Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Afhverju ólöglegt?

Mér finnst þetta mjög merkilegar fréttir, að það skuli eiga að stoppa þetta.  Þetta er afgreitt samkvæmt öllum reglum sem gilda í Svíþjóð, ég get varla ímyndað mér að þau séu mikið slakari en þau íslensku.  Þarna er hreint ótrúlegtur verðmunur á þessum lyfjum og það þarf amk. að kynna sér afhverju þessi verðmunur stafar.   

Nú er ég ekki að segja að það sé okur íslensku lyfjafyrirtækjanna, það er spurning hvort hérna séu skattar, eða lög t.d. um merkingar að kenna.  Ég átta mig ekki á það hvaða skildur eru.   Það þarf þá að skoða það, hvað er að valda þessum kostnaði.


mbl.is Lyfjastofnun telur vefsíðuna minlyf.net vera ólöglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iphone blandaður í duft

Samkvæmt þessu myndbandi blandast hann ansi vel. Þetta gengur nú ansi víða á netinu þetta myndband og menn misánægðir með að meðferðinni á símanum.  Það kom mér reyndar á óvart hversu mikið hann blandast, verður algjörlega að dufti.

Minni á greinina mína á Deigluni í gær um Iphone. Ég nefndi reyndar ekkert um blöndunar möguleika símans en ýmsir aðrir eiginleikar voru teknir fyrir.

 


Rosaleg bygging

Ég er búinn að fylgjast með þessu svakalega ferlíki rísa, ég hélt alltaf að þarna væri Bauhaus að rísa og við ættum fljótlega eftir að sjá meiri samkeppni í byggingarvöru.  Þetta er bygga af svona svipuðum stíl, það er þetta er ódýr stálgrinarhús.  

Maður spyr sig hvenær eiginlega verði komið nóg af verslunarhúsnæði hér í borginni, og hver ætli eiginlega að flytja í allar þessar skrifstofubyggingar sem nú eru að rísa í borginni. Er virkilega markaður fyrir þessi húsnæði?

Á sama tíma hefur ekkert framboð verið af lóðum hjá borginni af fyrir bara venjuleg hús, þetta eru allt einhverjar risaskrifstofu byggingar.  Hvenær skildi borgin laga þetta?   


mbl.is Verslunarhúsnæði byrjað að taka á sig mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur nú ekki á óvart

Það kemur ekki á óvart að fimmti hver svíi eigi meira en milljón í eigifé, um leið og íbúðarverð hefur rokið upp þar eins og hér er auðvelt að hrein eign vaxi í milljón sænskar (eða um 9 milljónir), þetta eru augljóslega ekki peningar í hönd.  Það er örugglega 5 hver Íslendingar sem á orðið 9 milljónir í eigið fé eftir gríðarlegan vöxt undanfarinna ára.  Það er nóg að bara hafa keypt venjulega íbúð fyrir nokkrum árum síðan.   Að sjálfsögðu finna menn samt ekkert fyrir þessu, því þessir peningar eru bundnir í steypi og þetta kemur ekki í ljós nema að menn flytja aftur heim til mömmu.

Hitt kemur svo alls ekki á óvart að eldra fólk eigi meiri pening en ungt fólk. Fyrr má nú vera, þetta er fólk sem hefur unnið alla ævi.  Það er eins og að segja að ungt fólk sé unglegra en eldra fólk.  Auðvitað á eldra fólk að meðaltali meiri pening en yngra fólk, fólk sem er búið að vinna alla ævi og koma sér upp húsnæði og greiða niður, búin að koma upp börnum og greiða allar skuldir.  


mbl.is Fimmti hver Svíi á milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðugur klúbbur

Mér finnst þessi Soloklúbbur vera nokkuð sniðug hugmynd, við búum einhvern í samfélagi þar sem fólk á oft mjög erfitt að gera hluti eitt. 

Hver fer t.d. á holti 1 en par er það mjög fínt, eða í bíó eða leikhús.  Viðkomandi væru taldir skrýtnir, og þarf af leiðandi oft erfitt fyrir fólk að gera þetta.  Þó svo að það sé sjálfsagt alveg fínt að fara einn á holtið og njóta veitinganna, og það er sussað á mig ef ég ætla að njóta félagsskapar vinar á miðri leiksýningu.

Heimasíða klúbbsins http://www.soloklubburinn.com/


Brúðkaupsbrandari

Þetta hefur nú bara verið hefbundinn brúðkaupsbrandari, enda varla staður né stund til þess að fara yfir starfskilyrði konunnar.  Menn mega ekki taka svona of alvarlega.

Það er samt merkilegt hvað þessir þættir verða alltaf þynnri og þynnri.  

Gerðist eitthvað í seinustu þáttarröð?  


mbl.is Bannar barneignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iphone Idrasl eða Isnilld

Skrifaði á Deigluna í dag pistil um Iphone símana og geðveikina sem er búin að vera í kringum þá. Greinina er hægt að finna hér:

Iphone Idrasl eða Isnilld

 


Afmælisgjöf

Landsbankinn fær plús fyrir að muna eftir afmælinu mínu, í gærkvöld beið mín miði frá póstinu. Ég skellti mér áðan og sótti hann. Í ljós kom að þetta var rosalega fínt glerverk frá Landabankanum ásamt afmæliskorti.  

Greinilegt að markaðsdeildin sé að vinna vinnuna sína hjá þeim.  Ætli maður fari ekki niður eftir og skelli sér á einn stóra yfirdrátt :) 


En á Íslandi?

Á Íslandi hefði slíku fólki fjölgað mjög hratt, einmitt vegna fasteigna viðskipta og hlutabréfa kaupa. Íslenska kauphöllin hefur verið mjög gjöful og því ættu margir að hafa efnast vel hér á landi, fasteignaverð hefur líka rokið upp úr öllu valdi.

Það væri í raun áhugavert að heyra hversu margir Íslendingar eiga meira en milljón dollara í eiginfé. 

Ég las einhver staðar á netinu að það væri áætlað að um 9,7 milljónir manna ætti meira en 1 milljón dala í eiginfé.  Miðað við fjöldann í heiminum eru það ekkert rosalega margir einstaklingar.

Ætli fjöldinn sé sambærilegur hér og í Noregi?  


mbl.is Hlutfallslega flestir milljónamæringar í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Það ætti varla að koma mörgum á óvart að hér á landi sé vændi.  Breytingin er sjálfsagt sú að Ísland er að komast á kortið, vegna fjármálaumsvifa erlendis og fyrirtæki eins og þetta rúsneska fyrirtæki að átta sig á því að hér er til mikið af fólki með fulla vasa fjár sem er tilbúið að greiða hátt verð fyrir þessa þjónustu. 

 


mbl.is Rússnesk vændiskona send til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband