Þetta segi ég einkum við Samfylkingarmenn sem hafa verið næstmest áberandi í neikvæðum áróðri því að þrátt fyrir það vona að ég þeim gangi betur en þetta. Framsókn mun hins vegar aldrei þrífast meðan ofurbloggaragengið (alias strákarnir hans Halldórs) er þar innanborðs. Megi þeir skrifa sem mest og vera sem súrastir fram að kosningum.
Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.3.2007 | 12:51
Hvað gerir hann næst?
Nýji Lögreglustjórinn má eiga það að hann gerir ýmislegt til að ná til fólksins. Mér hefur fundist þetta mjög gott hjá lögreglustjóranum, en skipan hans var gagnrýnd á sínum tíma. Hann hefur gert ýmislegt til að vera sýnilegur og gera lögregluna sýnilegri.
Ég veit ekki hvort það að láta spreyja á sig mazeúða, flokkist í þann hóp að ná til almennings.
Það er ýmislegt inni í æfingum lögreglu annað en þetta, maður veltir fyrir sér hvað hann tekur sér fyrir næst? Megum við eiga von á því að hann láti sparka í sig, til að kanna hvað hann þolir mikin sársauka?
Ég veit ekki hvort það að láta spreyja á sig mazeúða, flokkist í þann hóp að ná til almennings.
Það er ýmislegt inni í æfingum lögreglu annað en þetta, maður veltir fyrir sér hvað hann tekur sér fyrir næst? Megum við eiga von á því að hann láti sparka í sig, til að kanna hvað hann þolir mikin sársauka?
![]() |
Úðinn fyrst og fremst óþægilegur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2007 | 12:09
Frjálslyndir fyrstir
Bara svona til þess að notera þetta, þá eru Frjálslyndir byrjaðir að auglýsa í ljósvakamiðlum. Væntanlega á umræðan eftir að hefjast síðar, en þeir auglýsa nú á Útvarpi Sögu.
23.3.2007 | 09:56
Hin djúpu skilaboð Íslandshreyfingarinnar
Rakst á áhugaverðar vangaveltur varðadni merki Íslandshreyfingarinnar. Hvað skildi nú merkið þýða?
Ég einmitt sá merkið og velti fyrir mér merkingunni, með þessum litum og svo Möbíusarborðanum.
Ég bendi á skrif Þórðar:
Hin djúpu skilaboð Íslandshreyfingarinnar.
Ég einmitt sá merkið og velti fyrir mér merkingunni, með þessum litum og svo Möbíusarborðanum.
Ég bendi á skrif Þórðar:
Hin djúpu skilaboð Íslandshreyfingarinnar.
23.3.2007 | 08:49
Virkar neikvæður árangur?
Mér finnast pælingar Ármanns, um neikvæðni merkilegar. Ég hef tekið því sem svo að áróður VG hafi verið frekar neikvæður. Hefur mönnum fundist þetta veið jákvæður áróður?
23.3.07
Neikvæður áróður virkar ekki
reit ÁJ kl. 08:04Ég held að þetta séu stóru skilaboðin úr nýju Gallúp-könnuninni þar sem það ótrúlega gerist að VG fær áfram 27% fylgi.
Þetta segi ég einkum við Samfylkingarmenn sem hafa verið næstmest áberandi í neikvæðum áróðri því að þrátt fyrir það vona að ég þeim gangi betur en þetta. Framsókn mun hins vegar aldrei þrífast meðan ofurbloggaragengið (alias strákarnir hans Halldórs) er þar innanborðs. Megi þeir skrifa sem mest og vera sem súrastir fram að kosningum.
22.3.2007 | 10:02
Furðulegt viðtal
Er ég einn um það eða var þetta furðulegt viðtal við Kristinn Björnsson. Hann mátti ekkert tala um það sem hann hafði gert og vísaði stöðugt í það að hann væri hættur hjá fyrirtækinu. Hann gat þó sagt að hann væri saklaus. Hann gat með engu móti svarað fyrir afsökunarbeiðnina sem olíufélögin sendu til neytenda, bar við minnisleysi. Hún virðist hafa mest verið byggð á einhverjum miskilningi... amk. var engin viðurkenning á sekt.
Svo var það með tölvupóstana, það virtist vera að þeir hafi bara verið vitlaust notaðir, svona eins og sími. En ekki hvað?
Miðað við þetta urðu þeir hels sekir um að hafa stundað samráð á ógætin hátt, þeir hefðu átt að hylja sporin betur.
Svo þetta með að þeir hafi ekki gert neitt rangt! Þetta var hreint með algjörum ólíkindum að hlusta á hann.
Svo var það með tölvupóstana, það virtist vera að þeir hafi bara verið vitlaust notaðir, svona eins og sími. En ekki hvað?
Miðað við þetta urðu þeir hels sekir um að hafa stundað samráð á ógætin hátt, þeir hefðu átt að hylja sporin betur.
Svo þetta með að þeir hafi ekki gert neitt rangt! Þetta var hreint með algjörum ólíkindum að hlusta á hann.
![]() |
Smjörklípa í Kastljósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2007 | 20:15
Fáir treysta þeim
Það er augljóst að fáir treysta þeim og það sem verra er enn færri vilja þá í ríkisstjórn. Þetta sést best á því að eingöngu um 3% gáut séð fyrir sér Kaffibandalagið í ríkisstjórn meðan 28% sáu fyrir sér samstarf hinna tveggja flokka kaffibandalagsins.
Nú er það eina sem þeir hanga á rasískar hugmyndir. Það á eftir að koma í ljós hversu langt þær hugmyndir ná að fleyta þeim.
Nú er það eina sem þeir hanga á rasískar hugmyndir. Það á eftir að koma í ljós hversu langt þær hugmyndir ná að fleyta þeim.
![]() |
Frjálslyndi flokkurinn birtir framboðslista í Norðvesturkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2007 | 18:17
Magnús nauðugur á listanum
Orðrómur mannlífs segir frá því hvernig Magnús Þór Hafsteinsson hafi sent tilkynningu til aðstandenda Framtíðarlansins sem segi meðal annars:
"Ég mótmæli harðlega svona nauðgunarvinnubrögðum og krefst þess að nafn mitt verði TAFARLAUST fjarlægt af þessum lista. Þetta er fyrir neðan allar hellur"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2007 | 16:54
Meiri peningar í þetta eða hitt
Það er alltaf jafn gaman að hlusta á Þorgrím Þráinsson. Það virðist vera að alveg sama hvað hann tekur sér fyrir hendur, þá eru það sömu rök. Af því peningum er eytt hingað og þangað í vitleysu á að eyða meira í hans málaflokk. Það vantar ekki að tölurnar liggja fyrir, svona mikið er eytt í vegamál og annað í utanríkismál.
Ég segi ekki að málefnin sem hann er að berjast fyrir séu óþörf, en samkvæmt hans málflutning á að setja vegamál á hold á meðan allt verður komið í lag í þeim málaflokki sem hann hefur áhuga á.
Ég segi ekki að málefnin sem hann er að berjast fyrir séu óþörf, en samkvæmt hans málflutning á að setja vegamál á hold á meðan allt verður komið í lag í þeim málaflokki sem hann hefur áhuga á.
19.3.2007 | 16:41
Reykjavík eða Reykjavíkurborg
Í ljósi umræðu um Þjóð í kringum breytingar á stjórnarskrá má velta því fyrir sér hvort Reykjavík, getu átt og rekið framhaldsskóla?
Hitt er annað mál að mér lýst ákaflega vel á að borgin taki að sér að reka framhaldsskóla í borginni og í kjölfarið á því tekið að sér rekstur fleiri framhaldsskóla. Ég er nokkuð viss um að borgin færi vel með þennan rekstur líkt og þegar hún tók að sér rekstur grunnskóla í borginni.
Hitt er annað mál að mér lýst ákaflega vel á að borgin taki að sér að reka framhaldsskóla í borginni og í kjölfarið á því tekið að sér rekstur fleiri framhaldsskóla. Ég er nokkuð viss um að borgin færi vel með þennan rekstur líkt og þegar hún tók að sér rekstur grunnskóla í borginni.
![]() |
Tillaga um að Reykjavík taki við rekstri eins framhaldsskóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2007 | 16:17
Skúbb dagsins
Ég held að Pétur Gunnarsson eigi alveg pottþétt Skúbb dagsins.
Þó svo að Brynjólfur hefði verið pólitískt ráðinn, var hann einmitt gagnrýndur fyrir það að vera of tengdur þeim hópi sem keypti fyrirtækið. Þannig að séu þeir að víkja honum vegna pólitískra tengsla kæmi það á óvart. Hann hefur almennt verið talinn standa sig mjög vel.
Uppfært:
Viðskiptablaðið segir frá þessu.
Jón Axel segir að Orri sé að kaupa Tæknivörur.
Þó svo að Brynjólfur hefði verið pólitískt ráðinn, var hann einmitt gagnrýndur fyrir það að vera of tengdur þeim hópi sem keypti fyrirtækið. Þannig að séu þeir að víkja honum vegna pólitískra tengsla kæmi það á óvart. Hann hefur almennt verið talinn standa sig mjög vel.
Uppfært:
Viðskiptablaðið segir frá þessu.
Jón Axel segir að Orri sé að kaupa Tæknivörur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)