22.2.2007 | 12:30
Ellilífeyrisgreiðslur hæstar á Íslandi af Norðurlöndunum
Ég var að lesa Vefrit fjármálaráðuneytisins. Þar kemur fram að samkvæmt NOSOSKO, eru ellilífeyrisgreiðslur hæstar á Ísland af Norðurlöndunum.
Undanfarið hefur formaður Samfylkingarinnar farið mikinn í umræðu um málefni eldriborgara. Miðað við þetta umræðuna hefur mátt skilja að hér á landi væri ástandið verst miðað við hin Norðurlöndin en nú kemur annað í ljós.
Ég heyrði svo í gær að allur vindur væri úr þessum framboðsmálum hjá eldri borgurum, menn hefðu einfaldlega ekki komið sér saman um fólk og málefni. Það kemur ekki mikið á óvart eftir að hafa heyrt umræðuna um þessi mál.
Samkvæmt nýjustu útgáfu NOSOSKO (Nordisk Socialstatistisk Komité 27:2006) eru ellilífeyrisgreiðslur hæstar á Íslandi af Norðurlöndunum. Í mælikvarðanum eru teknar allar lífeyrisgreiðslur á mann, bæði frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum. Í samanburðinum er ellilífeyrir á Norðurlöndunum í kaupmáttarleiðréttum evrum þ.e. tekið er tillit til verðlags í hverju landi. Tölurnar miðast við mánaðargreiðslur og eiga við um árið 2004. Það ber þó að taka fram að tölur NOSOSKO byggjast á meðaltölum og getur ellilífeyrir innan hópsins verið misjafn. Eins og sést á myndinni eru ellilífeyrisgreiðslur hæstar á Íslandi, nokkru hærri en hjá Norðmönnum sem koma næstir. fullgerðra íbúða hefur fjöldi íbúða í byggingu í árslok aukist úr 4.692 íbúðum í árslok 2005 í 5.144 íbúðir í lok síðasta árs. Tölur þessar benda til að janúarspá fjármálaráðuneytis um 11% aukningu íbúðafjárfestingar árið 2006 reynist of lág.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2007 | 11:16
Ómálefnaleg umræðupólitík
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2007 | 09:43
Dominos auglýsingarnar
Ætli það sé hægt að gera hvað sem er fyrir þetta fyrirtæki en samt hefur það gildi sem auglýsing? Afhverju eru þeir þá að eyða peningum í að framleiða þessar leiðinlegu auglýsingar?
Reyndar eru útvarpsauglýsingarnar hjá þeim oft ágætar með Simma og Jóa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2007 | 14:22
Að falsa tölvupósta
Ætli einhver hafi sagt aðstoðarmanninum þetta?
![]() |
Falsaðir tölvupóstar og samsæri í Baugsmálinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2007 | 14:01
Ekkert grín
![]() |
Lykilorð sýnileg á blog.is fyrir mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2007 | 09:10
Djíbútímenn og orkumálin
Fylgdist í fyrradag með Djíbútímönnum í fylgd lögreglu fara upp í Orkuveitu. Það má segja að þessi fyrirtæki hafi náð ótrúlegum árangri. Þá rifjaðist upp fyrir mér hvað Íslendingar eru að gera góða hluti í orkumálum, það er ekki bara þessi eina litla þjóð sem svo fáir hafa heyrt um, við erum að taka þátt í mun fleiri verkefnum.
Við erum svo að kenna í jarðvarmaskóla Sameiuðuþjóðanna, og hér er földi manns á hverju ári að læra af Íslendingum. Ég sit núna tíma með góðum hóp úr þessum skóla og eru þau öll "top of there class", í þeirri eftirsóttu stöðu að fá að koma hingað til lands.
Íslensku útrásar fyrirtækin eru að gera mjög góða hluti og eru eftirsótt. Má nefna dæmi eins og Enex, sem er að reisa virkjanir um allan heim og nú seinast í Kína. Svo eysir green Engergy, og Hydro kraft.
Þetta eru bara nokkur af þeim verkefnum sem ég veit um, ég hef frétt af öðrum þar sem Íslendingar hafa verið að vinna að því að bæta vatnsaflvirkjanir á erlendri grundu, þannig að nýtni þeirra eykst.
Í öllum þessum verkefnum eru Íslendingar að vinna að umhverfisvænum orkumálu, það er alltaf verið að mála eitthvað svartnætti í orkumálum Íslendinga, hversu miklir umhverfissóðar við séum. Við erum nú ekki meiri sóðar en það að þekking okkar er eftirsótt víða um heim, í þeim tilgangi að bæta umgengni við náttúrúna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2007 | 15:20
Báru ekki ábyrgð, rukkuðu ekki en selja núna dót
Hérna er hægt að bjóða í lokk, ég veit ekki hvort þetta er raunverulega orginal lokkur, en verðmæti hársins er sagt vera 1 milljón dollarar. Tja.... ef þessi hágreiðslustofa fær ekki ágætlega greitt fyrir klippinguna þá veit ég ekki hvað.
Sjálfu hef ég ekki í huga að bjóða í þennan lokk.
![]() |
Varað við sviknum hárlengingum af Spears |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2007 | 14:58
Snilldarumræða
Ótrúlega skemmtileg umræða sem er þarna í gangi. Það er auðvitað aðalatriði hvort hérna sé mús eða kartafla.
Mér finnst hann hafa verið snöggur til, með ástæðu á reiðum höndum. Hressar þessar kartöflur. Mæli með þessu í sýning, þetta er sýnt í 55:56 í þessu myndbandi.
![]() |
Kartöflumús í Bónus? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2007 | 10:50
Löngu tímabært
Það er löngu tímabært að Ísland fái nýja tengdason, það er orðið ansi langt síðan við fengum alvöru tengdason. Þetta hafa bara verið einhver fling.
Það er eiginlega orðið svo langt síðan seinasti alvöru tengdasonur Íslands var á ferðinni að Jerry Seinfeld kemur í hugann. Hefur ekki allt annað verið bara svona "one night stand" í boði Flugleiða?
![]() |
The Sun fjallar um Jude og Höllu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2007 | 09:30
Auðkennislykillinn góði
Hitt er svo annað mál að þessir lyklar eru algjört drasl. Þetta hangir á lyklakippunni hjá manni, sem verður fyrir hinum ýmsu höggum. Nú þegar er einn lykill ónýtur hjá mér. Það á eftir að koma í ljós hvað ég þarf að bíða lengi eftir nýjum, eða hvort heimabankinn minn sé bara læstur á meðan.
Ég hef gert ýmsra tilraunir með þetta undanfarið, en það virðist þurfa að ýta ansi oft á takann til þess að læsa mann úti, random númerið virkaði þó ekki og að lokum þá virkaði ekki að nota annan lykil. Þannig að eitthvað vit virðist vera í þessu.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)