Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gott val

Fréttablaðið hefur valið Hannes Smárason sem mann ársins í viðskiptalífinu, það vel kemur alls ekki á óvart enda má segja að allt sem Hannes hafi snert hafi orðið af gulli.  Hannes hefði örugglega orðið mitt val líka,  snilldar plott í sumar með Straum, salan á Flugleiðum og nú salan á Sterlning.

Það er ótrúlega stutt síðan Hannes kom fram sem þessi fjármálasnillingur, þegar hann kemur inn í Flugleiðir á sínum tíma var hann stimplaður af mörgum sem framhald af þáverandi tengdarföður sínum, Jóni Helga í Byko. Þegar fréttist af skilnaði Hannesar bjóst maður sem leikmaður við að

Hannes er spýtt út jafnhratt og hann kom inn í viðskiptaheiminn.  Hannes hefur aldeilis sýnt sig og sannað sem klár viðskiptamaður.   Hingað til hefur allt sem hann hefur snert orðið að gulli.  

Nú hefur Hannes lagt á ný mið bæði með kaupum á hlut í Bandarísku flugfélagi og síður en ekki síst samvinna við sinn gamla félaga Pálma í Fons.  Mjög spennandi verður að fylgjast með þessum báðum fjárfestingum, en þeir félagar ætla sér stóra hluti á Norðurlöndum en í viðtölum í gær líkti Pálmi þessum félögum saman við Ryanair og Easyjet, og þá möguleika sem þessu félög gætu átt.

Mesta áhættan er sjálfsagt fólgin í kaupum á þessum hlut í AMR, þar eru menn að taka töluverða áhættu.  Það væri auðvitað gaman að íslendingum (strákunum okkar) myndi ganga vel í þessu verkefni líka.


mbl.is Hannes Smárason maður ársins að mati Markaðarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverð völva

Vísir segir frá völvunni:

Geir H. Haarde verður áfram forsætisráðherra í tveggja flokka stjórn á næsta kjörtímabili en Björn Bjarnason og Davíðsarmurinn er á leið út úr stjórnmálum. Það verður breyting á ríkisstjórninni ný andlit setjast í ráðherrastóla, en óljóst er hvaða flokkur starfar með Sjálfstæðisflokknum.
Það er gaman af því þegar Völvan er að setja sig inn í pólitík Sjálfstæðisflokksins. Hverjir ætli séu í þessum Davíðsarmi sem er sagður á leiðinni úr pólitík?

Önnur merkileg tíðindi að Kristinn H. Gunnarsson sé á leiðinni til Frjálslyndaflokksins. Það á líklega við í þessu tilfelli að þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur. Kristni á örugglega eftir að líka vel innan Frjálslyndra ef hann fer þangað.

Hækkun eða lækkun

Undanfarið hefur mikið verið rætt um hækkun leikskólagjalda, en þess ber að geta í þeiri umræðu að áður höfðu gjöldin lækkað um 25% í september. Afhverju nefnir engin það þegar þessi umræða er í gangi?

Þetta er auðvitað óheppilegt hjá meirihlutanum að gera þetta og algjör óþarfi, réttara hefði verið að lækka gjöldin um 20% en ekki 25% og ná þannig fram ca. sömu áhrifum.

Eftir stendur að gjöldin hafa lækkað um 20% frá því nýr meirihluti tók við.

20% fækkun hjá hernum

Ein af þeim jákvæðu fréttum sem birtust í fjölmiðlum nú um jólin er fækkun gesta á hernum, en í ár voru 120 gestir á hernum en í fyrra voru þeir 150.

Herin hefur verið að gera ótrúlega gott starf með því að bjóða hverjum sem er að koma í sínar margréttuðu máltíðir og pakka á eftir.

Logið að blaðamönnum

Í morgun las ég blaðið og rak augun í umfjöllun um skilríkjafalsanir, fljótlega eftir að ég fór að lesa bloggin í morgun rakst ég á umfjöllun Ólafs Nils og annara bloggara um málið.

Ég gat ekki gert af því að ég var nú ekki viss, hvað var satt og hvað var logið. Eftir að hafa hafa lesið færsluna hans Ólafs grunaði mig að Ólafur sæti í súpunni, eftir að hafa sagt of mikið við fréttamann og óttast kæru. Viðkomandi blaðamaður hafi einfallega birt nafnið án þess að spyrja.

Hins vegar eftir að hafa lesið umfjöllunina, virðist nokkuð augljóst að Ólafur er að segja satt (eða hann er virkilega heimskur!). Frásögnin var sögð nánast með barnslegir einlægni hvernig hann plottar upp glæpinn, frásögn af útibúinu, frá sögn af græjunni og að lokum frásögnin árstíðarsvefunum. Allt útlistað mjög vandlega.

Ég veit þó ekki hvort ég sé í hópi þeirra sem finnst þetta sniðugt, amk ekki viturlegt fyrir Ólann. Ég viðurkenni að þetta var freistandi tækifæri, en líklega nokkuð vanhugsað því væntanlega mun þetta hafa einhverjar afleiðingar. Ólinn hlýtur að verða kallaður í viðtal við lögreglu, sem á eftir að fylgjast með honum sem "grunuðum" í einhvern tíma.

Blaðamenn Blaðsins eiga eftir að svara fyrir sig, ekki eiga þeir eftir að láta koma svona fram um sig og sín vinnubrögð án þess að svara. Þeir eiga væntanlega öll gögn, sem þeir geta látið lögreglu fá. Nýr ritstjóri er frekar seinheppinn að á hans fyrstu dögum, dagi svona verkefni uppi á hans borði.

Ég dáist samt af því að halda úti þessari lygi, sagan er pottþétt með ýmsum smáatriðum sem eru úthugsuð. Salan, dreifingarleiðinar og fleira sem hefur þurt að halda alveg pottþéttum.

Sé þetta ekki satt, þarf Blaðið væntanlega að endurskoða eitthvað vinnubröðgin sín. Í svona skúbbi þarf væntanlega trúverðugra vitni, og eitthvað fastara fyrir áður en farið er af stað með svona sögu í birtingu.

Var t.d. ekki hægt að fá staðfest frá unglingi sem hafði keypt, eða þóst vera unglingur að kaupa. Þeir hafa hugsanlega gert það og fengið jákvæð viðbrögð? Maður veit aldrei.


Ingvi Hrafn með nýja Sjónvarpsstöð

Ingvi Hrafn og sonur ætla að fara af stað með nýja sjónvarpsstöð sem á að útvarpa á netinu og í gegnum Breiðband símans. Það verður sjálfsagt merkilegt að fylgjast með því hvernig það mun þróast hjá honum. Ekki spái ég honum þó ríkidæmi með þessu nýja verkefni.

Þeir feðgar kalla þetta Ísland Nýjasta Nýtt, sem er svona svipað lélegt nafn og NFS, eða jafnvel verra. Sú skammstöfun hljómaði amk.betur en ÍNN.

Þó svo að ég sé ekki að spá þessari stöð ríkidæmi með þessu verkefni, getur vel verið að það gangi. Með hjálp tækninnar er nú hægt að fara af stað með svona verkefni án mikil tilkostnaðar, svo lengi sem Ingi Hrafn getur þrumað með sitt Hrafnaþing og fengið aðila sem eru tilbúnir.

Nýjasta dæmið er auðvitað Stjáni Rokk eða hvað hann heitir. Hann er einmitt komin með sína eigin sjónvarpsstöð sem sýnir einu sinni í viku. Einfald, maður og myndavél.

Hins vegar sýndi það sig á NFS í sumar að auglýsendur voru ekki tilbúnir að auglýsa á stöðinni. Væntanlega hefur áhorfið einfaldlega ekki verið nægjanlega mikið, það er fátt sem bendir til þess að stöð í þessari dreifingarleið muni fá betri dreifingu.

Leiðréttur

Mér er sannur heiður af því að benda á að ég hafi verið leiðréttur.  

Það var alþingismaðurinn Sæunn Stefánsdóttir sem benti mér rettilega á að hún bloggar á Saeunn.is.  Mér til afsökunar þá er Sæunn nýjasti þingmaðurinn og ég gleymdi henni bara.

Sem er að sjálfsögðu synd, því Sæunn er fyrsti þingmaður útskriftarárgangs 1998 úr MR, því miður fyrir rangan flokk því það er töggur í Sæunni. 

Ekki það að ég hafi náð að kynnast henni mjög mikið þessi ár í MR, svo lenti hún fljólega á villigötum í Háskólanum þegar hún fór í Röskvu     ;) 


Pólitísk blogg

Ég hef fylgst með bloggi lengi og lesið ýmisleg pólitisk blogg. Dæmi um ágætist pólitískt blogg sem virðist reyndar flestum gleymt þessa dagana er bloggið hans Össurar, á meðan þeir félagar úr Framsókn (og fyrrum starfsmenn Forsætisráðherra) hafa skellt sér inn á blog.is og eru vinsælli en aldrei fyrr.

Stjórnmálamenn í stjórnarandstöðu hafa verið sérstaklega duglegir við að koma sér upp bloggum og koma sjónarmiðum sínum beint á framfæri við kjósendur.   Hins vegar eru nánast engir stjórnarþingmenn að blogga.  Hægt er að telja upp örfáa stjórnarþingmenn sem blogga, en nánast engir úr Reykjavík og merkilegt nokk nánast engir af yngri kynslóð Alþinismanna.

Í sjálfu sér má færa rök fyrir því að það sé auðveldara að vera bloggandi stjórnaandstöðuþingmaður frekar en stjórnarþingmaður.  Það er auðveldar að koma fram með gagnrýni og rífa hluti niður heldur en að byggja upp og koma með lausnir á vandamálum.  Það er einmitt eitt af því sem hefur einkennt blogg stjórnarandstöðunnar.

Hins vegar er þetta nútíminn, það er enginn að krefjast þess af þessum þingmönnum að þeir haldi úti mjög flottum blogg, þau séu uppfærð daglega eða að þar sé verið að koma með hugmyndafræðileg stórvirki.  Nei, það er bara verið að auglýsa eftir einhverjum ungum eða Reykjavíkur þingmönnum sem blogga.  

Reyndar skal það viðurkennast að einn yngsti þingmaðurinn hefur haldið úti bloggi og fær hún Dagný prik í kladdann fyrir það.  Hins vegar virðist henni eitthvað farið að fippast og í nóvember og desember hefur 1 færsla birst.

Það er von á töluverðri endurnýjun í vor, vonandi fáum við að sjá fleiri bloggandi þingmenn í þeim hópi.


Árni Páll og Guðmundur

Það stefnir allt í að það eigi eftir að vera fjörug umræða á þessum vettvangi, upplagið er amk. gott nema að Árni Páll muni gugna og svara ekki því sem nú er komið.

Til þess að halda áfram að hamra umræðuna verð ég að minnast þess að hér væri kjörið að vera með track back fídusinn. Gallinn er kannski sá að það er engin sérstaklega góð leið að hafa samband við Moggamenn.  Spurning að senda þeim Fax?  Það er amk. ekkert netfang neinstaðar að finna til að láta þá vita. 


Vinsælt að búa í Bandaríkjunum

Manni finnst alltaf jafn gaman að sjá menn slefa yfir draumalandinu Ameríku!

Það er sjálfsagt ágætt að búa þar, en örugglega ekki betra en að búa á hinum og þessum stöðum. Ég myndi t.d. frekar búa í Svíþjóð heldur en í Bandaríkjunum

Sama viðhorf birtist þegar kemur að því að fara inn til landsins. Ef einhver misgáfaður tollari gleymdi að taka einn grænan miða úr vegabréfi og þú ert orðinn flóttamaður í Draumalandinu! Það krefst sönnunar svo sem vísakort og launaseðla til að sýna fram á að þú hafir ekki verið flóttamaður

Auðvitað hafir þú gerst sekur um að hafa dvalið lengur en þú gerðir, þá ertu nú fyrst komin í vandamál. Manni skilst að það sé bara brotrekstarsök án náðunnar.

Ég hef nokkrum sinnum sótt Alþýðulíðveldið heim en þar hafa þeir mestan áhuga á að vita hvort maður sé með hita. Hins vegar gengur öll vegabréfaskoðun mjög greitt fyrir sig og án nokkura ásakana um að vera að svindla sér inn í landið.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband