Hann kom og fór

Eyjan upplýsir að það hafi ekki verið fyrir tilstilli Moggans sem bloggi var lokað.  Í rauninni kemur það á óvart að Mogginn er alls ekki viljugur að grípa inn í nánast sama hvað dynur á.  Ég hef rætt við nokkra lögfróða menn um þetta og menn eru almennt sammála að ábyrgð moggans geti verið nokkur í svona málum.    

Í rauninni þarf Mogginn að setja sér skýrar leikreglur hvað þeir ætla að bjóða upp á sínum vefjum.  Í dag get ég bloggað beint inn á fréttir og saklaust fólk smellt inn á bloggið mitt, þar sem ég get boðið upp á klám og sora.  Mér finnst ekkert eðlilegt við að Mogginn bjóði almennum lesendum sýnum upp á þetta. Í dag standa þeir nokkuð ráðalausir gagnvart þessu og leyfa hverju sem er að því er virðist viðgangast.  Það gæti meira segja verið að þeir hampi bloggi mínu sérstaklega, með því að birta það á forsíðunni.

Um leið og maður skráir sig inn skrifar maður upp á klásúlu, í rauninni er samt engin trygging fyrir því að ég sé að nota rétt nafn og kenntitölu.  Það getur því orðið þrautinni þyngra að finna mig, sé það vilji minn að koma inn á vefinn sora í gegnum moggabloggið.

Ég geri mér grein fyrir því að línan er þunn, en um leið og hver sem er getur bloggað við fréttir verða þeir að bregðast við slíkum hlutum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband