Nafnlaus blogg

Það virðist komin einhver týska að koma með nafnlaus blogg, út af hinum ýmsumálefnum. Allt frá hina fræga orði götunnar, sem dó þegar Andrés Jónsson fékk sér vinnu eða hvað? Það var hins vegar allt hið dulafylsta mál og reynt að ala á dulúðinni.

Ég skil ekki afhverju menn þurfa að skammast sín fyrir skoðanir sínar á þennan hátt.

Tilraunir með örbylgjuofna

Ég sá Kastljósið í kvöld, þar sem fólki var kennt að gera tilraunir með örbylgju ofna. Ég geri ráð fyrir að fjölmargir heimilisfeður séu að framkvæma eitthvað af þessu tilraunum, vonandi springa ekki of margir örbylgjuofnar eftir að ljósaperan var skilin of lengi inn í ofninum.

Eða eins og þeir í Kastljóstinu myndu segja:Bara muna eftir vatnsglasinu.

Fyrir áhugamenn um örbylgjuofna og sprengingar eru hérna tvö myndbönd sem vonandi svala þörfinni.

Jón Ásgeir í RÚV

Tók eftir því að Jón Ásgeir, reyndar Sigurðsson, er að fara í stjórn RÚV. Við fyrsta lestur hélt ég að þarna væri enginn annar en Jón Ásgeir Jóhannesson á ferðinni.
mbl.is Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. kjörin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyslugrannir Eyjamenn

Heldur þykir mér Eyjamenn vera neyslugrannir, verðið fyrir mann og bíl virðist hækka um 300 krónur per ferð. Ég veit ekki hvað meða Eyjamaðurinn fer oft á milli lands og Eyja en annað hvort er maturinn svona ódýr í Eyjum eða þeir borða lítið.
mbl.is Gjaldskrárhækkun Herjólfs upphefur ávinning af matarskattslækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gekk ég kannski í Frjálslyndaflokkinn??

Það er áhugavert mál í gangi núna á málefnunum, félagi í Frjálslyndaflokknum virðist hafa upplýsingar um það að StebbiFr hafi verið skráður í flokkinn.

Þetta eru greinilega dæmi um þau makalausu vinnubrögð sem fóru fram á þessu þingi, amk. hafi einhver skráð sig á þingið í nafni Stebba og fengið að kjósa.

Það er líka áhugavert að vita til þess hversu opin flokksskráin er, þegar menn geta verið að þefa í henni finna áhugaverð nöfn og skrifa um það á netinu. Þetta er væntanlega eitthvað sem myndi bara gerast hjá Frjálslyndum.

Manni er spurn hvort maður hafi verið þarna líka? Þeir sem hafa tjáð sig um þetta mál, virðast sumir halda að þetta hafi verið vegna þess að Stebbi hafi verið að tjá sig um málefni Frjálslyndra, já og skipta sér af þeim. Ég "skipti mér" nú aldeilis aldeilis af þessu þá líka með því að blogga um þetta eins og Stebbi gerði.

Þetta er kannski einhver aðferð hjá þeim í Frjálslyndaflokknum til að fjölga í sínum röðum? Skrá fólk bara í hann.

Silvía í kynningarátaki.

Þeir mega eiga það sem standa að baki Silvíu að þeir vita hvernig á að standa að kynningarmálum. Fyrst er það þessi samningur, sem í raun engin veit hvað er eða hvort sé raunverulegur, "drotningarviðtöl" í fjölmiðlum og svo heimsóknir til bloggara.

Hvað er betra en að bögga nokkra vinsæla bloggara, sem augljóslega munu blogga um þetta. Með tugiþúsunda lesendur á viku eins og sumir eru með, er einn laugardagur á rúntinum lítil vinna fyrir mikla kynningu.

Það kom mér á óvart hvað þetta var samt lengi að berast í fjölmiðla. Ég átti von á því að svona færi inn á fyrsta degi.

Ég sé að þau hafa heimsótt nokkra framsóknarbloggara, það er spurning hvort Framsókn fái ekki þetta fólk í vinnu...

Hitt er svo annað mál, að ég á seint eftir að kaupa diskinn hennar.
mbl.is Silvía Nótt herjar á bloggara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástandið í framsókn

Ástandið í framsókn er orðið virkilega slæmt, þegar menn eru farnir að kenna um utanlandsferðum. Ætli þeir fara meira út en annað fólk?   


Jólagjöf sem lifir

Skrifaði í dag um skemmtilegu jólagjöf KB Banka.   

Það er ótrúlegt hvað þessi svarta efnislufsa ætlar að vekja miklar umræður. 


Hvað erum við að kvarta

Veit ekki hvað við erum að kvarta, miðað við þessa verðbólgu. Húsnæðislánin fengu að bólgna aðeins í vetur, en hvað þá ef þetta væri verðbólgan.
mbl.is Verðbólga í Simbabve tæp 1.600%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki tímabært

Er Gunnari Smára nokkuð að færast of mikið í hönd í einu? Væri ekki nær að koma Danmerkur verkefninu í höfn fyrst áður en ráðist er í útgáfu víðar?
mbl.is "Dagsbrún" á bak við fríblað í Boston
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband