Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.1.2007 | 09:01
Er Jón skásti kosturinn
Ég hlusta mjög reglulega á Útvarp Sögu og alveg sérstaklega á Guðmund Ólafsson, Lobba. Hann hefur komið flesta föstudaga til Sigurðar G. Tómassonar, og þar hefur ýmislegt verið rætt.
Ég hef reyndar beðið eftir því að Lobbi fari að blogga, en hann var mjög ötull að skrifa á netið í kringum 1998. Þá notaðist hann ekki við blog heldur skrifaði á usenet en hefur greinilega talið það nóg.
Það kom mér töluvert á óvart að heyra Lobba segja í þættinum seinasta föstudag að honum þætti Jón Sigurðsson eini alvöru valkosturinn næsta vor.Eins og við sem höfum hlustað lengi á Lobba vitum þá gekk hann í Samfylkinguna til að kjósa Ingibjörgu Sólrúnu en lýsti því yfir fljótlega eftir að hann hætti að það hafi verið mistök þar sem hún stæði ekki undir væntingum.
Þarna er kannski kominn sá hópur sem Framsókn getur náð til, miðaldra velmenntaðir karlmenn. Þeir heyra kannski í jafningja sínum og meðan aðrir heyra bara hroka þegar hlustað er á Jón tala. Þeir eru kannski bara með svipaðann hroka?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2007 | 18:36
Niðurgreitt Bensín
Mér finnst alveg ótrúlegt að heyra í fréttum áðan fullyrðingar forsvarsmanns Olíufélaganna að þeir hafi greitt niður olíuverð.
Þetta eru ótrúlegir öðingar þessir menn, ekki bara drógu þeir úr álagningunni heldur greiddur þeir niður olíuverðið.
Ætli þeir hafi tekið saman höndum um þetta?
Maður ætti að geta farið á netið og séð verð á vegum olíufélaganna og svo heimsmarkaðsverðs.
6.1.2007 | 01:30
Engin vanræksla
Auðvitað er til fullt af lausnum og vonandi verður til þess að eitthvað af þessu verður virkjað. Hvort sem það heitir grannagæsla eða ráðið fólk í eftirlit.
Þrátt fyrir að þessi kona hafi verið orðin níræð er ekkert sem segir að hún hafi verið andlega eða líkamlega veik og hún hafi ekki getað fullkomlega séð um sig sjálf. Það er ekkert sem bendir til annars en að hún hafi viljað hafa þeta svona.
Þótt biðlistar á elliheimili séu hræðilega langir er bara fólk sem getur ekki hugsað sér það að fara þangað, fólki getur liðið ágætlega.
Á að skilda svoleiðis fólk á elliheimili eða þvinga inn það heimsóknir?
Nú veit ég ekki hvernig hlutunum var háttað í þessu dæmi, ég vil samt benda á að hérna er ekki víst að um vanræksla sé á ferð.
![]() |
Öldruð kona fannst látin í íbúð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2007 | 23:22
Bjóða upp á sjálfsala
Er ekki málið að bjóða upp á sjálfsala á Suðureyri?
Strákgreyið hefur ekki þorað að mæta konunni í sjoppunni, enda hún sjálfsagt móðir, móðirsystir eða nákominn ættingi stráksins eða stúlkunnar. Um leið og hann hefði mætt hefði öll húsin í bænum vitað af fyrirætlunum hans.
Einn sjálfsali og innbrotum fækkar um 100% í bænum.
![]() |
Grímuklæddur þjófur stal smokkum á Suðureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2007 | 19:43
Framsókn á Kanarý
Sjónvarpið sagði frá því í dag að Framsóknaflokkurinn hefur verið að sækja á gesti á Kanarý. Reyndar virðist sá sem sér um þetta hneykslaður á að ein ferðaskrifstofa neitar að dreifa þessum blöðum.
Á skúbbmælikvarða er rétt á að frétt um málið hefur áður birst á Deiglunni.
4.1.2007 | 13:34
Þessi ágæti maður...
.... er í dag orðinn framkvæmdarstjóri.
Ætli menn hafi frétt af þessu?
p.s. SUS afhendir svo hinn daginn Frelsisverðlaunin, sem munu bera nafn Kjartans Gunnarssonar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2007 | 00:24
Leyndarmál
Fyrst hún er komin á flug get ég ekki sagt annað en að mig langi ansi mikið til að sjá hana. Þetta er auðvitað eitt af áhugamálum manns.
Það væri gaman að vita hvort stóru laxarnir geri þetta öðruvísi en litlu karlarnir, fyrir utan að vera á 140 síðum
![]() |
Segir kosningaáætlun Giulianis hafa verið hnuplað úr farangri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.1.2007 | 11:33
Skaupið
Spá mín um skaupið reyndist rétt, mér stökk varla á bros nema í þeim kafla sem hafði þegar verið sýndur.
Það var þó deilt um hvort þetta skaup hafði verið verra, eða kynningarmyndbandið sem var sýnt í fyrra um fjölskyldu Eddu Björgvins. Það var ótrúlegt að sjá þá hvernig skattpeningum okkar var eytt í að kynna leikara son þeirra, sem var nú ágætur í fyrstu en varð svo bara óhemju leiðinlegur.
Í kjölfarið á skaupin í fyrra mætti það fólk sem stóða að því í þátt eftir þátt, þar sem fólkinu var hampað sem hetjum.
Ég vona að fjölmiðlar hafi vita á því í ár að sleppa því.
Menn hljóta svo að spyrja hver framtíð skaupsins verði, það hefur ekki komið fyndið skaup í mörg ár og það virðist stöðugt erfiðara að finna hina sameiginlegu fyndni sem fjölskyldan getur sest yfir og hlegið.
Hvað sem því líður fannst mér þetta skaup lélegt. Kalt mat.
30.12.2006 | 19:00
Tekið til á skrifborðinu
Mér sýnist hann fá að vera framkvæmdarstjóri í örfáar vikur, maður veltur fyrir sér afhverju það hafi yfi höfuð verið að ráða í þessa stöðu. Hann nær kannski að taka til á skrifborðinu, læra á símann og vita hvar salernið er.
Nú þekki ég Magnús Reyni, hérna er sjálfsagt öðlingr á ferð, hins vegar er alltaf spurning afhverju er verið að gera svona ráðstafanir.
Líklega er helst verið að tryggja að Margrét geti ekki kynnt sig sem framkvæmdarstjóra í því kjöri sem framundan er. Þetta er sjálfsagt hluti af því plotti sem er í gangi við það að bola Margréti út.
Við eigum eftir að sjá meira í kringum þetta flokksþing.
![]() |
Magnús Reynir Guðmundsson nýr framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2006 | 17:28
Hræringar á útgáfumarkaði
Það hefur farið fram hjá fáum að breytingar eru framundan hjá 365 í rekstri blaða sinna. Nú er komið í ljós að DV hefur verið selt til nýs útgáfu félags sem er sagt vera 11% í eigu Sigurjóns M. Egilssonar og ber nafnið Dagblaðsins Vísir útgáfufélag og á að gefa út DV.
Hluti af þessum róteringum lágu fyrir, þar sem SME hafði gefið ansi ljósa mynd af því sem hann ætlaði að gera, annars vegar að hann ætlaði að fara í útgáfu DV (hugsanlega á nýju nafni), en að sama skapi ætlaði hann ekki vera í vinnu hjá 365. Þar með lág beint fyrir að þetta færi undan 365, en hins vegar áttu ýsmir von á því að þetta væri samt innan sama félags og Ísafold er gefin út (Fögrudyr), enda töldu menn að þetta útgáfufélag Reynis og 365 þyrfti meiri slagkraft.
Það var sem sagt ekki raunin og kemur í raun á óvart. Baugsmenn eru núna að dreifa útgáfunni sinni á milli félaga. Þegar fyrir skömmu dagsskipunin var að setja öll félögin undir einn hann. Í dag virðist vera komin ný dagskipun að dreifa þessu.
Reyndar fá Fögrudyr aukið vægi sem tímaritaútgáfa með því að Hér og nú og Veggfóður undir þá.
Þriðja útgáfu félagið er svo Bistro sem gefur út Bistro, en það er að hluta til í eigu í eigu starfsmanna blaðsins en Hjálmur keypti hlutdeild í því félagi, en það er nú í eigu starfsmanna, Hjálms og 365.
Hjálmur er eina límið á milli þessara þriggja félaga, en bæði í Fögrudyrum og Dagblaðsins Vísis, eru fengnar inn gamlar kempur, þeim réttur hlutdeild í félagi og fengnir til þess að reka þessa fjölmiðla.
Sjálfsagt er eitthvað plott í gangi. Sé það að skilja alla prentmiðlana frá, halda eftir prentmiðlunum og selja svo leifarnar til Sigurðs G, finnst manni einhver púsl í viðbót eiga eftir að koma í ljós.
Þar sem um fjölmiðla er að ræða þurfum við víst ekki að hafa áhyggjur að öðru en við munum fá fréttirnar mjög fljótt.
![]() |
Útgáfufélag í eigu Baugs og 365 tekur við útgáfu DV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)