Ljótasta jólaskreytingin 2006

Ég er kominn með þó nokkrar tilnefningar í keppnina, hérna eru nokkrar af þeim verstu og allir kandidatar í keppnini hingað til. Haldið endilega áfram að senda á tomasha - hjá - gmail.com.














 


Hneyksli

Það hlýtur að vera frétt til næsta bæjar þegar antisportistinn veit betur.  Hvernig má það vera að árið sem allt er að gerast hjá Eið, sé hann ekki valinn íþróttamaður ársins. 

Hafi Guðjón Valur gert eitthvað afbragð náði það ekki eyrum antisportistans, ólíkt því hjá Eið. 


mbl.is Guðjón Valur íþróttamaður ársins 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennilegt lén

Líklega er þetta eitt sérkennilegasta lén sem ég veit um, ég stefni að því að fjárfesta í símanúmerinu mínu... eða ekki.

 

http://www.isnic.is/whois/mini.php?type=all&query=5678910.is

 


Hræringar á útgáfumarkaði

Það hefur farið fram hjá fáum að breytingar eru framundan hjá 365 í rekstri blaða sinna. Nú er komið í ljós að DV hefur verið selt til nýs útgáfu félags sem er sagt vera 11% í eigu Sigurjóns M. Egilssonar og ber nafnið Dagblaðsins Vísir útgáfufélag og á að gefa út DV.

Hluti af þessum róteringum lágu fyrir, þar sem SME hafði gefið ansi ljósa mynd af því sem hann ætlaði að gera, annars vegar að hann ætlaði að fara í útgáfu DV (hugsanlega á nýju nafni), en að sama skapi ætlaði hann ekki vera í vinnu hjá 365. Þar með lág beint fyrir að þetta færi undan 365, en hins vegar áttu ýsmir von á því að þetta væri samt innan sama félags og Ísafold er gefin út (Fögrudyr), enda töldu menn að þetta útgáfufélag Reynis og 365 þyrfti meiri slagkraft.

Það var sem sagt ekki raunin og kemur í raun á óvart. Baugsmenn eru núna að dreifa útgáfunni sinni á milli félaga. Þegar fyrir skömmu dagsskipunin var að setja öll félögin undir einn hann. Í dag virðist vera komin ný dagskipun að dreifa þessu.

Reyndar fá Fögrudyr aukið vægi sem tímaritaútgáfa með því að Hér og nú og Veggfóður undir þá.

Þriðja útgáfu félagið er svo Bistro sem gefur út Bistro, en það er að hluta til í eigu í eigu starfsmanna blaðsins en Hjálmur keypti hlutdeild í því félagi, en það er nú í eigu starfsmanna, Hjálms og 365.

Hjálmur er eina límið á milli þessara þriggja félaga, en bæði í Fögrudyrum og Dagblaðsins Vísis, eru fengnar inn gamlar kempur, þeim réttur hlutdeild í félagi og fengnir til þess að reka þessa fjölmiðla.

Sjálfsagt er eitthvað plott í gangi. Sé það að skilja alla prentmiðlana frá, halda eftir prentmiðlunum og selja svo leifarnar til Sigurðs G, finnst manni einhver púsl í viðbót eiga eftir að koma í ljós.

Þar sem um fjölmiðla er að ræða þurfum við víst ekki að hafa áhyggjur að öðru en við munum fá fréttirnar mjög fljótt.


mbl.is Útgáfufélag í eigu Baugs og 365 tekur við útgáfu DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð finnur fylkingar

Var að lesa ansi merkilegt viðtal við Davíð á mbl.is sem var þýtt úr "Nordisk Tidskrift", en þar vitnar hann í fylkingar. Það er spurning hvort Davíð sé búinn að finna þær fylkingar sem Völvan spáði í gær.

Davíð segir að sinn þingflokkur, þingflokkur sjálfstæðismanna, hafi á hinn bóginn verið nánast algjörlega samstæður. „Það voru engar fylkingar að takast á, eins og hafði gjarnan verið í Sjálfstæðisflokknum,” segir hann og bætir því við að fljótt hafi tekist að ná flokknum saman, eftir formannsslaginn árið 1991. „Það heyrðist aldrei talað um fylkingar meðan ég var þarna, það er aðeins farið að bera á því núna en ég vona að það verði nú ekki lengi.”

Þegar Davíð er spurður hvort eitthvað sé til í því, að tvær fylkingar séu nú að takast á innan Sjálfstæðisflokksins svarar hann: „Ég heyrði að ungur maður sem ætlar að verða framkvæmdastjóri flokksins, sagði að sitt fyrsta verk yrði að sameina flokkinn fyrir kosningar. Ég veit ekkert um hvað þessi ágæti maður er að tala.”


mbl.is Davíð Oddsson: Óskynsamlegt að auka þróunaraðstoð Íslendinga of hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og fíll í postulínsbúð

Ótrúlegt hvað margir sækjast í þetta starf, það mæta fleiri í þetta en í Idolið.

Maður hefði barasta átt að skella sér, maður hefði getað skemmt liðinu enda væri maður eins og fíll í postulínsbúð með bakkana.

Hverngi ætli prófið fari fram?

Tækla ofdrykkjusjúkling, ganga á hristibretti og ýta bakka upp brekku á fullspítti?

Ætli ég sé ekki betur settur í því sem ég geri í dag. Maður þarf ekki einu sinni að taka lyfjapróf til að fá að mæta í vinnuna (eins og þeir í Norðuráli).
mbl.is 900 þreyttu inntökupróf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott val

Fréttablaðið hefur valið Hannes Smárason sem mann ársins í viðskiptalífinu, það vel kemur alls ekki á óvart enda má segja að allt sem Hannes hafi snert hafi orðið af gulli.  Hannes hefði örugglega orðið mitt val líka,  snilldar plott í sumar með Straum, salan á Flugleiðum og nú salan á Sterlning.

Það er ótrúlega stutt síðan Hannes kom fram sem þessi fjármálasnillingur, þegar hann kemur inn í Flugleiðir á sínum tíma var hann stimplaður af mörgum sem framhald af þáverandi tengdarföður sínum, Jóni Helga í Byko. Þegar fréttist af skilnaði Hannesar bjóst maður sem leikmaður við að

Hannes er spýtt út jafnhratt og hann kom inn í viðskiptaheiminn.  Hannes hefur aldeilis sýnt sig og sannað sem klár viðskiptamaður.   Hingað til hefur allt sem hann hefur snert orðið að gulli.  

Nú hefur Hannes lagt á ný mið bæði með kaupum á hlut í Bandarísku flugfélagi og síður en ekki síst samvinna við sinn gamla félaga Pálma í Fons.  Mjög spennandi verður að fylgjast með þessum báðum fjárfestingum, en þeir félagar ætla sér stóra hluti á Norðurlöndum en í viðtölum í gær líkti Pálmi þessum félögum saman við Ryanair og Easyjet, og þá möguleika sem þessu félög gætu átt.

Mesta áhættan er sjálfsagt fólgin í kaupum á þessum hlut í AMR, þar eru menn að taka töluverða áhættu.  Það væri auðvitað gaman að íslendingum (strákunum okkar) myndi ganga vel í þessu verkefni líka.


mbl.is Hannes Smárason maður ársins að mati Markaðarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margrét Eir leiðinlegust

Ég held að fólki sé óhætt að kjósa Margréti Eir söngkonu sem leiðinlegustu manneskju landsins. Ekki bara að manneskjan þurfi að tóna sig niður, heldur hafa píkuskrækirnir ekki batnað við að hafa orðið Bandarískir.

Var að hlusta á hana á Rás 2, en var fljótur að skipta yfir á Útvarps Sögu. Þess má geta að þar var Ingibjörg Sólrún á ferð. Ótrúlegt en satt var ég bara sáttur.

Ekki rugla þessu saman við Mann Ársins en þar styðjum við Árna.

Tímaskorturinn ekki bara Norðmanna

Væri sambærileg könnun gerð á Íslandi er ég nokkuð viss um að sambærilegar niðurstöður fengjust. Íslendingar vinna manna mest og örugglega meira en norskir frændur okkar.

Það er hins vegar kannski meira spurning hversu mikið Íslenski karlmenn hafa áhyggjur af því að vera ekki með fjölskyldunni. Þykir það nokkuð karmlmannlegt?
mbl.is Norðmenn hafa mestar áhyggjur af tímaskorti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þyngd í tonnum

Ég hef ákveðið að tilgreina eigin þyngd í tonnum eftir jólin.  Þetta er praktískt og ég held að fleiri ættu að ganga til liðs við mig.  Það hljómar bara mun betur að vera tæplega 0,1 tonn frekar en að vera meira en 90 kíló.

Maður þarf auðvitað aðeins að venjast við tonnið. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband