19.2.2007 | 00:55
X Factor
Nú berndir Atli Fannar á að það séu skilmálar sem keppendur skrifa undir að Stöð 2 megi fitla við þessi úrslit. Í athugasemdum er bent á að þetta sé neyðarúrræði. Hvað ætli þurfi að koma fyrir til þess að þeir breyti úrslitum símakosninga? Ég sé ekki alveg hvaða ástæður séu uppi til þess að þurfi að grípa til þess ráðs.
Fyrst ég er farinn að tjá mig um X factor, þá held ég að kynnirinn geti ekki mögulega verið verri! Þeir hefðu fengið betri kynningu með því að fá Lalla Johns í hlutverkið. Allir brandararnir eru misheppnaðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 00:41
Nýtt útlit á Deiglunni
Ólíkt mörgum vefritum er öll vinna unnin innan þess og í sjálfboðavinnu. Það er ótrúlegur styrkur að hafa yfir að ráða svona góðu tækni og hönnunarfólki að hægt sé að gera þetta.
Að þessu sinni átti ég ekkert í þessu og kom bara að þessu í kvöld eins og aðrir pennar og sá útlitið. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með þetta nýja útlit.
Svo eru nýir þættir komnir inn, Deiglumolarnir eru farnir út en í staðin er kominn liður sem heitir kýrhausinn.
Kíkið endilega á nýja útlitið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2007 | 00:36
Nýárið truflar
Ég er alla vegna búinn að læra á þetta núna og verða pantanir mínar á næsta ári miðaðar við þetta.
![]() |
Ár svínsins runnið upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2007 | 17:38
Bloggarar vinna
![]() |
Davíð Logi fær tvær viðurkenningar fyrir umfjöllun um Guantanamo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2007 | 16:58
Eirríkur rauði - en eina ferðina
Ég átti líka von á því að Matta myndi ganga betur, mér fannst það skemmtilega grípandi lag.
Ég held að lagið sem fer sé samt nokkuð skemmtilegt rokklag. Flott hvernig Eiríkur var búinn að læra textann á ensku og söng hann um leið og úrslitin voru kunn.
![]() |
Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2007 | 14:08
Klámborgin Reykjavík
Ég er ekki sammála borgarstjóranum í þessum efnum.
Vísir, 17. feb. 2007 11:54Klámstarfsfólk á Gullfoss og Geysi
Borgarstjórinn í Reykjavík telur að fyrirhuguð ráðstefna klámframleiðenda til borgarinnar, geti grafið undan öflugu markaðsstarfi undanfarinna ára, og ímynd landsins sem miðstöðvar heilbrigðs lífernis, lýðræðis og jafnréttis. Meðal þess sem hópur hyggst gera hér á landi er að fara á skíði og skoða Gullfoss og Geysi.
Óhætt er að segja að boðuð koma um 150 manns sem tengjast sölu og dreifingu á klámi á veraldarvefnum hingað til lands í byrjun næsta mánaðar hafi valdið titringi. Þannig er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka hópinn eftir hvatningu frá borgarstjóranum í Reykjavík og áskorun frá Stígamótum. Ríkisstjórnin fjallaði um málið á fundi sínum í gær og ungliðahreyfing Vinstri grænna hefur mótmælt komu þessa fólks til landsins.
Í yfirlýsingu frá Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni borgarstjóra segir að honum þyki afar miður ef Reykjavíkurborg verði vettvangur slíkrar ráðstefnu og hugsanlega jafnframt vettvangur athæfis sem bannað sé með íslenskum lögum. Það sé yfirlýst stefna borgarinnar að vinna gegn klámvæðingu og vændi. Ráðstefna sem þessi sé því í óþökk borgaryfirvalda.
En ef heimasíða þessa uppátækis er skoðuð, kemur ekkert fram um að til standi að framleiða hér klámefni eða dreifa því. Samkvæmt dagskrá hefur þessi heimsókn yfir sér meira yfirbragð hvataferða, sem mjög mikil áhersla er lögð á í ferðamannaiðnaðinum að fá hingað til lands.
