Ljótasta jólaskreytingin 2006

Ég er búinn að fá einhverjar tilnefningar í þessa skemmtilegu keppni.   Ég ætla að birta nokkrar hinn daginn, en ætla ekki að taka sérstaklega fram frá hverjum eða úr hvaða hverfi.  

Sendið endilega á mig myndirnar á: tomasha -  hjá - gmail.com 


Mútur

Njú hlýtur almeningsálit í Hafnarfirði að snúast á punktinum, 180° og ekkert minna.  Heill geisladiskur í vasann!   Auðvitað velja þeir heimamanninn Bó.

Það er gaman að fylgjast með viðbrögðum margra sem líta nánast á þetta sem mútur.  

Hvað segði þetta um Hafnfirðinga ef satt væri. 

Ætli þessi brandari sé viðeigandi á þessum tímapunkti?:

Kópavogsbúi, Reykjavíkingur og Hafnfirðingur, voru saman í sundi þegar þeir hittu galdramann í lauginni. Galdramaðurinn sagði við þá: Þegar þið stökkvið ofan í laugina og segið eitthvað, þá fyllist laugin af því. Þið megið eiga allt saman ". Fyrst stökk Kópavogsbúinn ofan í laugina og sagði ,,gull". Þá fylltist laugin af gulli.
Svo kom Reykjavíkingurinn og stökk ofan í laugina og sagði ,,demantar". Þá fylltist laugin af demöntum. Svo kom Hafnfirðingurinn og rann á bakkanum og sagði ,,shit" áður en hann datt ofan í laugina.

p.s. Bó er greinilega ekki sá kóngur sem okkur var gefið til kynna fyrir jól, hann á bara álrisa sem aðdáanda eða hvað? Hefði ekki verið nær að gefa honum "álplötu"?


mbl.is Alcan sendir geisladisk á hvert heimili í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróft blogg

Í dag fékk ég ákúru á mig eftir að hafa birt brandara. Brandarinn var ekki sérstaklega grófur og ekki var sýnd nein nekt, en orðið "tits" kom fyrir í brandaranum.  Brandarinn hefði svo sem getað verið jafn fyndinn þótt aðrir líkamshlutar hefðu verið notaðir.

Viðkomandi forðast væntanlega nokkuð mörg blog svo ekki sé talað um hina grófu síðu barnaland.  Þessi mynd fannst á svona barnasíðu og leyfi ég mér að birta hana hér, ég vona að fólk haldi ekki að síðan sé að breytast í argasta klám.


Veljum Árna

Nú hefur Árni boðið sig fram í Mann ársins, nú þegar hefur Times valið Árna sem mann ársins og því er það líklega bara formsatriði að velja hann mann ársins á Rás 2.

Veljum Árna sem mann sem mann ársins. 


mbl.is Maður ársins valinn á Rás 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverð völva

Vísir segir frá völvunni:

Geir H. Haarde verður áfram forsætisráðherra í tveggja flokka stjórn á næsta kjörtímabili en Björn Bjarnason og Davíðsarmurinn er á leið út úr stjórnmálum. Það verður breyting á ríkisstjórninni ný andlit setjast í ráðherrastóla, en óljóst er hvaða flokkur starfar með Sjálfstæðisflokknum.
Það er gaman af því þegar Völvan er að setja sig inn í pólitík Sjálfstæðisflokksins. Hverjir ætli séu í þessum Davíðsarmi sem er sagður á leiðinni úr pólitík?

Önnur merkileg tíðindi að Kristinn H. Gunnarsson sé á leiðinni til Frjálslyndaflokksins. Það á líklega við í þessu tilfelli að þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur. Kristni á örugglega eftir að líka vel innan Frjálslyndra ef hann fer þangað.

Uss

Þetta er frábært framtak hjá þessari konu, fólk sem lendir í ógæfu fer oft að leita að svona orsökum og greinilegt að konan hefur fundið sína ógæfu.

Ég vona að þeir sem aki utanvegar fái svipaðar sendingar, það er ljóst að álfar og tröll Íslands eru ekki síður reið þeim fráu sveinum en þessari konu.
mbl.is Óttaðist reiði guðanna og skilaði hraunmolunum aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varúð - Mynd fyrir nörda

Sem sérlegur nörd býð ég upp á þessa mynd. Aftur sem sem sérlegur nörd, þá eru það tögin sem skipta máli.

Mynd fyrir nörda

 Eftir ábendingu Salvarar ákvað ég að setja inn varúðarmerki. Ekki er ætlunin að gabba neina hingað inn, né að skaða blygðurnarkennd. Mér fannst myndin bara nördaleg.


Situr í nýrunum

Maður hefur heyrt allskonar skemmtilegar sögur um þá sem nota sykurskertar vörur, þessar vörur eiga að vera krabbameinsvaldandi eða safnast fyrir í líkamanum.

Ég hef ekki látið þetta hafa mikið áhrif á mig, enda ekki mikill diet maður.

Hins vegar hefur mér aldrei dottið í hug að þetta væri eitthvað minna holt fyrir tennurnar mínar, en nú er það ljóst. Þetta er óhollt.
mbl.is Sykurskertir gosdrykkir jafn skaðlegir og þeir sykruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljótasta jólaskreytingin 2006

Spurningar sem ég hef fengið:

1. Mynd úr GSM síma er alveg nóg, bara að skreytingin sé greinileg.

2. Tekið verður á móti myndum til miðnættis 30. desemeber.


Og hvað annað er að frétta?

Það liggur við að það þurfi ekki að setja þetta í fréttirnar. Hver bjóst ekki við þessu?  Þetta var meira spurning hversu alvarlegur böggurinn myndi verða.
mbl.is Öryggisgallar finnast í Windows Vista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband