25.5.2007 | 15:40
Hvað með eftirfylgnina?
Ég velti fyrir mér hvernig póst og fjarskiptastofnun fylgir eftir þessum leyfisveitingum. Maður heyrir alltaf mjög falleg loforð um útbreiðslu og svo framvegis en svo heyrir maður einhvern veginn minna af því hvernig efndir eru hjá mönnum.
Þetta er sérstaklega merkilegt í ljósi þess að þetta er hluti af þeim hlutum sem eru metnir þegar fyrirtæki eru metin. Við heyrðum um daginn af skúffufyrirtækjum frá Sviss sem voru með miklar hugmyndir um að framkvæmdir hér á landi, án þess að vera með nokkra starfsemi. Afhverju ætli þessi Svissnesku fyrirtæki hafi áhuga á að byggja dýrt dreifikerfi upp um fjöll og fyrnindi á Íslandi? Ég efast um að við sæjum fleiri senda en á þéttbýlustu svæðunum, ef þeir gerðu þá svo mikið.
Ég tek það fram að ég er ekki að tala um Nordisk Mobil, það getur vel verið að þeir séu með miklar áætlanir á prjónunum og ætli að standa við þau loforð sem þeir gáfu.
![]() |
Nordisk Mobil Ísland fær tíðniheimild fyrir langdrægt farsímakerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2007 | 10:13
Góðir punkar hjá 2000 kallinum
Las grein eftir Ástþór Magnússon í morgun, þar sem hann lýsti samskiptum sínum við símann. Fyrir utan hefðbundnar upphrópanir hjá kallinum voru nokkuð merkilegir punktar hjá honum.
Síminn ber auðvitað ábyrgð á því að gera reikisamninga við traust fyrirtæki, og fyrirtæki sem taka á svona vanda. Það er algjörlega óásættanlegt að vera kominn með símann sinn í þær aðstæður að það er verið að rukka menn um stórar upphæðir án þess að ráð við nokkuð.
Það er líka nokkuð merkilegt að það skuli vera margfalt dýrara að hringja úr símum erlendis frá en að taka á móti þeim.
Sjálfur hef ég stundum einfaldlega keypt mér frelsiskort þegar ég hef ætlað að dvelja einhvern tíma, það er alveg ljóst að 2000 kall fyrir frelsiskort eru smáaurar miðað við kostnaðinn sem er stundum eftir svona ferðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 08:50
Naddaq á íslandi. Gott mál?
![]() |
Nasdaq yfirtekur OMX |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 15:33
Árás á torrent.is
Torrent.is drefir bara efni sem notendur setja inn og hafa áhuga á að vera þarna úti, einhver þarf að halda þræðinum lifandi og aðrir að sækja. Það er enginn munur á að þetta sé þarna inni frekar en á erlendum torrentum, notendur geta jafnauðveldlega sótt þennan leik þangað. Væntanlega munu stjórnendur torrent.is eyða þessum torrent út, þannig að dreifing verður stöðvuð. Það eru varla sérstakar fréttir að svona efni sé til, nóg er af svona hlutum á netinu fyrir þá sem hafa áhuga á að leita að því.
Að lokum enda ég þessa færslu eins og aðrar sem fjalla um torrent.is auglýsa eftir aðgangi. Ég vona að enginn falli í þá gildru að veita mér þann aðgang, en og aftur finnst mér það fyndið að af þeim 18 þúsund notendum skuli ég ekki þekkja neinn. Ég þekki greinilega ekki nógu mikið af tölvunördum (já eða núna klámhundum).
![]() |
Nauðgunarþjálfun á Netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.5.2007 | 12:45
Er þetta hægt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 12:38
Flott grein
Sjálfur hef ég haft gaman af ljósmyndun, en hef ekki gefið mér tíma til þess að læra alveg á þetta. Við hlið Árna, Auðar og Sigurjóns er eins og ég hafi tekið mínar myndir á Lomo. Mæli með myndunum þeirra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 09:34
Höfðu á tilfinningunni að viðskipti væru að aukast
Það vakti athygli mína í dag í mogganum sögðu forsvarsmenn N1, eitthvað á þann hátt að þau hefðu á tilfinningunni að viðskipti væru að aukast. Fyrir þessu geta verið tvær ástæður a. Viðskiptin eru ekki að aukast b. Þeim vantar nýtt bókhaldsforrit.
Hefði haldið að menn væru ekki að keyra svona fyrirtæki á tilfinningu heldur hörðum föktum, bókhaldssaga og áætlunargerð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2007 | 22:02
Bloggað af fúsum og frjálsum vilja
Aprílgabb?
Ónei.
Það þarf svo sem ekkert að koma á óvart að menn vilji komast inn á sum þessara blogga, þar sem lestur er meir en flestum fjölmiðlum.
Það er kannski líka spurning hvað mogginn segir þegar bloggarar á vefnum eru farnir að selja auglýsingar í samkeppni við þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 13:56
Gott mál
Sjálfur undra ég mig alltaf á þessu frelsi sem Hive er að auglýsa, þú þarft að binda þig í 1 ár, og ólíkt mörgum öðrum þar sem þú færð að eiga routerinn eftir það þá ertu rukkaður harðri hendir. Ég lenti amk. mjög illa í þessu þar sem ég fékk allt í einu lögfræðihótun frá þeim og ég var rukkaður um stórar upphæðir. Svo skilaði ég búnaðnum og mér sagt að þetta yrði allt fellt niður en ekkert var svo gert.
![]() |
Hive braut gegn fjarskiptalögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2007 | 22:21
Ráðherralið Samfylkingarinnar
Kristján Möller hefur farið mikinn í samgöngumálum, það verður fróðlegt að sjá hvernig hann mun tækla þessi mál. Margar hugmyndir Kristján hafa mér fundist áhersla á aukin ríkisafskipti. Ég heyrði reyndar í Kristján í kvöld, fannst hann hafa nokkuð skýrar hugmyndir og held að hann eigi eftir að verða harðduglegur ráðherra.
Athygli vekur auðvitað að varaformaðurinn hafi ekki fengið ráðherrastól, þetta hljóta að vera vonbrigði fyrir hann. Mér finnst lítil rök að hann eigi að starfa að innan flokksmálum.
Annars kemur ráðherraliðið ekki mikið á óvart, Jóhanna komin á fornar slóðir, Ingibjörg sagði að þau hefðu lagt höfuð áherslu á að fá það ráðuneyti. Það veður gaman að sjá hvaða áherslubreytingar verða þar á bænum.
![]() |
Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)