Hvað með eftirfylgnina?

Ég velti fyrir mér hvernig póst og fjarskiptastofnun fylgir eftir þessum leyfisveitingum.   Maður heyrir alltaf mjög falleg loforð um útbreiðslu og svo framvegis en svo heyrir maður einhvern veginn minna af því hvernig efndir eru hjá mönnum. 

Þetta er sérstaklega merkilegt í ljósi þess að þetta er hluti af þeim hlutum sem eru metnir þegar fyrirtæki eru metin.  Við heyrðum um daginn af skúffufyrirtækjum frá Sviss sem voru með miklar hugmyndir um að framkvæmdir hér á landi, án þess að vera með nokkra starfsemi.  Afhverju ætli þessi Svissnesku fyrirtæki hafi áhuga á að byggja dýrt dreifikerfi upp um fjöll og fyrnindi á Íslandi?  Ég efast um að við sæjum fleiri senda en á þéttbýlustu svæðunum, ef þeir gerðu þá svo mikið.

Ég tek það fram að ég er ekki að tala um Nordisk Mobil, það getur vel verið að þeir séu með miklar áætlanir á prjónunum og ætli að standa við þau loforð sem þeir gáfu. 


mbl.is Nordisk Mobil Ísland fær tíðniheimild fyrir langdrægt farsímakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svala Ívarsdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband