20.2.2007 | 08:45
Kostar ekkert að menga?
Athygli skal vakin á að það var bara verið að ræða um rekstrarkostnað, innkaups verð er annað mál. Þar eru örugglega tækifæri til að lækka gjöld og álögur á bifreiðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2007 | 00:18
Umfjöllun um kynlífsráðstefnuna
Egill Helgason skrifaði mjög áhugaverðan pistil um klámráðsetefnuna. Hvernig verið er að bendla þetta fólk við barnaklám, án þess að fyrir því liggi nokkuð annað en það að skapa viðbjóð hjá fólki, hitt hvernig sumir tala um að loka eigi landinu. Hvernig er hægt að taka mark á svona fólki, þegar það er að tala um málefni sem venjulegt fólk er sammála? Má búast við því að allur málflutningur þeirra sé litaður á þennan hátt?
Ég las svo á Bloggi Rósu Erlingsdóttur í dag, eftirfarandi:
Auðvitað fór það svo að tæknilega er ekki hægt að stoppa ráðstefnu klámhunda á Íslandi. Ekki má ganga gegn helstu rökum frjálshyggjunnar um frelsi einstaklingsins og hefta för klámframleiðenda þó þeir hafi játað á sig lögbrot í fréttum Ríkisútvarpsins.
Ætli víkingasveitin verði send að njósna þegar farið verður á skíði á afvikna staði? Verður fróðlegt að fylgjast með hvernig og hvenær verði gripið til aðgerða ef einhver grunur leikur á lögbrotum.
Er nú svo hægt að fara að um bæinn að handtaka fólk út af einhverju sem það hefur hugsanlega ætlað að gera? Það er hangið á þessu eina hálmstrái, til þess að gera þetta all voðalega tortryggilegt.
Á nú að fara að ráðast inn í svefnherbergi hjá fólki í leit að myndavélum? Það er vel þekkt að af einhverjum ástæðum sem ég skil ekki tekur sumt fólk myndir af sér stunda kynlíf, hérna er um hreint klám á ferðinni samkvæmt þessu. Og hvað með það þótt að það verði ákveðið að taka mynd af nöktu fólki í einhverjum afviknum dal, hvern sakar það?
Svo var nú merkilegt að lesa á sama bloggi rétt á eftir hvernig Steingrímur J, var máluð sem einhver karlremba. Sem höfundur skrifaði reyndar ekki sjálf sagði að væri eins og mælt úr hennar munni. Skildu aðrir femínista úr VG kvitta upp á þetta?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 16:42
Guð almáttugur bjarga okkur frá Össuri
Var að lesa bloggið hans Össurar þar vill hann breyta lögum um gjaldþrotaskitpi, þannig að kröfur á hendur þeim, sem sætir gjaldþroti, falli niður við lok skipta, ef ekki fæst fullnusta þeirra við gjaldþrotaskiptin.
Undir lokin segir hann:
Þessu ætla ég semsagt að breyta þegar mínir menn fara í ríkisstjórn og guð forði bönkunum frá því að gera annaðhvort mig eða Jóhönnu Sigurðardóttur að arftaka Árna Matt.
Guðmundur Magnússon fyrrum bloggari var fljótur til og svarar:
Megi Guð almáttugur bjarga okkur öllum frá því,ekki bara bönkunum.
Það er samt gott að vita hverjir eru fjármálaráðherraefni þeirra. Ég tek undir með Össuri að það veiti ekki af því að breyta þessum, ef hann verði fjármálaráðherra.
Samfylkingin hlýtur að ráða yfir betri fjármálaráðherraefnum en þessum tveimur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.2.2007 | 16:11
Hið eina rétta
Auðvitað getum við ekki stöðvað ferðalög fólksins hingað til lands, hins vegar geta menn tekið á því ef þetta fólk fer að brjóta einhver lög.
Við getum ekki takmarkað ferðir fólks bara af því við höldum að það ætli að gera eitthvað ólöglegt.
Þetta er mun eðlilegri afstaða heldur en margra annarra sem hafa lagt til að landinu verði lokað, í einhverjum popúlisma.
![]() |
Ekki hægt að hefta för klámframleiðenda hingað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 14:17
Flott hjá Miði.is
Þegar ég les fréttina var eins og eina leiðin til að fá rafræna miðann, væri í gegnum MMS. Nú eru menn eins og ég ekki mjög nútímalegir í símum, og minn er gamli jálkur er t.d. ekki með MMS. Hef amk. aldrei notað mér þann fídus, því fannst mér heldur flókið að nýta sér þetta. Síðar kemur í ljós að þetta er bara ein þjónustan, ég mun geta nýtt mér að prenta út miðann og mæta með mitt útprentaða blað.
Mér finnst flott hjá midi.is að kommentera strax á bloggið og leiðrétta miskilninginn. Þar á bæ eru menn greinilega að fylgjast með umræðunni. Flott hjá þeim.
Annars finnst mér merkilegt að ekkert bíó hérna heima skuli bjóða upp á númeruð sæti. Manni finnst alltaf hálfgerð ómenning í gangi þegar fólk er að ryðjast inn til þess að ná sér í bestu sætin. Úti í Danmörku panta menn sér sæti á netinu eða í miðsölu og fá bara sitt sæti. Svo er hægt að hafa nægan tíma til þess að kaupa sér popp án þess að standa í troðningi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 13:26
Hressandi steggjun
Svo hefur maður auðivitað orðið vitni af aðilum bara klæddum í plastpoka, með vodkapela um hálsinn, vafrandi um miðbæinn.
Ég held nú samt að tími þessara ofursteggjanna sé að mestu liðinn. Þetta er amk. ekki mjög spennandi innganga í hjónabandið að þurfa að greiða háar sektir, eða eiga von á lögsóknum eftir tryllt djamm.
![]() |
Steggjunin endaði í fangaklefa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 11:45
Króníkan
Ég las Krónikuna um helgina og varð fyrir nokkrum vonbrigðum. Það var fyrst og fremst fyrir efnistökin, ég hélt að það ætti að vera fréttablað með dýpri greiningu á fréttum. Ég get alveg eins keypt mér Mannlíf eins og að kaupa mér þetta blað.
Ég vil fá slúður, ég vil fá dýpra fréttatengt efni um málefni líðandi stundar. Hvorugt fannst mér koma fram í þessu fyrsta tölublaði.
Ég vona að þeir endurskoði þetta og næsta útgáfa verði betri.
Spá þulan Ellý Ámansdóttir segir að þetta sé í stjörnumerkinu hjá ritstjóranum. Ég hef aldrei verið trúaður á stjörnumerki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 09:27
Gaman að hitta bloggvin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 09:16
Of flókið
![]() |
Bíó: Rafrænir bíómiðar teknir í notkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.2.2007 | 09:13
Smáborgarabylting vegna klámstefnu
Smáborgarabylting vegna klámstefnu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)