Ómar flengdur

Þetta er fyrirsögn á b2 þar sem vísað er á pistil á Andríki.  Í pistilinum er vitnað í Þráinn Skarphéðinsson, svæðisleiðsögumann.  Þar segir hann um Ómar, sem einn virðist mega njóta nátturunnar.

Það er grátbroslegt að heyra í Ómari Ragnarssyni þessa dagana, nú ætla hann og Andri Snær að friða náttúru Íslands og úthýsa hvers konar atvinnustarfsemi í landinu. Hér á bara að vera óspillt náttúra, engir vegir eða mannvirki og fólkið í landinu á að lifa á náttúrufegurðinni og öræfaþögninni einni saman. Þessi sami Ómar stundaði ólöglegt lágflug yfir Vesturöræfum, Snæfells- og Brúaröræfum síðastliðið sumar, eins og oft áður. Það virðast engin lög ná yfir atferli þessa manns, ég varð oft vitni að þessu lágflugi Ómars yfir Hafrahvammagljúfri síðast liðið sumar, hann kom ítrekað í lágflugi aftan að fólki sem stóð á barmi gljúfursins og það var ekki honum að þakka að enginn missti fótanna. Þegar kvartað var við flugturninn í Reykjavík skelltu þeir á þegar þeir heyrðu hver flugmaðurinn var, Ómar má brjóta öll lög og allar reglur. Þessi sami Ómar er svo að blása sig út í sjónvarpsviðtali í dag (6. febrúar) að það megi ekki rjúfa öræfakyrrðina, hún er svo dýrmæt, en ekki heyrðist mannsins mál fyrir flugvélagný við Hafrahvammagljúfur í sumar og ferðafólk starði skelfingu lostið á hrægamminn sem ógnaði öryggi þeirra. Ég ber ekki mikla virðingu fyrir þeim sem boða eitt en framkvæma annað.


Krónikan

Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með þessu nýja blaði, sannast sagna er ég fullur efasemda um að það sé markaður fyrir svona blað.

Ég er ekki sannfærður um að blaði muni ná að komast á kopinn, það er einfaldlega nægjanlegt framboð þessa dagana en ég held að fólk sé ekki að leita að svona blaði.

Egill bendir á að Helgarpósturinn hafi aldrei náð að gagna, hins vegar er var það nánast á tímum Gutenbergs og félaga. Prentun hefur auk þess lækkað gríðarlega á undanförnum árum með tæknivæðingu.

Þetta á auðvitað allt eftir að koma í ljós.

Hversu mikið klúður?

Hversu mikið klúður er að ná ekki að yfirheyra manninn? Ég heyrði að hann hefði verið búinn að yfirheyra Jón Ásgeir í 4 daga og þetta væri líklega í fyrsta skipti sem þetta gerist á Íslandi að yfiheyrsla er stöðvuð.  



mbl.is Settur saksóknari náði ekki að ljúka yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hresst þing

Ég fagna því að hingað skuli koma um 200 manns sem hafa áhuga á að halda þing sitt á Íslandi. Ég ætla svo sem ekki að koma með of mikið af klijum í þessum efnum, hins vegar finnst mér fínt að þetta fólk hittist hérna og ræði sín mál.

Ég get heldur ekki séð hvernig Hótel eigi að fara að neita þessu fólki að halda þingið sitt, svo lengi sem þau fara að landslögum. Það er ekki eins og þeir ætli að vera með einhverjar kvensur á fundinum eða stunda eitthvða ólöglegt.

Afhverju væri það svo meira ólöglegt þetta klám en það klám sem finnst á súlustöðum borgarinnar?

Um leið og ég segi þetta segi ég líka að ég hef aldrei nokkurntíma stigið fæti inn á svona staði.
mbl.is Klámþing verður haldið hér á landi í næsta mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyndin framsetning

Með þessari fyrirsögn og inngangi má skilja að það eigi að styrkja alla dúxa landsins, en svo er alls ekki heldu er verið að styrkja þá sem fara í Háskólann í Reykjavík. 


mbl.is Landsbankinn og HR styðja við bakið á dúxum landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterk staða Íslenska Ríkisins

Undanfarið hefur ekki heyrst neitt annað en úlfur úlfur frá stjórnaranstöðunni. Ef þú spáir nógu oft rigningu hlýtur það að rætast á endanum. Össur hefur spáð rigningu lengi undanfarið.

Maður veit aldrei, spádómarnir gætu ræst. Það er auðvitað spurning með vorið.
Hinn 14. febrúar staðfesti matsfyrirtækið Moody´s Investors Service lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í reglubundnu mati sínu (e. credit opinion). Staðfestar voru einkunnirnar Aaa fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum og P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur eru stöðugar.

mbl.is Moody's staðfestir lánshæfismat ríkissjóðs Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm milljónir á hvern Íslending

Það er áhugavert að hugsa til þess að lífeyrissjóður Íslendinga standi fyrir 5 milljónum á mann. Þetta er ekki síður áhugavert í samanburði við það að Norðmenn eiga 4 milljónir á mann í sínum fræga digra sjóði olíusjóðnum, sem svo oft hefur verið rætt um, sem óendalegan djúpur vasi.

Staðan hefur svo abatnað verulega á þessu ári, miðað við þetta. Eignirnar hafa vaxið um heil 800 þúsund á einu ári, sem hlýtur að teljast góður vöxtur.
Hreinar eignir lífeyrissjóðanna námu 1.496 milljörðum króna í árslok samkvæmt efnahagsyfirliti lífeyrissjóða sem Seðlabankinn birtir. Jukust þær um 277 milljarða á milli ára eða um 22,8 prósent.

Í Morgunkorni Glitnis er bent á að væri eignum lífeyrissjóðanna skipt upp á milli landsmanna fengi hvert mannsbarn um 4,9 milljónir króna að meðaltali í sinn hlut. Á árinu 2006 jukust eignir hvers og eins því um 800 hundruð þúsund krónur að meðaltali.

Til samanburðar benda Glitnismenn á að hver Norð-maður eigi sem svarar 3,9 milljónum króna í norska ríkislífeyris-sjóðnum, sem áður kallaðist Olíusjóðurinn.

Innlendar eignir voru 1.033 milljarðar króna og jukust um 17,2 prósent. Erlendar eignir hækkuðu mun meira, þær voru komnar í 443 milljarða sem er um 48 prósenta aukning frá árslokum 2005. Hækkun erlendu eignanna skýrist annars vegar af lækkun á gengi íslensku krónunnar og hins vegar af hækkun á erlendum hlutabréfamörkuðum í fyrra.

Síðasti mánuður ársins var góður fyrir lífeyrissjóðina en þá jukust eignir þeirra um 57,4 milljarða á milli mánaða.

Frá árslokum 2004 hafa eignir lífeyrissjóðanna aukist um 500 milljarða króna, eða um helming. Miðað hversu árið hefur farið vel af stað á hlutabréfamörkuðum má búast við góðri ávöxtun á þessu ári.

Nokkrir frægir reikningar

Það er nokkuð skemmtileg pæling að þetta sé frægasti reikningurinn, líklega er það rétt. Reikningar eiga það sem svo ekki til, svona einir og sér að gerast frægir.

Svona rétt snöggvast man ég eftir tveimur reikningasögum, önnur er af flugturninum á Akureyri, þar stóð víst 1. stk flugturn, x milljónir. Hinn er svo reikingurinn hjá píparanum, sem vann fyrir lækninn. Lækirinn greiddi píparanum svart, en taldi svo fram vinnu píparans. Þegar skatturinn fór svo í bókhald lækisins, sáu þeir að það vantaði reikning frá píparanum og gerðu ráð fyrir svartri vinnu. Þegar skatturinn hafði svo samband við píparann, þakkaði hann þeim pent fyrir sig, hann hefði einfaldlega gleymt að skrifa reikning og sendi lækninum reikning.

Ég ábyrgist hvoruga sögnuna, en datt þetta bara í hug þegar minnst var á reikninga.
mbl.is Frægasti reikningurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leið Margrétar og Félaga til Valda

Var að lesa algjöran snilldar pistil á Flugufætinum á Deiglunn. Leið Margrétar og Félaga til Valda. Mæli með þessu en eins og segir í textanum við Flugfótinn, þá er ekki er flugufótur fyrir flestu því sem fram kemur í Flugufætinum.

Ég held að þetta sé nokkuð hressari lesning en hjá Dofra á bloggi Hux. Það virðist vera ofboðslega lítið að gera í verkefastjórnuninni, eða hvaða titil hann ber hjá Samfylkingunni.

Fulli gaurinn í Kastljósi

Var að horfa á Kastljósið þar sem Andri Freyr mætti aftur eftir að hafa keyrt fullur í herminum í gær.

Held að þetta hafi verið PR - Múv ársins, eða svo gott sem, það hefur nú ekki farið fram hjá neinum "Fulligaurinn í Kastljósinu". Ég hafði amk. aldrei séð manninn á bakvið röddina, hjá Freysa eða Capone.

Nú veit þjóðin hver maðurinn er.

Fann svo áhugaverða lýsingu hér:
Reyðfirðingurinn knái Andri Freyr Viðarsson er, þrátt fyrir sláandi ungan aldur, einn af reyndari útvarpsmönnum landsins. Hann byrjaði með þáttinn Karate árið 1998 og hefur verið kenndur við útvarp æ síðan, þrátt fyrir nokkur stutt stopp á Domino´s pizza, Íslandspósti, Ferskum kjúklingum og öðrum vinnustöðum. Andri sökkti sér af fullum krafti í útvarpið aftur árið 2002 þegar hann leysti af þá félaga Sigurjón Kjartansson og Dr. Gunna, sem voru með þáttinn Zombie á sínum tíma. Þar varð til hinn goðsagnarkenndi Freysi, sem þótti algjör bylting í íslensku útvarpi og tókst honum heldur betur að hræra í samfélaginu með alls kyns sprelli og gamanmálum sem stundum þóttu fara vel yfir strikið. Þátturinn Freysi var í loftinu í u.þ.b. þrjú ár og rann sitt skeið í byrjun árs 2005. Andri lagði Freysa-nafnið á hilluna um leið og hann hóf störf á x-fm og morgunþátturinn Capone hóf göngu sína. Þar fer Andri Freyr á kostum alla virka morgna milli kl. 7 og 10 ásamt félaga sínum og æskuvini Búa Bendtsen. Andri er einnig mikill músikant og gerði hann garðinn frægan með hljómsveitum eins og Bisund, Fidel, og Prozac, sem reif nú mörg þökin af reyðfirskum skemmtistöðum á árum áður

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband