Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Að búa til eftirspurn eftir sjálfum sér

Hjálmar Árnason hefur ákveðið að fara á móti Guðna Ágústssyni, eftir að 2000 manns mættu (óvænt) á tröppur hans og kvöttu hann áfram. Helstu ástæður þess að Hjálmar fékk þessa óvæntu kvattningu er að hópurinn taldi skort á þingmönnum fyrir Suðurnes.

Það er nokkuð áhugavert ef Guðni verður fórnalamb þess að aðrir flokkar hafi ekki komið með nógu margir frambjóðendur frá Suðunesjum. Hvert prófkjörið á fætur öðru hefur fram og Suðurnesjamenn greinilega ekki staðið að baki sínum mönnum og núna virðist Guðni vera svo óheppinn að Framsókn eru síðastir.

Þetta er auðvitað snilldar flétta hjá Hjálmari og algjört kjaftæði, það getur vel verið að frambjóðendur hinna flokkana séu hlutfallslega færri í samanburði við önnur svæði Suðurlands. Hins vegar er Hjálmar að reyna að búa til eftirspurn eftir sjálfum sér.

Hjálmar staðfestir að þetta er fyrst og fremst ótti við fylgisleysi við flokkinn með því að ýja að því að hann muni ekki þyggja 2. sætið lendi hann í því. Betra að hætta með reisn en að falla með flokknum og vera varaþingmaður Guðna.

Hver trúir því svo að einhverir áhugamenn um stöðu Suðurnesja hafi farið af stað og safnað þessum undirskriftum! Hjálmar er að plotta. Ég gæti best trúað að Hjálmar hafi sjálfur prentað undirsskriftarblöðin.

Hjálmar fær punkta fyrir að búa til eftirspurn eftir sjálfum sér. Hingað til hef ég nú ekki haft neitt sérstakt ályt á Hjálmari, en það gæti vaxið með þessu.

Varaðndi Guðna, er hann svo mikið maður gærdagsins. Held að flestum sé hætt að finna Guðni fyndinn.

Pósturinn í ham

Það vekur óneitanlega athygli að Íslandspóstur heldur áfram að kaupa fyrirtæki á markaði. Á dögunum keyptu þeir prentfyrirtækið Samskipti og samkvæmt þessari frétt hafa þeir líka keypt í netfyrirtækinu Modernus, sem einna helst er þekkt fyrir að reka teljari.is

Þessi kaupastefna minnir einna helst á kaup orkuveitunnar á fyrirtækjum alls ótengdum fyrirtækjum, eins fyrirtæki í risarækju eldi.

Manni er spurn afhverju ríkisfyrirtæki eru að fjárfesta í prentsmiðjum, á sama tíma og ríkið er að losa sig við fyrirtæki á markaði.

Það hlýtur að fara að koma að því að pósturinn verði seldur. Menn geta þá fjárfest í þeim fyrirtækjum sem þeim hentar.

Svansson skúbbar

Svansson skúbbar feitt á nýja blogginu.  Það er ekki leiðinilegt að byrja, hætta og byrja aftur og negla svo inn risa skúbbi.

Dýrt á íslandi

Það kemur ekkert á óvart að það sé dýrt á Íslandi, það kemur kannski meira á óvart að það sé Danmörk sem deilir öðru sætinu með okkur.  Samfylkingin hefur verið dugleg að auglýsa EVRÓPUVERÐ.  Það er spurning afhverju þetta Evrópuverð er ekki að finna í Danmörku.
mbl.is Ísland dýrasta land Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langur fundur

Borgarstjórnarfundurinn í gær var meira en 16 tíma.  Fundi var slitið klukkan 2:04, eftir að hafa hlustar á bókanir, gangbókanir.

Maður er frekar hress að geta bara horft á CSI á kvöldin og sleppa við svona skemmtanir.


Pólskir flugumferðastjórar

Otti bendir á að það eigi að fá pólska flugumferðastjóra. Um leið datt mér í hug þetta áhugaverða myndband sem ég sá fyirir nokkru.

Íhald.is fer í frí

Skemmtileg tilkynning frá íhald.is í dag þar sem þeir tilkynna að þeir séu komnir í frí.  Seinasta uppfærsla á vefnum var fyrir mánuði síðan.

Því er nú kannski ekki fyrir að finna hjá ritstjórunum að það sé svo mikið að gera í ritstjórn hugsjóna, en ekki hefur verið greitt af því léni og því er lokað.


Umhverfisspjöll

Ekki það að vegurinn er lagður í góðum hug, en nú hljóta einhverir að
rísa upp og mótmæla þessum umhverfisspjöllum.  Hefði ekki verið
hægt að sækja þetta á einhvern annan hátt t.d. utan af sjó?
mbl.is Búið að leggja veg að strandstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynjagreining á linkalistum

Átti í umræðu á netinu í gær um hversu eðlilegt væri að greina linkalista eftir kynjum.  Niðurstaðan var sem sagt nokkurn vegin svona:

Þannig að þetta er hluti kvennréttindabaráttu kvenna ef meiri hluti á lista eru konur en karlremba ef meiri hluti á linka lista eru karlar.

 

Sjálfur er ég eingöngu með karla og hlýt því að vera algjör karlremba.

Já af linkunum skulum við þekkja þá.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband