfur Sjálfstæðisflokkurinn?
Það er kannski rétt að einhverju leiti, skjálfinn er þó ekki ótti heldur af hlátri. Hvernig var hægt að klúðra þessu þingi svona rosalega? Björn Ingi hlýtur þá að skjálfa líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 21:36
Samfylkunni mistekist?
Var að lesa um Silfur Egils á Vísi.is, þar er Jón Baldvin ekkert sérstaklega hress með Samfylkinguna. Er það nú ekki nema furða með það fylgi sem Samfylkingin er með þessa dagana. Skal svo sem engan undra að það sé ekki fylgisaukning í gangi á þeim bænum.
Vísir, 28. jan. 2007 19:45Vísbendingar um að Samfylkingu hafi mistekist
Allt bendir til að Samfylkingunni hafi mistekist að verða valkostur við Sjálfstæðisflokkinn, segir Jón Baldvin Hannibalsson. Ef stofna þarf nýja hreyfingu til að fókusera á aðalatriðin þá verði menn að gera það. Hann segir ótímabært að svara því hvort hann gengi í slíkan flokk.
Jón Baldvin fór mikinn í Silfri Egils í dag. Hann ræddi meðal annars um krónuna - verðtryggingarkrónuna - sem væri í raun og veru ekki til. Himinhátt verðlag vegna ofurtolla sem hjálpaði fákeppni í landinu. "Ofurtollarnir á Íslandi eru til þess að koma í veg fyrir viðskipti. Þeir eru svo himinháir að það breytir engu þótt þeir séu lækkaðir eitthvað."
Hann velti því upp hvort menn teldur það lífsgilda að vera komnir 100 ár aftur í tímann í vinnuþrælkun. "Atvinnuþátttaka og vinnutími beggja til að sjá fyrir fjölskyldu, þetta er það sama og er að gerast í Ameríku. Við erum að sumu leyti að verða eins og skrípamynd af amerískum kapítalisma."
Og þar með fjarlægjast hið norræna velferðarmódel. Talið barst líka að vaxtamuni - sem hefur aukist eftir að bankarnir voru einkavæddir. Var 2,5 prósent á viðreisnaráratugnum en er kominn í þrettán prósent. Ef rökin fyrir einkavæðingu voru að ríkið kynni ekki að fara með fé og bankastjórar væru pólitískir þá hefur einkavæðing bankanna gjörsamlega mistekist, segir Jón Baldvin. "Út frá sjónarmiði harðrar hagfræði og hagkvæmni, hagsmunum neytenda. Það ætti bara að þjóðnýta þá aftur."
Hann gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði allt benda til að Samfylkingunni sé að mistakast ætlunarverk sitt - að vera valkostur við Sjálfstæðisflokkinn. "Ef Samfylkingin ætlar að klúðra sínum málum þá er mikil alvara í því. Það er fólk hérna sem bara líður það ekki. Það er óbærileg tilhugsun að hafa þessa sömu ríkisstjórn hérna áfram. Og ef það þarf að stofna nýja hreyfingu sem fókuserar á aðalatriðin og býður upp á menn sem vekja traust en ekki málfundaæfingar í málþófi - nú, þá bara gera menn það."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 17:24
Vökumaður á baki Röskvublaðs
Þetta var ekki lítil mynd heldur heilsíðu mynd, og svo auglýsing frá Glitni.
Fyndið að hafa ekki beðið um aðra auglýsingu, en væntanlega mun þetta þó ekki hafa úrslita áhrif hjá mönnum. Oft missa menn sig þó yfir svona hlutum.
Ég skellti hins vegar upp úr þegar ég sá þetta.
Hérna má sjá nokkra auglýsingar með þeim félögum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2007 | 13:40
Kosningar í Bangladesh
Mér finnst þetta áhugaverður vinkill ekki síst í ljósi þess að Snæbjörn er búsettur í Banladesh.
Næst þegar ég hitti Snæbjörn er ljóst að ég spyr hann hvernig í veröldinni hann endaði uppi í Bangladesh.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 13:32
Góður árangur bloggara
Á árlegu þorrablóti sjálfstæðisfélagana var góður árangur bloggara.
Þrymur fékk góða gjöf og Friðjón fékk góða gjöf einnig, 3 mánaða kort í Hreyfingu og Lýsiskörfu. Væntanlega verður hann hress eftir Hreyfinguna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 13:27
Algjört klúður
Þessi kosning virðist klúður frá A-Ö, það er ekki furða að menn séu að efast niðustöðurnar.
![]() |
Kolbrún Stefánsdóttir kjörin ritari Frjálslynda flokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2007 | 17:55
Margrét á útleið og nýtt nafn Frjálslyndra?
Margrét Sverrisdóttir sagði, að hún teldi sig geta gengið af fundinum stolt og keik því engu hefði munað í kjörinu. Hún sagðist þó viðurkenna að niðurstaðan ylli sér vonbrigðum og eins að þurfa hugsanlega að sjá á bak hennar góða flokki. Boðaði hún síðan stuðningsfólk sitt til fundar á mánudaginn klukkan 18.
Ég ímynda mér að margir hafi ferkar viljað fá þessi úrslit, bæði vegna þess að Magnús er veikari pólitískus. En ekki síst held ég að margir vilji vita hvaða atburðarrás fer af stað. Magnús var búinn að segja að hann myndi una niðurstöðinni en Margrét ætlar hugsanlega ekki að gera það. Einnig er Sverrir búinn að tryggja sér nafnið og því munu deilurnar hadlda áfram innan flokksins.
Hverngi á flokki eftir að ganaga í kosningabaráttu um leið og hann er í dómsmáli að berjast fyrir nafninu?
![]() |
Magnús Þór kjörinn varaformaður Frjálslynda flokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)