Þar fór Ómarskenningin

Þar fór hugmynd mín um að Ómar Ragnarsson væri að bjóða sig fram til formensku ;) Hins vegar geri veit ég ekki en hvort Ómar ætli að bjóða sig fram á lista hjá flokkum.

Það kemur alls ekkert á óvart að það hafi verið ringlureið hjá flokknum, vegna nýskráninga á listann. Eins og ég skrifaði hérna er þetta fyrst og fremst græðgi hjá þeim til að fjölga í flokknum, hins vegar er ljóst að málefnastarfið er í algjöru smalli vegna þessa.

Það er ótrúlegt að flokkur sem vill láta taka sig alvarlega skuli bjóða upp á þessi vinnurbrög

Ringulreið á landsþingi Frjálslynda flokksins

Ringulreið ríkti á Landsþingi Frjálslynda flokksins á Hótel Loftleiðum síðasta klukkutímann sem nýskráningar í flokkinn voru leyfðar en þær voru stöðvaðar kl. 15.10. Á annað þúsund manns voru á fundinum og algert skipulagsleysi ríkti. Kosning um embætti varaformanns gat því ekki hafist á réttum tíma og ekki er víst hvenær hún getur hafist.

 

Guðjón Arnar Kristjánsson var endurkjörinn formaður flokksins með lófataki en flestir bíða eftir úrslitum úr kosningu um varaformann flokksins þar sem þau Margrét Sverrisdóttir og Magnús Þór Hafsteinsson berjast.

 

Landsþingið hófst síðdegis í gær með ræðu formannsins þar sem hann fór yfir helstu stefnumálin og ræddi um átökin sem hafa verið í flokknum. 500 manns gengu í Frjálslynda flokkinn á fimmtíu dögum frá því 10. desember. Nú er innstreymið mun örara enda stendur yfir smölun vegna átaka um varaformanninn. Af Rúv

 

 


mbl.is Guðjón Arnar kjörinn formaður Frjálslynda flokksins með lófataki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband