Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.3.2007 | 17:28
Viljum við... vorkenna Sól í straumi?
Voru Sól í straumi að biðja um málefnalega umræðu? Svo bjóða þeir uppp á svona myndband í eigin nafni. Er þetta sú málefnalega umræða sem þeir vilja?
Maður áttar sig nú ekki á þessum áróðri hjá þeim:
Barn: Mamma, ég get ekki andað
Móðir: Æi, farðu bara og hlustaðu á Bjögga diskinn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2007 | 14:24
Margrét hefði sagt strax af sér!
Það eru greinilega ekki allir sáttir við Margréti eftir að hún hætti í Frjálslyndaflokknum, en hún virðist hafa viðurkennt að þetta hafi bara verið leikrit, einmitt eins og ég sagði frá upphafi. Nú skal það tekið fram að það sem ég hef fyrir mér eru orð Benedikts, en þeim hefur ekki verið hafnað en hann skammaður fyrir að senda Margréti ekki persónuleg skilaboð.
Hafi þessi orð Margrétar verið rétt eftir henni höfð er ljóst að hún hafði ansi marga að fíflum í þessari leikflettu.
Hérna eru orðin eins og þau standa í athugasemdakerfi Margrétar:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 13:53
Safnanir fyrir lagabreytingar
Samkvæmt góðum heimildum mínum höfðu sumir flokkanna vaðið fyrir neðan sig áður en lögin tóku gildi, herjuðu á fyrirtækin í landinu og söfnuðu í sjóði til að eiga í kosningunum. Þeir semsagt sníktu peninga áður en þeim var bannað að sníkja peninga
26.3.2007 | 13:04
Áhugavert málþing

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2007 | 12:01
Eru stjórnarviðræður í gangi?
Hvernig getur nú VG fullyrt að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn sé ein heild þegar VG og D eru í stjórnarviðræðum bak við tjöldin? Hversu trúverðugur er kommaáróðurinn þegar þeir eru búnir að ákveða að skella sér í eina sæng með D eftir kosningar?
Árna Þór bítur svo á agnið með því að koma inn á athugasemdakerfið með hálf dularfulla færslu um spindoktora en afneitar ekki fundinum. Það gefur Pétri spinn til að skella sér í umferð 2 með þetta mál, þar sem hann kemur með kenningar um að Árni hafi ætlað sér að svíkja eigin flokk, með leikfléttu.
Pétur er greinilega í ham í dag, ég fylgist spenntur með.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 09:23
Tillögur framsóknarflokksins
Það vekur óneitanlega athygli hversu mikið Framsóknarflokkurinn er tilbúinn að eyða í kynningarstarfið og er alveg í takt við hvernig flokkurinn hefur spilað undanfarin ár. Sama gildir um Samfylkinguna sem vildi eyða 30 milljónum á meðan hinir (og þar meðtalið Sjálfstæðisflokkurinn) vildu bara eyða 15 - 20 milljónum, sem er verulega minna.
![]() |
Auglýsingakostnaður stjórnmálaflokkanna takmarkaður við 28 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2007 | 17:47
Fráleitar hugmyndir
Það mæti ætla að markhópurinn "kaupendur á pizzum" eigi eitthvað annað sameiginlegt en að hafa áhuga á að vita hverjir greiði ekki í barnameðlög. Kannski að gosframleiðendur séu betur til þess fallnir að auglýsa á þessum kössum?
![]() |
Myndir af mönnum sem skulda meðlag á pizzukössum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2007 | 12:01
Vís stjórn
Góða eða slæm stjórn?
23.3.2007 | 21:11
Vanhæfni umhverfisráðherra
23.3.2007 | 17:46
Orkufrekur iðnaður og VG
Það væri áhugavert að heyra frá Steingrími hvort þetta væri allur orkufrekur iðnaður eða hvort hann hefði einhvern sérstakan iðnað í huga. Hvort þetta væri bara í hans kjördæmi eða hvort önnur svæði mættu njóta góðs af þessum iðnaði, t.d. austurland.
Í fréttinni segir nákvæmlega:
Þá lýsti Steingrímur J. Sigfússon yfir eindregnum stuðningi við það að nýta jarðhitasvæðin í nágrenninu fyrir orkufrekan iðnað á Húsavík og nafngreindi hann sérstakalega Þeistareyki og jarðhitasvæðin í Mývatnssveit.
Við hljótum að fá einhverjar útskýringar á þessu frá VG.