16.2.2007 | 21:29
Meira um klámráðstefnuna
Stígamót lýsa því yfir að þau telji líklegt að stjórnvöld muni banna þessa ráðstefnu. Það kæmi mér amk. mjög spánskt fyrir sjónir ef það væri gert og á hvaða rökum, jú að þetta stuðli að barnaklámi og mansali. Hvorugt á við rök að styðjast.
Hvað svo eitthvað lið vilji striplast hérna á landi? Er það ekki þeirra eigið mál?
Ég skil bara ekki hvað öll þessi læti eru út af.
Þetta er væntanlega ekki seinasta færslan mín um þetta mál.
16.2.2007 | 21:18
Snilld!
Er ekki málið að þetta verði næsta verkefni fyrir Andra Capone að veiða hákarla. Við Íslendingar hljótum að vera með okkar eigin hákarla veiðimann.
Annars held ég að Árni Matt ætti að senda (svona for old times sake) sjávarútvegsráðherra Ástrala bréf og spurja hverju það sæti að þeir séu að veiða Hákarla þegar þeir fordæma hvalveiðar Íslendinga.
![]() |
Drukkinn veiðimaður veiddi hákarl með berum höndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2007 | 20:35
Hvað þarf maður að gera til að vera stórkaupmaður?
Þar sem ég veit ekki hvað þarf að gera til að verða stórkaupmaður? Ég velti þessu fyrir mér þegar ég sé að Skúli Björnsson er formaður stórkaupmanna og vinnur hjá fyrirtæki sem ég hef heyrt af?
Þetta vekur sem sagt upp spurningar hjá mér hvenær maður er kaupmaður og hvenær maður er stórkaupmaður.
Verða menn stórkaupmenn við að ganga inn í félagið, óháð því hvort maður hafi selt eitt einasta stikki um ævina?
![]() |
Skúli J. Björnsson nýr formaður FÍS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.2.2007 | 15:17
Vill Össur þjóðnýta 10/11?
Hugo Chavez, eða strigakjafturinn með stálhnefana eins og Össur Skarphéðinsson kallar hann, sýndi sitt rétta andlit í gær. Á fundi með öldruðum stuðningsmönnum sínum sagðist hann ætla að þjóðnýta matvöruverslanir sem seldu kjöt á hærra verði en stjórnvöld heimila. Sagðist hann aðeins vera að bíða eftir afsökun til þess að yfirtaka verslanir í einkaeigu sem ráðskast með verðlagið!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.2.2007 | 15:12
Skemmtileg deila í uppsiglingu
Nýr Dyrhólagatisti?
Öllum getur skjátlast. En það er misjafnt, hversu illa þeim verður á og hversu vel þeir taka því síðan. Frægt var, þegar Finnur prófessor Magnússon las í maí 1834 kvæði undir fornyrðislagi úr jökulrispum í Runamo í Svíþjóð. Þótti það einhver mesta háðung, sem orðið hefði í norrænum fræðum. Mikill lærdómur leiddi hann í gönur. Finnur var hinn vænsti maður, en lét lítið fara fyrir sér eftir þetta.
Annað dæmi var, þegar Björn Jónsson ritstjóri birti í Sunnanfara 1901 mynd af Gatkletti við Arnarstapa á Snæfellsnesi, en sagði, að hún væri af Dyrhólaey. Keppinautur hans, Hannes Þorsteinsson, ritstjóri Þjóðólfs, var ekki seinn að benda á villuna. En Björn vildi ekki viðurkenna hana, þótt augljóst væri, og kallaði Þjóðólfur hann stundum eftir það Dyrhólagatistann". Þetta uppnefni var því sárara sem Björn hafði sökum þrálátra kvíðakasta ekki lokið prófi frá Kaupmannahafnarháskóla.
Það var öllu saklausara, þegar Sigurður Skúlason norrænufræðingur gaf út Sögu Hafnarfjarðar 1933. Hann hafði mislesið te fyrir tjöru í verslunarskýrslum og gert Hafnfirðinga fyrir vikið að áköfum tedrykkjumönnum. Jón Helgason orti um muninn á Kristi og Sigurði:
Fyrst kom einn og breytti vatni í vín
og vann sér með því frægð sem aldrei dvín.
En annar kom og breytti tjöru í te
og tók að launum aðeins háð og spé.
Sigurður bar ekki sitt barr eftir þetta. Hann hefði auðvitað átt að sjá villuna, en gerði það ekki.
Alræmdasta dæmið var af Guðbrandi Jónssyni prófessor. Hann skrifaði í útvarpsgagnrýni í Vísi 19. nóvember 1938, að erindi, sem dr. Björn Karel Þórólfsson skjalavörður hefði flutt, hefði verið efnisríkt, en of þurrt, og flutningurinn var of þver og svæfandi". Sá hængur var á, að erindið hafði fallið niður. Guðbrandur afsakaði sig með því, að hann hefði sofnað við útvarpið og ekki lesið rétt úr hraðrituðu minnisblaði. Hlegið var um allt land. Þetta varð Jóni Helgasyni tilefni til gamankvæðisins Hraðritunar".
Sigurður A. Magnússon féll síðan fyrir gamalkunnu bragði, þegar borin var undir hann ljóðabók, sem tveir blaðamenn á Vikunni höfðu soðið saman eina sumarnóttina árið 1963. Hann fór hinum lofsamlegustu orðum um bókina, sem prakkararnir nefndu auðvitað Þokur. Þá orti Loftur Guðmundsson:
Dæmdi sig hinn dóma strangi
dárann mesta í glópa flokki.
Alltaf hefði Mera-Mangi
muninn þekkt á skeiði og brokki.
Faðir Sigurðar var kunnur hestamaður og kallaður Mera-Mangi.
Ég sé ekki betur en Þorvaldur Gylfason, sem er einmitt prófessor eins og þeir Finnur og Guðbrandur, sé kominn í þennan fríða flokk. Hann birti hér í blaðinu 10. ágúst 2006 grein um Gini-stuðla, sem áttu að sýna, að tekjuskipting á Íslandi hefði á tíu árum breyst úr því, sem hún var í Noregi, í það, sem hún væri á Bretlandi. En Þorvaldur gáði ekki að því, að Gini-stuðlarnir fyrir önnur lönd voru reiknaðir án söluhagnaðar af hlutabréfum og verðbréfum, eins og venjan er, en þeir Gini-stuðlar, sem hann reiknaði út fyrir Ísland, voru að slíkum hagnaði meðtöldum.
Þetta er svipuð villa og ef Sigurður gamli Skúlason hefði lagt saman tölur um notkun Íslendinga á tei og tjöru, fengið út háa tölu, borið hana saman við tölur um notkun annarra þjóða á tei einu saman og síðan fullyrt, að Íslendingar drykkju miklu meira te en aðrar þjóðir. Samkvæmt nýrri skýrslu Evrópusambandsins um tekjuskiptingu 2003-2004, sem er aðgengileg á heimasíðu hagstofunnar, er tekjuskipting á Íslandi ein hin jafnasta í Evrópu, aðeins jafnari í þremur löndum og ójafnari í 27 löndum.
Þorvaldur ber ekki fyrir sig eins og Guðbrandur, að hann hafi dottað yfir minnisblaði. Þess í stað skiptir hann um umræðuefni, eins og sést á grein hans hér í blaðinu í gær. Þar víkur hann talinu að því, að tekjuskiptingin sé orðin hér eitthvað ójafnari en hún var fyrir 10-15 árum, sem er eflaust rétt, en minnist ekki á samanburð Gini-stuðla fyrir Ísland og önnur lönd, sem var aðalatriðið í máli hans síðastliðið haust. Þorvaldur þrætir þannig enn fyrir, að mynd sín af tekjuskiptingunni sé röng. Höfum við Íslendingar eignast nýjan Dyrhólagatista?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2007 | 15:06
Hvað á að gera?
Svo lengi sem þetta fólk gerir ekkert ólöglegt er varla hægt að banna þeim að koma hingað og halda þessa ráðstefnu.
Stígamót: Klámráðstefnu verði aflýst
Stígamót skora á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir að þing nærri hundrað framleiðenda klámefnis fyrir netmiðla verði haldið á Íslandi í næsta mánuði.
Bréfið sem er undirritað af Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu Stígamóta er stílað á ríkisstjórn Íslands, þingheim, borgarstjórn, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins og ríkislögreglustjóra.
Í bréfinu segir m.a. að Íslendingar hafi sýnt að þeir vilji ekki fá fulltrúa skipulagðra samtaka lögbrjóta til landsins. Það hafi t.d. verið sýnt í verki þegar fulltrúar Vítisengla gerðu tilraun til að ná fótfestu á landinu. Í bréfi Stígamóta segir að því verði ekki trúað að þessi samkoma verði liðin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2007 | 15:03
Geyspaði hún í alvöru?
Ég á nú ekki til orð yfir þessu, að hún skuli hafa geyspað! Ótrúlegt.
Ég sá einhverstaðar að einhver greiddi 500 dollara fyrir tyggjó frá fræga fólki. Sú manneskja var svo sannarlega engin Paris Hilton.
Hvað ætli tyggjóið hennar myndi kosta?
![]() |
Paris Hilton þreytt á óperudansleik í Vín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2007 | 14:56
Betra seint en aldrei
Það væri áhugavert að heyra af því hvort við ættum orðið okkar eigin póstsafnara.
![]() |
Gamall póstur borinn út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2007 | 14:44
Heilar 15 þúsund krónur
Hann fer sjálfsagt út að borða maðurinn í kvöld og heldur upp á þetta. Reikningurinn fyrir það verða sjálfsagt 20-30 þúsund. Nema að hann panti sér bara pizzu.
![]() |
Ker dæmt til að greiða 15 þúsund krónur í bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2007 | 00:13
Koma bankarnir fram sem móðir Teresa?
Það tók steininn úr þegar Ögmundur talaði um gjafi bankana til lista á menninga á Íslandi og hann sagði að bankarnir kæmu fram sem móðir Teresa. Hvers konar vitleysa er þetta? Hvernig er það slæmt að bankar eru að styðja við bakið á listamönnum?
Ég vona að okkur verði forðað frá því að menn eins og Ögmundur komist til valda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)