Á þeim fimm dögum sem hópurinn ætlar að dvelja hér, fer hann á skíði og snjóbretti og borðar á veitingastaðnum Broadway. Þá verður farið á Gullfoss, Geysi og Þingvöll og snætt á Geysi. Um kvöldið þann dag ætlar hópurinn svo að heimsækja nektardansstað á höfuðborgarsvæðinu. Daginn eftir ætlar hópurinn í Blá lónið og snæða þar kvöldverð áður en farið verður á næturlífið í Reykjavík. Um hádegi á síðasta degi flýgur hópurinn svo heim á leið.
Á heimasíðu heimsóknarinnar er að finna myndir sem teknar voru í sams konar ferð á síðasta ári. Flestar myndirnar eru dæmigerðar ferðamannamyndir, en nokkrar þeirra verða þó að teljast all djarfar, þar sem konur sjást naktar gæla við hvor aðra, með svipuðum hætti og sjá má í tímaritum sem seld eru á blaðsölustöðum á Íslandi. Gestirnir koma hins vegar allir nálægt framleiðslu og dreifingu á klámi á netinu.
17.2.2007 | 13:57
Háskóladagurinn - nú og þá
- Þá voru efnafræðigellur í bolum með formúlum á, meðan ég var þarna sá ég gamlan kall benda mjög greinilega með snertingu á formúlu á brjóst hennar.
- Stærðfræðingarni mættu með skjal sem sýndi ofurlaun stærðfræðinga, en við nánari skoðun kom í ljós að einn aðili var með einhverjar milljónir í laun á mánuði, en hinir fengu bara venjuleg laun.
Ég hafði reyndar mjög gaman af því að skoða þetta, ég það er mikið í gangi í mínum gamla skóla.
![]() |
Háskóladagurinn í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2007 | 10:30
Nýtt útlit Britney

Ég held að ferill þessarar hressu söngkonu hlýtur að vera kominn á enda.
Myndin er auðvitað af gamalli vinkonu Sinead O'Connor, og ryfjum upp þegar hún reif myndina af páfa. Ekki það að rökuð Britney sé sambærilegt, hins vegar virðist stúlkan komin í ræsið.
![]() |
Britney snoðklippt á húðflúrsstofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2007 | 08:37
Flott sýning
Ég hef farið á þessa sýningu undanfarin ár og þetta er mjög flott sýning. Ég hef grun um að ég komist ekki í dag, en það verður þá bara að bíða betri tíma.
Mæli með því að fólk líti inn og skoði.
![]() |
Blaðaljósmyndarar í Gerðarsafni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2007 | 08:36
Fátækt Samfylkingingarinnar
Það er að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um skrif varaformanns Samfylkingarinnar, fyrst byrjar hann að kasta steinum úr glerhúsi þegar hann byrjar að skrifa um jafnrétti innan flokkanna, en líklega var niðurstaða kvenna á fáum stöðum verri en einmitt hjá Samfylkingunni, þrátt fyrir allt hjal um jafnrétti á góðum stundum.
Ég vitna í ágætan pistil efir Árna Helgason á Deiglunni:
Þegar horft er til þess hvernig Ísland kom út í samanburði við önnur Evrópuríki er ekki annað hægt að segja en að útkoman sé jákvæð. Af 31 Evrópuþjóð árið 2004 var aðeins ein þjóð með lægra lágtekjuhlutfall en Íslendingar, tvær með sama hlutfall en 27 þjóðir með hærra hlutfall.
Í þessu samhengi er gaman að rifja upp skýrslu Hörpu Njálsdóttur, þar sem Samfylkingin byrjað að hampa en sú gleði hvarf fljótlega þegar ástæður fátæktarinnar komu í ljós: húsnæðisverð í Reykjavík. En á þeim tíma var einmitt núverandi formaður Samfylkingarinnar Borgarstjóri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)