Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Vísbending fyrir vorið?

Gaman af svona keppnum, ekki að þær geri nokkurn skapaðan hlut annan en að vera skemmtun. Kristján er mikill öðlingur og baráttumaður, ég hef mikla trú á honum fyrir norðan og að hann eigi eftir að skila sjálfstæðismönnum atkvæðnum. Norðanmenn þekkja Kristján og vita hversu öflugur hann er.
mbl.is Kristján sigraði í skíðakeppni frambjóðenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þunnur þrettándi

Nú er kominn upp einhver visir að heimasíðu fyrir Íslandshreyfingun, það kemur á óvart að þau skuli ekki leggja meiri metnað í heimasíðuna sína. Fyrir utan stefnuyfirlýsinguna og hvað þau vilja. Bæði sem hafa legið fyrir í langan tíma.

Það eru ekki einu sinni upplýsingar um það hvernig á að hafa samaband við þau eða hverjir það eru sem eru í stjórn þessa ágæta frumvarps.

Markaðsetning á Campari

Tók eftir því að það er nýbúið að skrá lénið Campari.is, spurningin er því hvort sá góði brandari sem Jax kom með um daginn hafi verið hluti af herferð, eða hvort hann hafi bara hitt svona fjandi vel á.

Brandarinn er ekki verri fyrir vikið.

Baráttusamtökin - magnaður kokteill

Þetta er nokkuð magnaður kokteill. Öryrkjar án stuðnings Öryrkjabandalagsins, aldraðir án stuðnings FEB og svo Höfuðborgarsamtökin, en formaður þeirra bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir seinustu borgarstjórnarkosningar, án árangurs.

Þetta er ekki síst innkoma Höfuðborgarstamtakanna sem kemur á óvart. Eiga þessir hópar eitthvað sameiginlegt?

Ég ætla að hlýða á það sem þau hafa fram að færa næstu dagana. Það verður fróðlegt að heyra.

Ætli félagsmenn Höfuðborgarsamtakanna séu allir sáttir við þetta framboð? Eru höfuðborgarsamtökin kannski bara samtök eins manns?

Ómar með minna en aldraðir?

Samkvæmt könnun plúsins og Mannlíf er Ómar með minna fylgi en alraðir.

Plúsinn er ekki áræðanlegasta tækið til að gera kannanir, hins vegar hefði maður haldið að það væri helst skortur á atkævðum alraðra sem vantaði inn í þessa netkönnun.

Það vekur athygli hvað þetta framboð er með hægan uppgang, eins og Einar Mar bendir á, hafa svona framboð oft fengið mjög hátt til að byrja með, en svo eru önnur framboð sem hafa vaxið hægt.

Meira að setja að stjörnurnar með Árna

Ellý bendir á að stjörnukort Árna Johnsen bendi til árangurs hans í vor. Árni hlýtur að fljúga inn, fyrst stjörnurnar segja það.

Áhrifana farið að gæta

Var að lesa þetta, það er því greinilegt að það hafa runnið tvær grímur á suma kjósendur VG vegna þessara frétta.

Ég býð eftir því að sjá merki, úr þessari merkilegu merkjavél hans Stebba Páls, þar sem stendur "Kjóstu! Seta heima er atkvæði greitt Framsókn". Það myndi hugsanlega hræða einhverja stuðningsmenn VG, til að kjósa þrátt fyrir áhættu um að VG séu á leiðinni í eina sæng með Íhaldinu.

Munu öll börn í Hafnarfirði deyja?

Undanfarið hefur Sól úr straumi dreift myndbandi bæði í gegnum netið, sem og með auglýsingum í sjónvarpi. Þar hefur CO2 losun álversins verið lýst sem eitri sem muni drepa börnin í Hafnarfirði, við sjáum hvernig börnin kafna í reyk og hósta.

Staðreyndin er að allt í kringum okkur er CO2, í andrúmsloftinu eru eitthvað í kringum 0,03% og við öndum frá okkur um 4,5% CO2 (ef ég mann rétt úr menntaskóla). Hvert og eitt okkar skaffar um 1 kg af CO2 til andrúmsloftsins á sólarhring. Allt í kringum okkur eru CO2 gjafar, án þess að það sé að hafa sérstaklega slæm áhrif á okkur eða börnin okkar. Að sjálfsögðu er þetta í úrblæstri bíla, rotnun og svo framvegis. Þegar við öndum, þegar við brennum kerti, í hveravatni og eldgos svo einhver vel þekkt dæmi séu nefnd.

Það efast enginn um að þessar tölur eru réttar með útblásturinn álversins í samanburði við bílaflotann. Það er hins vegar framsetningin sem eru verulega gagnrýniverð. Losun þessa CO2, hefur ekki meiri áhrif á börn Hafnarfjarðar frekar en losun á sama magni á Húsvík. Skildi Sól í Straumi hafa heyrt um hugtakið "Global Warming"? Það hentar þeim því miður ekki að segja frá hinum raunverulegu áhrifum CO2, það væri ekki eins dramatískt fyrir húsmæður í Hafnarfirði.

Össur alltaf fyndinn

Össur er fyndinn gaur, og auk þess með frjótt ímyndundarafl. Ef Össur væri að leggja af stað aftur núna er nokkuð líklegt að hann hefði reynt fyrir sér í standuppi.

Því miður fyrir Össur þá er það ekki sama að vera með kjörþokka og vera fyndinn.

Við vitum alla vegna að Össur þarf ekki að skella sér á biðstofu útslitinna stjórnmálamanna, í utanríkisráðuneytinu þegar stjórnmálaframanum líkur, hann á væntanlega efni í nokkrar stórgóðar skáldsögur. Ef hann vantar efni þá er nóg að ryfja upp skemmtisögur af bloggi og þar er af nógu að taka.

Viðbrögð Kjartans vekja athygli

Sú gagnrýni sem Kjartans Magnússonar á störf borgarstjóra, hann gengur nokkuð langt í gagnrýninni. Samkvæmt frétt á Vísi.is segir:

Kjartan er að koma fram sem mjög sterkur hugsjónamaður í þessu málefni og fær hrós fyrir að standa fastur á eigin hugsjónum í þessu máli. Margi hefðu gefið eftir eigin skoðanir sem hluti af "liðinu".

Það er ýmislegt sem betur má fara hjá nýja borgarstjórnarmeirihlutanum, ég vona svo sannarlega að þetta séu bara byrjendamistök hjá þeim.

Um leið og þetta er sagt skal tekið fram að það líka ansi margt sem hefur gegið upp og er á réttri leið. Menn þurfa samt að taka sig á.
mbl.is Háspenna ætlar að stækka spilasal við Hlemm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband